Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst alltaf svo gaman að kafa í söguna á bak við hlutina og það er nokkuð sérstakt að hlusta á Miranda Bond, eiganda og skapara INIKA-förðunarvörulínunnar segja sína sögu. Hún var sem ung kona greind með legslímuflakk og gerði ekki ráð fyrir að geta eignast börn. En þar sem legslímuflakk tengist hormónarugli í líkamanum, lagði hún sig fram um að læra allt sem hún gat um innikirtlakerfið og hvað það væri sem truflaði það mest. Hún komst að raun um að það voru meðal annars efni í húð- og förðunarvörum, svo og í mat sem ekki var af lífrænum uppruna,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

EIGNAÐIST DÓTTUR OG LÆKNAÐIST

Hún breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu.

Til að gera langa sögu stutta, fór hún eftir fæðingu dóttur sinnar að halda úti heimasíðu með upplýsingum um leiðir fyrir konur til að lifa náttúrulegra lífi og nota lífrænar og náttúrulegar vörur. Hún fékk í sífellu spurningar um hvaða húð- og förðunarvörur hún væri að nota – og hún sá að markaðurinn var að leita eftir lífrænum förðunarvörum. Hún ákvað að grípa þetta markaðstækifæri til að hanna eiturefnalausar og flottar förðunarvörur í smart pakkningum fyrir nútímakonuna.

INIKA LÍFRÆNT VOTTAÐAR FÖRÐUNARVÖRUR

INIKA er engin venjuleg förðunarlína, því í henni er að finna lífrænt vottaðar förðunarvörur. Lífrænt í slíkri framleiðslu þýðir að minnst 70%-95% af innihaldsefnunum er af lífrænum uppruna. Vörurnar eru líka vottaðar vegan, því í þeim eru engin innihaldsefni úr dýrafurðum – og þær eru að sjálfsögðu ekki prófaðar á dýrum. Að auki eru þær vottaðar af AFIC, sem þýðir að í þeim er ekkert alkóhól.

Maskari frá Inika.
Maskari frá Inika.

EFTIRFARANDI SKAÐLEG EFNI ER EKKI AÐ FINNA Í INIKA:

Jarðolíuefni, gerviefni eða steinefnaolíur. Innihaldsefni úr dýraafurðum. Talkúm eða bismuth oxychloride (býr til glans). Paraben (Butylparaben, Ethylparaben, Methylparaben, Isobutylparaben, Probylparaben). Hættuleg fylliefni. Erfðabreytt innihaldsefni. Ilmefni eða litunarefni, sem ekki eru af lífrænum uppruna eða eru gerviefni. Rotvarnarefni sem framleidd eru úr ólífrænum efnum. Þykkingarefni byggð á EDTA eða söltum úr því. Fitusambönd úr jarðolíuefnum. Suphonationa, Ethocylation eða Propoxylation. Alkýlsúlföt (Sodium lauryl sulphate, sodium coco sulphate, ammonium lauryl sulphate). Alkýletersúlföt (Sodium laureth sulphate, ammonium laureth sulphate). Polyethylene glycol (PEG eða PEGS). Plysorbates (Polysorbate 20). Ethanolamides (cocamide DEA, cocamide MEA). Mögulega skaðleg rotvarnarefni eins og paraben og sodium benzoate. GLÚTEN eða LAKTÓSA.

FJÖLBREYTT OG LÍFRÆNT LITAVAL

INIKA-húðvörulínan er ótrúlega breið og höfðar til allra húðlita, húðgerða og kvenna sem eru með rósroða eða önnur húðvandamál. Í henni er að finna fjölbreytt litaval BB krema og meiks, tvær gerðir af púðri auk sólarpúðurs, augnskugga í ótal litum, augnblýanta, varaliti og gloss.

Til að toppa þetta allt er svo flott burstalína. Hárin í burstunum eru úr gerviefnum, til að standast vegan viðmið. Burstarnir eru líka sérlega flott mótaðir til að fá sem flottasta áferð, eins og til dæmis þegar BB kremið er borið á andlitið. Ég hef ekki áður kynnst slíkum burstum og elska að nota þá – auk þess sem auðvelt er að þrífa þá og hárin hrynja ekki úr þeim.

INIKA Í 16 LÖNDUM MEÐ 35 SNYRITVÖRURVIÐURKENNINGAR

INIKA er ástralskt fyrirtæki, en vörur þess fást nú í 16 löndum, þar á meðal á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að prófa INIKA-förðunarlínuna finnurðu hana í Lyfjum og heilsu Kringlunni og Glerártorgi, Hagkaup, Skeifunni og Glerártorgi, Lyfju Lágmúla, Laugavegi og Smáratorgi og Íslands Apótekum.

Þessi frábæra förðunarlína hefur hlotið þrjátíu og fimm verðlaun innan snyrtivöruiðnaðarins, sem telst ótrúlega góður árangur. Lífrænu förðunarvörurnar frá INIKA sýna að það er hægt að farða sig flott með vörum sem ekki skaða húðina eða líkama okkar og innihalda ekki efni sem geta leitt til hormónavandamála eða jafnvel krabbameina.

Ef þig langar til að hlusta á Miranda Bond segja sögu sína þá skaltu horfa á myndskeiðið hér fyrir neðan: 

mbl.is

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í gær Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í gær Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í gær „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »