Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst alltaf svo gaman að kafa í söguna á bak við hlutina og það er nokkuð sérstakt að hlusta á Miranda Bond, eiganda og skapara INIKA-förðunarvörulínunnar segja sína sögu. Hún var sem ung kona greind með legslímuflakk og gerði ekki ráð fyrir að geta eignast börn. En þar sem legslímuflakk tengist hormónarugli í líkamanum, lagði hún sig fram um að læra allt sem hún gat um innikirtlakerfið og hvað það væri sem truflaði það mest. Hún komst að raun um að það voru meðal annars efni í húð- og förðunarvörum, svo og í mat sem ekki var af lífrænum uppruna,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

EIGNAÐIST DÓTTUR OG LÆKNAÐIST

Hún breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu.

Til að gera langa sögu stutta, fór hún eftir fæðingu dóttur sinnar að halda úti heimasíðu með upplýsingum um leiðir fyrir konur til að lifa náttúrulegra lífi og nota lífrænar og náttúrulegar vörur. Hún fékk í sífellu spurningar um hvaða húð- og förðunarvörur hún væri að nota – og hún sá að markaðurinn var að leita eftir lífrænum förðunarvörum. Hún ákvað að grípa þetta markaðstækifæri til að hanna eiturefnalausar og flottar förðunarvörur í smart pakkningum fyrir nútímakonuna.

INIKA LÍFRÆNT VOTTAÐAR FÖRÐUNARVÖRUR

INIKA er engin venjuleg förðunarlína, því í henni er að finna lífrænt vottaðar förðunarvörur. Lífrænt í slíkri framleiðslu þýðir að minnst 70%-95% af innihaldsefnunum er af lífrænum uppruna. Vörurnar eru líka vottaðar vegan, því í þeim eru engin innihaldsefni úr dýrafurðum – og þær eru að sjálfsögðu ekki prófaðar á dýrum. Að auki eru þær vottaðar af AFIC, sem þýðir að í þeim er ekkert alkóhól.

Maskari frá Inika.
Maskari frá Inika.

EFTIRFARANDI SKAÐLEG EFNI ER EKKI AÐ FINNA Í INIKA:

Jarðolíuefni, gerviefni eða steinefnaolíur. Innihaldsefni úr dýraafurðum. Talkúm eða bismuth oxychloride (býr til glans). Paraben (Butylparaben, Ethylparaben, Methylparaben, Isobutylparaben, Probylparaben). Hættuleg fylliefni. Erfðabreytt innihaldsefni. Ilmefni eða litunarefni, sem ekki eru af lífrænum uppruna eða eru gerviefni. Rotvarnarefni sem framleidd eru úr ólífrænum efnum. Þykkingarefni byggð á EDTA eða söltum úr því. Fitusambönd úr jarðolíuefnum. Suphonationa, Ethocylation eða Propoxylation. Alkýlsúlföt (Sodium lauryl sulphate, sodium coco sulphate, ammonium lauryl sulphate). Alkýletersúlföt (Sodium laureth sulphate, ammonium laureth sulphate). Polyethylene glycol (PEG eða PEGS). Plysorbates (Polysorbate 20). Ethanolamides (cocamide DEA, cocamide MEA). Mögulega skaðleg rotvarnarefni eins og paraben og sodium benzoate. GLÚTEN eða LAKTÓSA.

FJÖLBREYTT OG LÍFRÆNT LITAVAL

INIKA-húðvörulínan er ótrúlega breið og höfðar til allra húðlita, húðgerða og kvenna sem eru með rósroða eða önnur húðvandamál. Í henni er að finna fjölbreytt litaval BB krema og meiks, tvær gerðir af púðri auk sólarpúðurs, augnskugga í ótal litum, augnblýanta, varaliti og gloss.

Til að toppa þetta allt er svo flott burstalína. Hárin í burstunum eru úr gerviefnum, til að standast vegan viðmið. Burstarnir eru líka sérlega flott mótaðir til að fá sem flottasta áferð, eins og til dæmis þegar BB kremið er borið á andlitið. Ég hef ekki áður kynnst slíkum burstum og elska að nota þá – auk þess sem auðvelt er að þrífa þá og hárin hrynja ekki úr þeim.

INIKA Í 16 LÖNDUM MEÐ 35 SNYRITVÖRURVIÐURKENNINGAR

INIKA er ástralskt fyrirtæki, en vörur þess fást nú í 16 löndum, þar á meðal á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að prófa INIKA-förðunarlínuna finnurðu hana í Lyfjum og heilsu Kringlunni og Glerártorgi, Hagkaup, Skeifunni og Glerártorgi, Lyfju Lágmúla, Laugavegi og Smáratorgi og Íslands Apótekum.

Þessi frábæra förðunarlína hefur hlotið þrjátíu og fimm verðlaun innan snyrtivöruiðnaðarins, sem telst ótrúlega góður árangur. Lífrænu förðunarvörurnar frá INIKA sýna að það er hægt að farða sig flott með vörum sem ekki skaða húðina eða líkama okkar og innihalda ekki efni sem geta leitt til hormónavandamála eða jafnvel krabbameina.

Ef þig langar til að hlusta á Miranda Bond segja sögu sína þá skaltu horfa á myndskeiðið hér fyrir neðan: 

mbl.is

Felur þreytuna með rétta trixinu

12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í gær „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í gær Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »