Geta fundið bestu kjörin í hvelli

Þórhildur Jensdóttir.
Þórhildur Jensdóttir.
Ólafur Örn Guðmundsson.
Ólafur Örn Guðmundsson.


Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. 

Töluverður munur er á verðskrám lánveitenda og fasteignasala svo að munur stundum milljónum á hagstæðasta valkostinum og þeim óhagstæðasta. Þetta má sjá þegar gerður er samanburður á vefsíðunni Aurbjorg.is.

Það voru þau Ólafur Örn Guðmundsson og Þórhildur Jensdóttir sem settu Aurbjörgu í loftið 2017, en þau stunda núna meistaranám í hugbúnaðarverkfræði í Danmörku. „Við byrjuðum á reiknivél fyrir húsnæðislán en bættum smám saman við fleiri leiðum til samanburðar, s.s. á sparnaðarleiðum bankanna, gjöldum og eiginleikum greiðslukorta, og gjaldskrá raforkusala,“ útskýrir Ólafur en samanburður á þóknunum fasteignasala og farsímafyrirtækja bættust nýlega við.

Þær upplýsingar sem Aurbjörg birtir eru nær alfarið sóttar sjálfkrafa af hugbúnaði sem skimar valdar vefsíður, og tölurnar uppfærðar daglega. Aurbjörg er öllum opin og ókeypis og segir Ólafur að verkefnið sé aðallega rekið fyrir hugsjón þó að Aurbjörg hafi lítils háttar tekjur af því að fyrirtæki geta boðið upp á þjónustu við neytendur í gegnum vefinn.

Góð yfirsýn yfir flókinn markað

Þeir sem reynt hafa vita að það getur verið bæði flókið og tímafrekt að bera saman kjör á fasteignalánum og verðlista fasteignasalanna. Samanburðurinn getur þó heldur betur borgað sig og er t.d. ríflega 600 þús. kr. munur á þóknun dýrustu og ódýrustu fasteignasölunnar þegar seld er 40 milljóna króna eign.

Þá getur verið breytilegt eftir því hvað eignin kostar, og hve miklum vinnustundum er varið í söluna, hvaða fasteignasala býður lægsta verðið. Þær tölur sem Aurbjörg birtir eru teknar saman í samvinnu við Fasteignasolur.com og sýna t.d. að miðað við 10 tíma vinnu er sú fasteignasala sem rukkar lægstu þóknunina fyrir 15 milljóna króna eign með fjórða lægsta verðið þegar verð fasteignarinnar er komið upp í 70 milljónir. Fyrir veglega 120 milljóna króna eign munar, ef áfram er miðað við sama fjölda vinnustunda, rúmlega 1,7 milljónum á hæstu og lægstu þóknun.

„Á móti kemur að erfitt er að bera saman þætti á borð við hversu gott orðspor fatseignasölurnar hafa, eða hve duglegir fasteignasalarnir eru að finna kaupanda og hjálpa seljandanum að fá sem best verð fyrir eignina,“ bætir Ólafur við.

Léttari fjárhagslegri byrðar

Eins flókið og það er að hafa yfirsýn yfir gjaldskrár fasteignasalanna þá er ennþá snúnara að bera saman valkostina þegar kemur að fasteignalánum. Bankar og sjóðir gera misháar kröfur um veðhlutfall, bjóða ýmist verðtryggð lán eða óverðtryggð, með föstum eða breytilegum vöxtum. Sumir lána öllum, á meðan aðrir veita aðeins viðskiptavinum sínum eða sjóðsfélögum lán, og sumir rukka uppgreiðslugjald á meðan aðrir gera það ekki.

Breyturnar eru ótalmargar en hjá Aurbjörgu tekur stutta stund að gera ítarlegan samanburð. Kemur t.d. í ljós að miðað við 30 milljóna króna óverðtryggt lán til 40 ára, með jöfnum greiðslum, myndi á lánstímanum muna rétt rúmlega 4 milljónum á hagstæðasta láninu með breytilegum vöxtum og því fjórða hagstæðasta, eða að meðaltali nærri 100.000 kr á ári.

Í sama dæmi væri allradýrasti kosturinn, með 7,4% föstum vöxtum til 5 ára, hvorki meira né minna en 18,5 milljónum dýrari yfir lánstímann en hagstæðasta lánið sem veitt er með 5,6% breytilegum vöxtum.

Er munurinn enn meiri á hagstæðasta og óhagstæðasta verðtryggða láninu, eða 32 milljónir yfir lánstímann, ef miðað er við meðalverðbólgu undanfarna tólf mánuði. Myndi sá sem tæki óhagstæðasta lánið því greiða 800 þús kr. meira á ári en sá sem fengi hagstæðasta lánið.

Ólafur segir að þeim fari fjölgandi sem noti Aurbjörgu til að leita góðra kjara og fær vefsíðan tæplega 20 þús. heimsóknir á mánuði. Erfitt er að reikna hver háar upphæðir notendur hafa getað sparað sér með aðstoð Aurbjargar en að sögn Ólafs virðast fyrirtæki og lánastofnanir fylgjast vel með mælingunni og jafnvel breyta verðskrám sínum ef þær eru að valda því að samanburður er þeim ekki í hag. „Aurbjörg er að auka gegnsæið á markaði, og almenningur er í æ meira mæli að nýta sér þjónustu eins og okkar til að gera samanburð og spara sér háar fjárhæðir.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Svona býrðu til „Power Spot“

11:00 Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

05:00 „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

Í gær, 22:00 Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

Í gær, 20:00 „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

Í gær, 17:00 Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

í gær Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

í gær Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

í gær Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

í fyrradag „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

í fyrradag „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

í fyrradag Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »

Ekki segja þetta við einhleypa

16.4. Er æðsta markmið þitt í lífinu að koma einu einhleypu vinkonu þinni á fast. Ekki reyna að telja henni í trú um að hún sé of vandlát. Meira »

Í venjulegum almúgafötum í fríinu

15.4. Katrín hertogaynja klæðir sokkana yfir gallabuxurnar og Vilhjálmur Bretaprins er í gömlum strigaskóm.   Meira »

Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð

15.4. Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið.  Meira »

Þarf ekki að prýða forsíðuna aftur

15.4. Talsmaður Melaniu Trump gefur skít í Önnu Wintour og minnir fólk á forsíðuna sem frú Trump prýddi árið 2005.   Meira »

Hvaða rakakrem á ég að nota?

15.4. Eilífðarleitin að hinu fullkomna rakakremi getur tekið á en húðin breytist með aldri, veðri og vindum. Undanfarið hafa nokkur mjög áhugaverð andlitskrem komið á markaðinn og fyrir suma veldur það enn meiri valkvíða en óttist ekki, hér eru rakakremin flokkuð eftir húðgerðum til að auðvelda valið. Meira »

Kristján Árni opnaði eigið gallerí

15.4. Kristján Árni Baldvinsson opnaði nýtt gallerí í Hafnarfirði með sýningu á eigin verkum. Hann segir að þetta hafi verið stór stund. Meira »

Svona býr Villi í Herragarðinum

15.4. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri í Herragarðinum er heimakær fjölskyldumaður og finnst ekkert betra en að koma heim og hitta fjölskylduna. Meira »

Frábært hönnunarboð úti á Granda

14.4. Hlín Reykdal frumsýndi nýja skartgripalínu á dögunum. Línan heitir CRYSTAL CLEAR og er ákaflega falleg. Á sama tíma var ljósmyndum eftir Önnu Maggý fagnað. Meira »