Chiagrautur Ebbu Guðnýjar

Chiafræ eru með því hollara sem þú getur látið ofan í þig. Ebba Guðný kennir okkur að útbúa einn guðdómlegan.

3 msk chiafræ

200 ml vatn (eða möndlumjólk)

þroskaður mangó í bitum (og/eða aðrir ávextir/(ber) sem ykkur finnst góðir) ... ég notaði íslensk jarðarber út á möndlu-chiagrautinn!

kanilduft eða vanilluduft ef vill

1.    Setjið chiafræin í skál

2.    Hellið vatninu/möndlumjólkinni út á og hrærið vel í um eina mínútu

3.    Hrærið af og til á meðan þið bíðið í um 10 mínútur á meðan chiafræin eru að drekka í sig vökvann og fræin verða að graut í vökvanum

4.    Setjið út á þroskaðan mangó (eða aðra ávexti sem þið elskið!)

Þið getið sett hvaða ávexti sem þið elskið út á og einnig megið þið nota möndlumjólk í staðinn fyrir vatnið. Sumir elska að setja smá pálmasykur, vanilludropa (hægt að fá lífræna) eða tvo dropa af fljótandi steviu. Mér finnst dásamlega bragðgott að setja kakónibbur, gojiber sem og aðra þurrkaða ávexti á móti kakónibbunum, hampfræ sem og bananabita. Einnig má mauka þetta allt saman og best þá með möndlumjólk.

Það er frábært að setja smá chiafræ (þurr) eða chiagraut út á hafra- eða quinoagrautinn ykkar. Einnig set ég oftast chia í sjeikana mína.

Chiafræin eru sannkallaður ofurmatur. Þau eru besta plöntuuppspretta omega-3-fitusýra sem vitað er um. Rík af andoxunarefnum, próteinum, en þau eru 20% prótein og innihalda allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar, rík af auðmeltum trefjum (mjög góð fyrir hægðirnar og eru sögð geta dregið úr bólgum í meltingarvegi) en góð fita, prótein og góðar trefjar tempra einnig blóðsykurinn okkar. Þau einnig draga í sig nífalda þyngd sína sem þýðir að þau stuðla að heilbrigðum vökvabúskap í líkamanum og eru því góð fyrir fólk sem æfir mikið sem og í miklum hita. Þau innihalda einnig gott magn af kalki, sinki og járni.

Börn mega fá chiafræ frá því þau eru 7-8 mánaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál