Edda kveður Eigin konur

Edda Falak
Edda Falak mbl.is/Hallur Már

Edda Falak byrjar með nýja hlaðvarpsþætti í mars og mun hún því hætta með hlaðvarpsþættina Eigin konur.

Edda greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Nýju þættirnir verða þeir sýndir á Heimildinni, sem er nýr sam­einaður fjöl­miðill Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans. Fyrsti þáttur kemur út í mánuðinum.

Í síðasta mánuði tilkynnti Edda að breytingar yrðu á Eigin konum, en síðasti þáttur kom út 15. des­em­ber 2022.

Þungt að halda ein á málaflokknum

„Síðasta ár hefur verið eitt mest krefjandi ár lífs míns. Eigin konur hafa verið alveg ótrúlega lærdómsríkt ferli og góðir tímar en það hefur líka verið mjög þungt að halda á þessum málaflokki ein,“ skrifar Edda á Instagram.

Edda stofnaði hlaðvarpið í mars árið 2021 með Fjólu Sig­urðardótt­ur. Fjóla steig til hliðar í september árið 2021.

View this post on Instagram

A post shared by Edda Falak (@eddafalak)

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál