Fórnaði ástinni fyrir ferilinn

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP

Fyrirsætan Naomi Campbell veit nákvæmlega hverju hún þurfti að fórna fyrir frama í fyrirsætuheiminum. 

„Ég myndi segja að stærsta fórnin hafi verið tækifæri til að finna sálufélaga sem skilur mig. Ég er sterk, en ég er líka viðkvæm. Ég veit að í samböndum þarf maður að gera málamiðlanir,“ sagði Campbell í viðtali við The Cut

Campbell er einhleyp í dag en hefur verið í sambandi með nokkrum vel þekktum karlmönnum í gegnum tíðina. Hún var stuttlega trúlofuð Adam Clayton, bassaleikara U2, árið 1992. Hún var seinna trúlofuð umdeilda viðskiptamanninum Flavio Briatori en þau slitu trúlofun sinni árið 2002 eftir fjögur ár saman. 

Þá hefur hún einnig verið með Leonardo DiCaprio, Usher og Robert DeNiro og í stuttan tíma söngvaranum Liam Payne. 

Campbell eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári en hana hefur alltaf langað til að verða móðir. Hún greindi frá fæðingu dóttur sinnar í maí á þessu ári og sagði hana hafa valið hana til að vera mömmu sína. Hún hefur ekki greint frá faðerni dótturinnar. 

Naomi Campbell varð móðir fyrr á þessu ári.
Naomi Campbell varð móðir fyrr á þessu ári. AFP
mbl.is