Missti vinnuna og ákvað að láta drauminn rætast

Íris Gunnarsdóttir hefur víðtæka reynslu í atvinnulífinu.
Íris Gunnarsdóttir hefur víðtæka reynslu í atvinnulífinu.

Íris Gunnarsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en fyrir ári síðan missti hún vinnuna sem markaðsstjóri Lyfju. Hún ákvað að nýta tækifærið og láta drauma sína rætast og stofna fyrirtækið Fulier Fortis sem selur dýrindis ilmkjarnaolíur sem efla líkamlega og andlega heilsu að sögn Írisar. 

Sjálf hóf hún störf hjá Lyfju sem vörustjóri árið 2013, gegndi síðar stöðu verkefnastjóra og starfaði sem markaðsstjóri fyrirtækisins til ársins 2019. 

„Mér finnst einstaklega skemmtilegt að vinna með vörur sem hafa áhrif á betri líðan og skipta máli í lífi fólks, það gefur mér mikið.

Nikura er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett í Bretlandi. Nikura eru 100% hreinar ilmkjarnaolíur með háan gæðastaðal. Við fundum strax og við prófuðum Nikura að gæðin voru mikil og mikilvægt þótti okkur að Nikura er aðili að ATC sem eru bresk samtök sem gæta hagsmuna neytenda og framleiðanda ilmkjarnaolía þar í landi og það fannst okkur mikilvægt. Það er einhver ólýsanlega jákvæð orka sem fylgir því að nota olíurnar.“

Um tildrög þess að Íris fór í eigin rekstur segir hún ástæðuna megi rekja til breytinga á eignarhaldi og stjórnunarteymi Lyfju.

„Ég starfaði hjá Lyfju í sex ár og hætti þar í mars í fyrra en þá var ég á lokasprettinum að klára tveggja ára MBA stjórnunarnám við Háskóla Íslands sem ég stundaði samhliða starfi mínu sem markaðsstjóri Lyfju.  Breytingar voru á eignarhaldi og í stjórnunarteymi Lyfju í upphafi síðasta árs og í mars í fyrra fékk ég ásamt fleirum uppsagnarbréf og minna starfskrafta ekki óskað lengur. Á þessum tímapunkti átti ég tvo mánuði eftir af mínu námi og gat því einblínt á lokasprettinn af fullum krafti á námið. Ég er mjög þakklát fyrir þá reynslu sem ég öðlaðist í starfi mínu sem markaðsstjóri og hafa tekið þá ákvörðun að hafa drifið mig í námið. Með þessa reynslu og menntun að baki ákvað ég fara útí sjálfstæðan rekstur ásamt Ingu Kristjánsdóttur næringaþerapista.“

Góður vinnufélagi gulls ígildi

Þær Íris og Inga eru báðar eigendur Mulier Fortis ehf, en saman störfuðu þær áður hjá Lyfju. 

„Við erum nú þegar komnar með nokkur vörumerki á markað og í dreifingu í stórmarkaði og Apótek. Nikura er eitt þeirra. Vegums er annað en það er vítamín og það sem er einstakt við það fyrir utan frábæra vöru, er að pakkningarnar utan um vöruna eru algjörlega umhverfisvænar. Þriðja vörumerkið sem við erum komnar með á markað er Membrasin en það er sérstaklega ætlað konum á breytingaskeiði,“ segir Íris og bætir því við að ýmislegt fleira spennandi sé væntanlegt á markað frá fyrirtækinu. 

Íris segir ilmkjarnaolíur hafa verið til í árþúsundir og það sem er heillandi við þær séu eiginleikar þeirra til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna og ekki síst á andlega líðan.

„Það er eitthvað sérstakt við að nota ilmkjarnaolíur. Ég nota ilmkjarnaolíur daglega á ýmsa vegu og hef gert í mörg ár. Sem dæmi nota ég þær í ilmolíulampa, en ég er með tvo slíka í gangi á heimilinu. Þannig skapa ég mína eigin stemmingu sem endurspeglar mína líðan dag frá degi. Það er þannig með ilmkjarnaolíur að einn ilmur á betur við í dag og annar á morgun, en það fer eftir minni eigin líðan þann daginn. Ég dregst að þeim ilmi sem hentar þann daginn. Ég nota alltaf ilmkjarnaolíur í þvottavélina með því að bæta 10 – 15 dropum út í ilmefnalaust þvottaefni. Einnig set ég nokkra dropa í aðrar hreinlætisvörur. Lavender olíuna er svo dásamlegt að blanda í baðvatnið sem og að setja nokkra dropa í sturtu- og handsápuna. Dásamlegt er að setja nokkra dropa á koddann fyrir svefn, en Lavender olían er talin hafa róandi áhrif á líkama og sál.“

Íris notar alltaf ilmkjarnaolíur í þvottavélina. Hún mælir með að …
Íris notar alltaf ilmkjarnaolíur í þvottavélina. Hún mælir með að setja 10 - 15 dropa út í ilmefnalaust þvottaefni. mbl.is/Colourbox

Möguleikar ilmkjarnaolía mikill

Íris segir möguleikana í notkun á ilmkjarnaolíum óteljandi. 

„En ég hef trú á því að notkun þeirra hafi jákvæð áhrif á umhverfið, stemninguna á heimilinu og ýti undir gott andlegt jafnvægi og líðan hverju sinni. Í raun er það fyrsta sem ég geri á hverjum morgni að anda að mér dásamlegri ilmkjarnaolíu.

Ég mæli einfaldlega með að fólk finni sinn ilm og verði ófeimið við að nota á ýmsa vegu, ekki er þó mælt með að setja óblandaða ilmkjarnaolíu beint á húðina heldur ávallt blanda nokkrum dropum í aðra olíu en þá má nota hana beint á húð og sem nuddolíu.“

Íris segir sumar olíurnar vera sótthreinsandi, aðrar róandi og þar mætti lengi áfram telja. 

„Það er mikill munur á milli virkni ilmkjarnanna. Tea tree, Lavender og Lemon eru til dæmis bakteríudrepandi og sótthreinsandi, en t.d. Lemongrass er ofboðslega upplífgandi, hressandi og einmitt góð fyrir sjálfstraustið. Lavender hefur líka þessa dásamlegu róandi eiginleika og getur stuðlað að betri svefni og slökun. Piparmintan er svo mjög góð fyrir einbeitinguna. Það er gott fyrir alla þá sem sitja heima að vinna núna að nýta sér hana. Hún hefur einnig verið talin hafa góð áhrif á höfuðverk. Svo er „sweet orange“ svo dásamlega ljúf og svo góð fyrir geðheilsuna.“

Nú er tíminn til að hlúa betur að eigin heilsu

Íris er á því að mannfólkið hefur ekki alltaf farið vel með móður náttúru. 

„Ég tel ekki ólíklegt að verið sé að minna okkur á það í dag. Ég hef trú á því að ef við minnum notkun á vörum sem innihalda kemísk efni að það muni skila sér í betri andlegri liðan og umhverfi.“

Íris segir þær Ingu hafa sett sér það að markmiði í upphafi stofnun fyrirtækisins að hafa alltaf gaman í vinnunni. 

„Slagorð okkar er Þín heilsa- okkar ástríða, en þetta slagorð höfum við að leiðarljósi þegar við veljum vörur fyrir fyrirtækið okkar. Við höfum lengi haft mikinn áhuga á heilsuvörum og  mikla ástríðu fyrir því að geta boðið vörur á markaði sem á einhvern hátt getur bætt heilsu fólks og haft jákvæð áhrif á samfélagið sem við búum í. Það skemmtilega er að það er eins og vörumerkin sem við erum með á markaði í dag hafi fundið okkur en við ekki þau og fyrir það erum við afar þakklátar.“ 

Íris er á því að framtíðin sé björt, þó svo Íslendingar og fólk um víða veröld sé að ganga í gegnum erfitt tímabil. 

„Ég hef trú á því að okkur sé ætlað að draga einhvern lærdóm af þessum aðstæðum og ástandi. Getur verið að þetta sé ekki tilviljun heldur fyrirfram ákveðið og áminning til okkar allra að nú sé tíminn til að hlúa betur að eigin heilsu, sínum nánustu og móður náttúru?

Hraði, spenna  og streita hefur verið að að taka yfirhöndina í þjóðfélaginu og við höfum öll tekið þátt í þeirri þróun með einhverjum hætti og ómeðvitað jafnvel. Ég er þessvegna á því að við ættum að nota tækifærið núna, staldra við og spyrja okkur hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Þá ættum við alltaf að byrja á okkur sjálfum. Hverju þarf ég að breyta? Hvað get ég bætt? Hvernig get ég haft jákvæð árhif á heilsuna mína og nærumhverfi?“

Íris segist sjálf nota uppskrift sem ilmkjarnaolíufræðingur setti saman fyrir hana að tillögu fyrir sótthreinsiblönu. Uppskriftin nýtist vel fyrir síma, spjaldtölvur, posa og tölvuskjái sem og á alla aðra fleti. 

Uppskrift:

                    300 ml Vatn

                    60 ml Edik

                    60 ml Vodka

                    15 dropar af Lavender ilmkjarnaolíu frá Nikura

                    15 dropar af Lemon ilmkjarnaolíu frá Nikura

Það má líka nota Peppermint ilmkjarnaolíu í staðinn fyrir Lavender.  Þitt er valið.

Innihaldsefni er síðan sett í spreybrúsa, hægt að spreyja í klút eða beint á fletina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál