31 heillaskref í átt að betra lífi

Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti segir auðvelt að snúa við blaðinu og taka upp hollari lífshætti.

Mánuðurinn sem þú snýrð við blaðinu, eitt skref á dag.

1. Drekktu meira vatn, 8 stór glös af vatni daglega, byrjaðu í dag.

2. Fækkaðu kaffibollunum um einn.

3. Borðaðu tvær gulrætur og eina rauða papriku, til viðbótar við daglega grænmetisskammtinn.

4. Skrifaðu niður hvað þú borðar yfir daginn.

5. Skrifaðu á ný hvað þú borðaðir í dag.

6. Skoðaðu matarlistana frá því í gær og fyrradag. Settu rauðan hring utan um allt brauð, kökur, mat sem inniheldur sykur, sælgæti og gos. Festu blöðin á ísskápinn.

7. Skiptu út öllu brauði í morgunmatnum. Borðaðu í staðinn hreint skyr með ferskum eða frystum bláberjum, möndluspónum, smá hunangi og rjóma.

8. Skrifaðu niður hvernig þér líður, á skalanum 1-10: magi og melting, orka, svefn, liðir og skrokkur, höfuð og einbeiting. Stígðu á vigtina og skráðu líkamsþyngd.

9. Ef vinnustaðurinn er innan við 1,5 km frá heimili þínu skildu bílinn eftir heima og njóttu þess að ganga.

10. Útvegaðu þér betri skó sem henta til lengri gönguferða.

11. Fækkaðu kaffibollunum aftur um einn. Prófaðu að drekka þess í stað 1 bolla af grænu tei.

12. Borðaðu salat í hádeginu, með kjúklingi, eggjum eða fiskmat.

13. Kauptu þér fjölvítamín, til dæmis Eve frá NOW fyrir konur, Adam fyrir karla. Taktu jafnframt D3-vit, 2000 iu, þó þú takir lýsi.

14. Búðu til hollan orkubita í millimál; ósaltar hnetur, möndlur, kakónibbur og goji-ber. Blandaðu í skál og skiptu niður í 50-75g poka sem þú mátt borða daglega, einn poka á dag.

15. Skrifaðu niður hvernig þér líður á skalanum 1-10, eins og á 8. degi, finnurðu fyrir jákvæðri breytingu? Ef já, skrifaðu það á blað og festu á ísskápinn.

16. Borðaðu sætar kartöflur með kvöldmatnum í staðinn fyrir þær hefðbundnu.

17. Brostu til allra sem verða á vegi þínum í dag, líka til þeirra sem þú þekkir ekki.

18. Pantaðu prufutíma hjá einkaþjálfara í ræktinni eða prófaðu einn jógatóma, þú þarft að styrkja vöðvana núna.

19. Blandaðu þér próteinhristing í morgunmat. Uppskriftir er m.a. að finna í bókinni Matur sem yngir og eflir.

20. Vonda samviskan sem er að naga þig út af þessu máli sem þú átt að vera að búin/n að ganga frá? Gerðu það í dag.

21. Kláraðu kaffidæmið, bara 1 bolli á dag. Fáðu þér hins vegar einn bolla í viðbót af grænu tei.

22. Prófaðu, í staðinn fyrir ís í eftirrétt, að fá þér frosin villt bláber með 30g af 85% dökku súkkulaði í litlum bitum, vanilludufti og smá sætuefni og pínu rjóma eða möndlurjóma.

23. Skiptu út hefðbundna brauðinu í eftirmiðdaginn og fáðu þér 1 sneið af 100% heilkorna-, spelt-, rúg- eða byggbrauði. Borðaðu með reyktan silung, harðsoðin omega-egg og tómat, hummus eða cheddar-ost og grænmeti.

24. Gerðu eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni, utandyra. Göngutúr í Heiðmörk, sund, skautar eða hvað sem þér dettur í hug.

25. Byrjaðu að taka inn Magnesium Citrat á kvöldin, 400 mg dagskammtur.

26. Hvað er langt síðan þú heimsóttir mömmu, eða ömmu eða afa? Láttu verða af því í dag.

27. Skrifaðu niður allt það sem þú borðar yfir daginn. Settu hring með rauðum penna utan um allt brauð, sykurbættar kökur með hvítu hveiti, gos og sælgæti. Festu á ísskápinn.

28. Skrifaðu niður hvernig þér líður á skalanum 1-10, eins og þú gerðir á 15. degi. Skrifaðu það jákvæða á blað og settu það á ísskápinn hjá hinum miðunum.

29. Útvegaðu þér reiðhjól og notaðu öll tækifæri til að hjóla þegar veður leyfir.

30. Sýndu þér þakklæti fyrir góðan ásetning og ákvörðun um að sýna ábyrgð og taka málin í eigin hendur. Gerðu eitthvað nærandi, bara fyrir þig.

31. Bakaðu ómótstæðilegu lagkökuna á bls. 150 í bókinni Matur sem yngir og eflir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál