Æfðu samkvæmt persónuleika þínum

Skapandi fólk ætti að æfa utandyra.
Skapandi fólk ætti að æfa utandyra. mbl.is/Thinkstockphotos

Lykilinn af því að hreyfa sig reglulega er að finna hreyfingu sem hentar manni. Mismunandi hreyfing henta mismunandi persónuleikum og því er um að gera fara í smá sjálfskoðun áður en keypt er árskort í ræktina. 

Men's Health greinir frá rannsókn þar sem meira en 800 manns voru skoðaðir í hinum ýmsu atvinnugreinum með því markmiði að finna út hvernig vinnuveitendur gætu hvatt til þróunar í gegnum líkamsrækt. 

Þegar einstaklingur með ákveðin persónueinkenni stundar hreyfingu sem passar við persónuleika hans getur það bæði aukið árangur og gleði sem stafar af æfingunni. 

Perónuleikunum var skipt í fjóra flokka:

Félagslynd manneskja - er líklegri til þess að tolla í líkamsræktarsal. 

Hlutlaus manneskja - er líkleg til að þess að geta haldið sér við strangt æfingarprógramm. 

Tilfinningarík manneskja - fjölbreytileg hreyfing með litlu skipulagi. 

Skapandi manneskja - ætti að hreyfa sig utandyra með því að synda, hjóla eða hlaupa. 

Það mikilvægasta sem rannsakandinn tekur út úr rannsókninni er að það sama gildir ekki fyrir alla. Zúmba er ekki endilega fyrir þig þrátt fyrir að allir hinir séu í zúmba. 

Fjölbreytilegar æfingar henta tilfinningaverum.
Fjölbreytilegar æfingar henta tilfinningaverum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál