Lifir þú í jafnvægi?

Þorbjörg Hafsteinsdóttir.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Þú getur komist að því hvort líf þitt er í jafnvægi eða ekki. Taktu prófið og þá sérðu í hvernig ástandi þú ert. Þorbjörg Hafsteinsdóttir talaði um jafnvægi í þættinum sínum, Leiðir til lífsorku, sem sýndir eru á MBL Sjónvarpi. Þættirnir eru byggðir á bókinni 9 leiðir til lífsorku. 

Svaraðu þessum níu spurningum:

1. Skortir þig einbeitingu og úthald?

2. Ertu oftar þreytt og löt en orkurík og vakandi?

3. Gefstu oft upp á markmiðum sem þú hefur sett þér?

4. Borðarðu alltaf brauð í morgunverð?

5. Sefurðu órólega og liggurðu og veltir hlutum fyrir

þér um nætur?

6. Áttu erfitt með samskipti við þína nánustu og skilurðu

ekki hvers vegna?

7. Ertu háð sætindum eins og sælgæti, gosi og brauði?

8. Viltu fá sterkan og vel þjálfaðan líkama en gerir ekkert í því?

9. Ertu of þung?

Svarirðu aðeins tveimur af þessum níu spurningum játandi ertu ekki í nógu góðu jafnvægi. Því fleiri spurningum sem þú svarar játandi, því meira er ójafnvægið. Settu þér það markmið að finna jafnvægið og kynnast þeirri líðan og leitaðu ráða með verkfærunum hér að neðan. Þegar þú hefur náð tökum á jafnvæginu geturðu leyft þér ójafnvægi inn á milli.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál