Í líkama 70 ára manns

Brynjar Níelsson fór í heilsufarsmælingu í Hreyfingu sem var ekki alveg nógu hagstæð. Boditrax-tækið segir að heilsufarið sé eins og hjá 70 ára manni, en Brynjar er ekki nema 56 ára. 

„Boditrax er háþróuð tækni sem mæl­ir sam­setn­ingu lík­am­ans og er notað af mörg­um virt­um heilsu­stofn­un­um víða um heim. Með 30 sek­úndna prófi færðu niður­stöður um marga mis­mun­andi þætti sem gefa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um vöðvamassa, fitu, vatns­magn, grunn­brennslu og innri fitu. Tækið not­ar svo töl­fræði til að meta ástand þitt miðað við hæð, þyngd, ald­ur og gef­ur þér upp líf­fræðileg­an ald­ur,“ seg­ir Ágústa John­son, fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ing­ar. 

Brynjar þarf þó ekki að örvænta því með því að byrja að hreyfa sig og taka aðeins til í mataræði sínu getur heilmikið gerst. 

mbl.is