Gerðu upp og búðu til plan með Þorbjörgu

Þorbjörg Hafsteinsdóttir.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti veit hvernig við getum lifað heilsusamlegra lífi allan ársins hring. Síðdegis verður hún með svokallaðan Annál á Gló þar sem hún hjálpar fólki að ná betri stjórn á lífi sínu með betra mataræði. Þorbjörg segir mikilvægt að gleyma ekki að klappa sér á bakið og þakka.

Um hvað snýst áramótauppgjörið? „Að gefa sér tíma í kósý umhverfi og rólegheitum og fara yfir árið sem er að líða og þakka fyrir. Og svo á hinn bóginn bjóða nýtt ár velkomið og setja upp skýr markmið um breytingar, áform og áætlun fyrir líkaman og heilsuna og annað sem skiptir verulega máli eins og til dæmis tengslin,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir í samtali við Smartland Mörtu Maríu. 

Þegar hún er spurð að því fyrir hvern þetta námskeið sé segir hún að það sé fyrir alla sem vanti meira skipulag í líf sitt.

„Þetta er fyrir alla sem kjósa að fara inn í nýtt ár með tilhlökkun og yfirsýn og ekki með sokkinn dragandi á eftir sér.“

Hvað er fólk að gera rangt?

„Ég held að margir vita hvernig hægt er að gera betur; borða hollara, hætta að reykja, vera betri maki og herða sig í ábyrgð hvort sem það er vinna, ástin, tengslin eða á sjálfum sér. Áramót markar tíma þar sem tvennt er í boði; kveðja og bjóða nýtt velkomið. Þess vegna býð ég upp á að gera þetta almennilega og með vitund. Og ekki minnst þakka sér sjálfum fyrir allt það góða sem þú framkvæmdir og tókst þátt í að vel heppnaðist. Stundum gleymist að minnast þess en allt sem miður fór eða ekki tókst gefur sektarkennd og vonda samvisku og sem oft flýtur með yfir í nýja árið. Það er ekki góð orka í því. Annað mál er, að þegar við setjum ný markmið þá þá gerum við það ekki nógu skýrt og nákvæmlega. Á námskeiðinu ætlum við einmitt að gera það og setja okkur markmið eins og við meinum það! Það gefur yfirsýn og ró sem er ákaflega góð að taka með í veganesti á nýju ári. Líkaminn og mataræðið er auðvitað með á dagskránni. Öll áform og plön geta farið alveg út um þúfur ef það sem þú borðar er að bulla í heilanum, taugakerfinu og blóðsykrinum. Allir vilja meiri orku og fókus þannig að sykurinn blessaður verður að víkja. Sykurlaust ár 2016! Eða alla vega 80%. Hver vill vera með,“ segir Þorbjörg.

Námskeiðið fer fram í dag kl. 17.30 á Gló og stendur til 21.00.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál