Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst alltaf svo gaman að kafa í söguna á bak við hlutina og það er nokkuð sérstakt að hlusta á Miranda Bond, eiganda og skapara INIKA-förðunarvörulínunnar segja sína sögu. Hún var sem ung kona greind með legslímuflakk og gerði ekki ráð fyrir að geta eignast börn. En þar sem legslímuflakk tengist hormónarugli í líkamanum, lagði hún sig fram um að læra allt sem hún gat um innikirtlakerfið og hvað það væri sem truflaði það mest. Hún komst að raun um að það voru meðal annars efni í húð- og förðunarvörum, svo og í mat sem ekki var af lífrænum uppruna,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

EIGNAÐIST DÓTTUR OG LÆKNAÐIST

Hún breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu.

Til að gera langa sögu stutta, fór hún eftir fæðingu dóttur sinnar að halda úti heimasíðu með upplýsingum um leiðir fyrir konur til að lifa náttúrulegra lífi og nota lífrænar og náttúrulegar vörur. Hún fékk í sífellu spurningar um hvaða húð- og förðunarvörur hún væri að nota – og hún sá að markaðurinn var að leita eftir lífrænum förðunarvörum. Hún ákvað að grípa þetta markaðstækifæri til að hanna eiturefnalausar og flottar förðunarvörur í smart pakkningum fyrir nútímakonuna.

INIKA LÍFRÆNT VOTTAÐAR FÖRÐUNARVÖRUR

INIKA er engin venjuleg förðunarlína, því í henni er að finna lífrænt vottaðar förðunarvörur. Lífrænt í slíkri framleiðslu þýðir að minnst 70%-95% af innihaldsefnunum er af lífrænum uppruna. Vörurnar eru líka vottaðar vegan, því í þeim eru engin innihaldsefni úr dýrafurðum – og þær eru að sjálfsögðu ekki prófaðar á dýrum. Að auki eru þær vottaðar af AFIC, sem þýðir að í þeim er ekkert alkóhól.

Maskari frá Inika.
Maskari frá Inika.

EFTIRFARANDI SKAÐLEG EFNI ER EKKI AÐ FINNA Í INIKA:

Jarðolíuefni, gerviefni eða steinefnaolíur. Innihaldsefni úr dýraafurðum. Talkúm eða bismuth oxychloride (býr til glans). Paraben (Butylparaben, Ethylparaben, Methylparaben, Isobutylparaben, Probylparaben). Hættuleg fylliefni. Erfðabreytt innihaldsefni. Ilmefni eða litunarefni, sem ekki eru af lífrænum uppruna eða eru gerviefni. Rotvarnarefni sem framleidd eru úr ólífrænum efnum. Þykkingarefni byggð á EDTA eða söltum úr því. Fitusambönd úr jarðolíuefnum. Suphonationa, Ethocylation eða Propoxylation. Alkýlsúlföt (Sodium lauryl sulphate, sodium coco sulphate, ammonium lauryl sulphate). Alkýletersúlföt (Sodium laureth sulphate, ammonium laureth sulphate). Polyethylene glycol (PEG eða PEGS). Plysorbates (Polysorbate 20). Ethanolamides (cocamide DEA, cocamide MEA). Mögulega skaðleg rotvarnarefni eins og paraben og sodium benzoate. GLÚTEN eða LAKTÓSA.

FJÖLBREYTT OG LÍFRÆNT LITAVAL

INIKA-húðvörulínan er ótrúlega breið og höfðar til allra húðlita, húðgerða og kvenna sem eru með rósroða eða önnur húðvandamál. Í henni er að finna fjölbreytt litaval BB krema og meiks, tvær gerðir af púðri auk sólarpúðurs, augnskugga í ótal litum, augnblýanta, varaliti og gloss.

Til að toppa þetta allt er svo flott burstalína. Hárin í burstunum eru úr gerviefnum, til að standast vegan viðmið. Burstarnir eru líka sérlega flott mótaðir til að fá sem flottasta áferð, eins og til dæmis þegar BB kremið er borið á andlitið. Ég hef ekki áður kynnst slíkum burstum og elska að nota þá – auk þess sem auðvelt er að þrífa þá og hárin hrynja ekki úr þeim.

INIKA Í 16 LÖNDUM MEÐ 35 SNYRITVÖRURVIÐURKENNINGAR

INIKA er ástralskt fyrirtæki, en vörur þess fást nú í 16 löndum, þar á meðal á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að prófa INIKA-förðunarlínuna finnurðu hana í Lyfjum og heilsu Kringlunni og Glerártorgi, Hagkaup, Skeifunni og Glerártorgi, Lyfju Lágmúla, Laugavegi og Smáratorgi og Íslands Apótekum.

Þessi frábæra förðunarlína hefur hlotið þrjátíu og fimm verðlaun innan snyrtivöruiðnaðarins, sem telst ótrúlega góður árangur. Lífrænu förðunarvörurnar frá INIKA sýna að það er hægt að farða sig flott með vörum sem ekki skaða húðina eða líkama okkar og innihalda ekki efni sem geta leitt til hormónavandamála eða jafnvel krabbameina.

Ef þig langar til að hlusta á Miranda Bond segja sögu sína þá skaltu horfa á myndskeiðið hér fyrir neðan: 

mbl.is

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

Í gær, 23:28 Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

Í gær, 19:19 Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

Í gær, 16:15 Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í gær Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í gær „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í gær Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

í fyrradag Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

í fyrradag Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

í fyrradag Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »