Katrín eyddi 6.407 krónum á viku í mat fyrir alla fjölskylduna

Katrín Björk Birgisdóttir og sambýlismaður hennar, Davíð Karl Wiium. Til …
Katrín Björk Birgisdóttir og sambýlismaður hennar, Davíð Karl Wiium. Til hægri má sjá kvittun úr búðarferð Katrínar. Samsett mynd

Katrín Björk Birgisdóttir, naglafræðingur og einkaþjálfari, birti í vikunni myndskeið á Youtube-rás sinni þar sem hún sýnir skref fyrir skref hvernig hún verslar kvöldmat fyrir heila viku og eldar ofan í fjögurra manna fjölskyldu fyrir aðeins 6.407 krónur, sem verður að teljast nokkuð vel sloppið. 

Myndskeiðið hefur vakið athygli þar sem Katrín leiðir áhorfendur í gegnum búðarferð í matvöruversluninni Bónus og sýnir þá hluti sem hún keypti inn fyrir máltíðirnar. Í leiðinni gefur hún áhorfendum nokkur góð sparnaðarráð sem nýtast vel nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum.

Rúmar 6 þúsund krónur entust í meira en viku

„Ég er mjög spennt fyrir þessu. Við ætlum að elda sex kvöldmáltíðir fyrir fjögurra manna fjölskyldu, mig, manninn minn og börnin mín tvö. Við ætlum að elda góðar og heilsusamlegar máltíðir með próteini og öllu tilheyrandi í sex daga,“ segir Katrín í byrjun myndskeiðsins. 

Þetta tókst Katrínu að gera fyrir hvorki meira né minna en 6.407 krónur, en eftir að hafa eldað allar máltíðirnar sex átti fjölskyldan afganga sem nýttust sem kvöldmáltíðir í tvo daga til viðbótar. 

Eldaði sex mismunandi máltíðir

Katrín eldaði þrjár máltíðir með kjúklingi, en hún keypti heilan frosinn kjúkling sem vó 1,7 kíló. Fyrsta daginn bar hún fram steiktan kjúkling með öllu tilheyrandi. Síðar í vikunni gerði hún kjúklingaburrito og að lokum kjúklinganúðlusúpu. 

Þá eldaði hún einnig þrjár máltíðir með hakki, en hún keypti frosið hakk. Úr hakkinu gerði hún svokallað TikTok-pasta, spagettí og hakk og taco-skálar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál