Förðun sem endist allan sólarhringinn

Svona lítur sumarförðunin út hjá Urban Decay.
Svona lítur sumarförðunin út hjá Urban Decay. mbl.is/Arnþór Birkisson

Elín Hanna förðunarfræðingur hjá Urban Decay veit hvernig við eigum að farða okkur í sumar, en í þessa förðun notaði hún vörur frá Urban Decay. 

Förðunarmeistarinn Elín Hanna veit hvernig við eigum að farða okkur …
Förðunarmeistarinn Elín Hanna veit hvernig við eigum að farða okkur í sumar.

„Við viljum allar hafa förðunina einfalda en endingargóða í sumar og því er um að gera að nota vörurnar okkar á fleiri en einn hátt til að taka sem minnst með okkur í útilegurnar. Raki og ljómi gefa okkur fallegasta grunninn fyrir förðun,“ segir Elín Hanna. Hún notar All Nighter-farðagrunninn sem fyllir húðina raka, jafnar yfirborð hennar og veitir ljóma. „Farðagrunninum má jafnvel blanda við farðann og/eða hyljarann okkar til að fá létta og eðlilega áferð. Fyrir mikla og góða endingu nota ég svo Stay Naked-farðann og hyljarann sem jafna bæði litarhátt og yfirborð húðar, endast í allt að 24 tíma og eru vatnsheldir. Þetta er því skothelt kombó fyrir útiveru á Íslandi þar sem veðrið getur verið óútreiknanlegt.“

Þessi farði er mjög náttúrulegur með fallegri áferð.
Þessi farði er mjög náttúrulegur með fallegri áferð.
Hyljarar gera kraftaverk.
Hyljarar gera kraftaverk.
All Nighter púðrið er fullkomið þegar við viljum vaka allan …
All Nighter púðrið er fullkomið þegar við viljum vaka allan sólarhringinn í björtum sumarnóttum.

Elín Hanna festir svo förðunina með All Nighter-púðrinu og skyggir með Threesome-skyggingarpallettu sem inniheldur sólarpúður, highlighter og kinnalit.

„Létt augnförðun er í tísku í sumar. Ég mæli með að leggja áherslu á góðan augnskuggagrunn og nota svo sólarpúður eða kinnalit sem augnskugga. Það tekur minna pláss í töskunni og gefur létta, ferska og ljómandi áferð á augun. Brow Blade, tvöfaldi augabrúnapenninn, er ein af vinsælustu vörunum í merkinu. Ég nota hann bæði til að skerpa augabrúnir, sem eyeliner til að ramma inn augun og til að teikna freknur í andlitið.“ Til að fullkomna augnförðunina notar hún svo maskaragrunn og vatnsheldan maskara. Með þessari tvennu haggast maskarinn ekki, jafnvel ekki í náttúrulaugunum eða í rigningu og roki.

Sólarpúður frá Urban Decay kemur í þremur litum.
Sólarpúður frá Urban Decay kemur í þremur litum.
Primer undir augnskugga gerir það að verkum að förðunin endist …
Primer undir augnskugga gerir það að verkum að förðunin endist lengur á.
Hi-Fi glossin frá Urban Decay eru fantagóð.
Hi-Fi glossin frá Urban Decay eru fantagóð.

„Léttur litur og glossaðar varir gera svo mikið fyrir förðunina, Hi-Fi-glossin gefa ekki bara gljáa heldur rakafylla varirnar og hafa kælandi áhrif á þær,“ segir Elín Hanna sem notar glossin stundum á kinnbeinin fyrir bjartari förðun.

Í blálokin endar Elín Hanna alla förðun á því að spreyja All Nighter setting-spreyinu yfir allt andlitið. „Spreyið gefur einstaka endingu með því að festa förðunina í allt að 16 tíma, það dregur úr olíumyndun og blandar förðunina fullkomlega.“

All Nighter úðinn kemur að góðum notum þegar förðun á …
All Nighter úðinn kemur að góðum notum þegar förðun á að endast lengur.
Jara Sól Guðjónsdóttir tekur sig vel út með sumarförðun frá …
Jara Sól Guðjónsdóttir tekur sig vel út með sumarförðun frá Urban Decay. mbl.is/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »