Lóló hefur aldrei verið í betra formi

Lóló er á leið til Alicante með hóp á vegum ...
Lóló er á leið til Alicante með hóp á vegum Úrvals Útsýnar.

Matthildur R. Guðmundsdóttir eða Lóló eins og hún er kölluð er leikfimisdrottning Íslands. Hún verður 70 ára á næsta ári og ekki með það á planinu að minnka við sig vinnu eða neitt slíkt. Hún hefur kennt landsmönnum sund og leikfimi í áraraðir. Hún byrjaði feril sinn sem flugfreyja og á tímabili rak hún líka verslunina Plaza. Í dag starfar hún sem einkaþjálfari og reglulega fer hún með fólk í heilsuferðir. Nú er ein slík á döfinni en í apríl mun Lóló fara með hóp á 5 stjörnu hótelið Asia Garden sem er á Alicante á Spáni á vegum Úrvals Útsýnar. Lóló segir að þessi staður sé magnaður. 

„Þetta er dásamlegt 5 stjörnu hótel með taílensku yfirbragði en það stendur í fjöllunum fyrir ofan Costa Blanca. Við hótelið er stór garður sem býður upp á aðstöðu fyrir alls kyns hreyfingu, slökun og teygjur. Í garðinum eru upphitaðar sundlaugar sem er ekki algengt á Spáni,“ segir Lóló. 

Aðspurð að því hverjir sæki í að koma með henni í heilsuferð til Spánar segir hún að það sé fólk sem þrái að komast úr rútínu hversdagsins.

„Á þessum stað líður fólk um í sæluvímu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu hóteli í orðum, það þarf að upplifa það. Dagarnir í ferðinni bjóða upp á mjög margt. Ég er með Pilates tíma í garðinum á morgnana, teygjur og slökun. Gönguferðir, hjólaferðir, golf fyrir þá sem þess óska, að ógleymdum yndisstundum í sundlauginni þar sem ég lagfæri sundstíl hjá þeim sem það vilja, kenni flotæfingar og fleira í heitu vatninu. Að sjálfsögðu eru svo skemmtilegar samverustundir og góðs matar og drykkja notið. Allir hafa val um hvað þeir nýta sér af því sem í boði er. Engin skyldumæting,“ segir hún. 

Lóló fór í fyrsta skipti með hóp á Asia Garden síðasta haust og heillaðist upp úr skónum. Í ár eru planaðar tvær ferðir, ein 22. apríl og önnur 19. október. Lóló segist fá mjög mikið út úr því að ná árangri með fólki. Þegar ég spyr Lóló að því hver sé lykillinn að því að vera alltaf í toppformi segir hún að það sé ástand sem er eftirsóknarvert.

„Toppform er það ástand að vera líkamlega og ekki síður andlega vel á sig kominn. Til að komast í, og halda sér í toppformi þarf að vera jafnvægi í hreyfingu, mataræði og svefni. Þessi þrenning þarf að haldast í hendur. Við náum aldrei varanlegum árangri með því að taka tímabundin átök í hinu og þessu og hætta svo, af því að við vorum svo dugleg. Við þurfum allt árið um kring að æfa mátulega, borða góða næringu fyrir líkama og sál og sofa vel. Svefninn er oft vanvirtur,“ segir Lóló. 

Þegar ég spyr Lóló hvernig hún æfi sjálf segist hún kenna Pilates tíma í World Class í Laugum og það æfingakerfi henti henni vel. 

„Ég nota líka tækin til styrkingar. Svo geng ég mikið úti. Ég æfi alla virka daga misjafnlega lengi, það fer eftir dagsformi,“ segir hún. 

En hvað um mataræði þitt, hvernig er það?

„Mataræði mitt er gott. Ég lærði snemma sem keppnismanneskja í sundi hvað þurfti til að fá réttu orkuna og vellíðanina, og ég hef aldrei séð ástæðu til að breyta því. Ég er ekki á ströngu mataræði. Ég borða allt sem mig langar í. Er reyndar algjör gourmet manneskja í mat en ég borða ekki skyndibitamat.“

Lóló segir að það virki ekki að taka skorpur í ...
Lóló segir að það virki ekki að taka skorpur í ræktinni heldur þurfi fólk að hreyfa sig stöðugt. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hvernig slakar þú á í amstri dagsins?

„Ég er svo heppin að á hafa Laugardalslaugina við höndina í vinnunni, og sjópotturinn þar er frábær næring fyrir líkama og sál. Þangað fer ég daglega með viðkomu í Baðstofu Lauga með sínum dásamlegu gufuböðum og síðan góður kaffi á Joe and the Juice eftirá.“

Lóló verður sjötug á næsta ári er og er ekkert á leiðinni að setjast í helgan stein.

„Vinnan mín er mitt áhugamál. Það að fá að miðla visku og reynslu til fólks sem vill ná árangri á líkama og sál eru forréttindi.“

Hvernig lífi lifir þú?

„Ég lifi góðu lífi. Á tvo yndislega syni, Orra og Sindra, sem ég er mjög stolt af, tengdadætur og 4 ömmugull. Ég á yndislegan þéttan vinahóp, Jagerana, og fullt af góðu fólki í kringum mig. Það besta í lífinu er að eiga gott fólk til að vera í stuði með.“

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

„Ég elska að fá að sækja ömmugullin á leikskólann og fara með þau í sund eða nostra við þau í einhverju öðru. Ég elska líka að borða góðan mat með fjölskyldunni eða vinum og ekki skemmir gott rauðvín með.“

Lóló nýtur þess að drekka gott kaffi, fara í sund ...
Lóló nýtur þess að drekka gott kaffi, fara í sund og eiga tíma með barnabörnunum sínum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

Í gær, 23:59 Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

Í gær, 21:00 Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

Í gær, 18:00 Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

Í gær, 15:00 Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

Í gær, 12:00 Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

Í gær, 09:00 Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

Í gær, 06:00 „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »

Goddur lét sig ekki vanta

í fyrradag Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.   Meira »

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu

í fyrradag Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.   Meira »

10 heitustu leikmennirnir á HM

í fyrradag Þetta eru heitustu leikmennirnir á heimsmeistarmótinu í fótbolta 2018.   Meira »

Sumarveisla í boði McCartney í Mílanó

í fyrradag Stella McCartney hélt fallega garðveislu í Mílanó til að sýna sumarlínu tískuhússins fyrir árið 2019.  Meira »

Elstu systkinin gáfuðust

í fyrradag Yngsta systkinið er kannski það frekasta en það elsta er gáfaðasta. Ástæðan er ekki sú að öll góðu genin klárist í byrjun heldur er frekar foreldrunum um að kenna. Meira »

Litríkt eldhús við Túngötu

í fyrradag Við Túngötu í Reykjavík stendur fallegt parhús með afar hressu eldhúsi. Flísarnar á milli skápanna eru litríkar og keyra upp stemninguna. Meira »

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

í fyrradag Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

í fyrradag Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

18.6. Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

18.6. „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

18.6. Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

18.6. Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

18.6. Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

18.6. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »