Íslensk kona gerð arflaus - hvað er til ráða?

Íslensk kona leitar ráða hjá Sævari Þór Jónssyni lögmanni því …
Íslensk kona leitar ráða hjá Sævari Þór Jónssyni lögmanni því hún hefur ekki fengið arfinn sinn. Ljósmynd/unsplash.com

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður á Lög­manns­stofu Sæv­ars Þórs & Partners svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem fékk ekki arfinn sinn. 

Sæll Sævar. 

Kjörfaðir minn lést fyrir mörgum árum og var ég hans eina barn, og fékk ég barnalífeyri þar til ég var orðin sjálfráða, en aldrei fékk ég annan arf út úr hans dánarbúi, af því að mér skildist höfðu foreldrar hans látið hann skrifa upp á einhverja pappíra á sínum tíma (þau voru ósátt við að hann hafi ættleidd mig). Til að gera langa sögu stutta að þá eru foreldrar föður míns löngu látin og samkvæmt því hefði ég átt að fá arfinn minn. En hvað get ég gert? Ég hef ekkert hreyft við þessu máli öll þessi ár sökum sárinda, en er þetta fyrnt og horfið?

Kveðja, dóttir

Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Sævar Þór Jónsson lögmaður.

Sæl. 

Þegar arfleiðandi á niðja, þar á meðal kjörniðja, er viðkomandi óheimilt að ráðstafa meira en 1/3 hluta eigna sinna með erfðagjörningi. Þetta þýðir að foreldri getur aldrei gert barn sitt arflaust, þar með talið kjörbarn. Sama regla gildir gagnvart maka þegar arfleiðandi er í hjúskap. Þröngar skorður eru settar fyrir því í lögum að endurupptaka skipti á dánarbúi eftir að skiptum er lokið. Efnislega gilda sömu reglurnar um opinber skipti og einkaskipti að þessu leyti og kemur endurupptaka skipta ekki til skoðunar nema nýjar eignir komi fram eða eignum hafi verið haldið utan skipta sem hefðu átt að koma til skipta. Telji einhver að framhjá honum hafi verið gengið við skipti á dánarbúi og skiptum er lokið annað hvort með einkaskiptagerð eða opinberum skiptum þá þarf viðkomandi að höfða einkamál fyrir dómi á hendur þeim sem nutu arfs í hans stað og krefja þá um endurgreiðslu. Slíkt mál fyrnist á tíu árum frá skiptalokum.

Ég vona að þetta svari spurning þinni.

Kær kveðja, Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál