Lóló hefur aldrei verið í betra formi

Lóló er á leið til Alicante með hóp á vegum ...
Lóló er á leið til Alicante með hóp á vegum Úrvals Útsýnar.

Matthildur R. Guðmundsdóttir eða Lóló eins og hún er kölluð er leikfimisdrottning Íslands. Hún verður 70 ára á næsta ári og ekki með það á planinu að minnka við sig vinnu eða neitt slíkt. Hún hefur kennt landsmönnum sund og leikfimi í áraraðir. Hún byrjaði feril sinn sem flugfreyja og á tímabili rak hún líka verslunina Plaza. Í dag starfar hún sem einkaþjálfari og reglulega fer hún með fólk í heilsuferðir. Nú er ein slík á döfinni en í apríl mun Lóló fara með hóp á 5 stjörnu hótelið Asia Garden sem er á Alicante á Spáni á vegum Úrvals Útsýnar. Lóló segir að þessi staður sé magnaður. 

„Þetta er dásamlegt 5 stjörnu hótel með taílensku yfirbragði en það stendur í fjöllunum fyrir ofan Costa Blanca. Við hótelið er stór garður sem býður upp á aðstöðu fyrir alls kyns hreyfingu, slökun og teygjur. Í garðinum eru upphitaðar sundlaugar sem er ekki algengt á Spáni,“ segir Lóló. 

Aðspurð að því hverjir sæki í að koma með henni í heilsuferð til Spánar segir hún að það sé fólk sem þrái að komast úr rútínu hversdagsins.

„Á þessum stað líður fólk um í sæluvímu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu hóteli í orðum, það þarf að upplifa það. Dagarnir í ferðinni bjóða upp á mjög margt. Ég er með Pilates tíma í garðinum á morgnana, teygjur og slökun. Gönguferðir, hjólaferðir, golf fyrir þá sem þess óska, að ógleymdum yndisstundum í sundlauginni þar sem ég lagfæri sundstíl hjá þeim sem það vilja, kenni flotæfingar og fleira í heitu vatninu. Að sjálfsögðu eru svo skemmtilegar samverustundir og góðs matar og drykkja notið. Allir hafa val um hvað þeir nýta sér af því sem í boði er. Engin skyldumæting,“ segir hún. 

Lóló fór í fyrsta skipti með hóp á Asia Garden síðasta haust og heillaðist upp úr skónum. Í ár eru planaðar tvær ferðir, ein 22. apríl og önnur 19. október. Lóló segist fá mjög mikið út úr því að ná árangri með fólki. Þegar ég spyr Lóló að því hver sé lykillinn að því að vera alltaf í toppformi segir hún að það sé ástand sem er eftirsóknarvert.

„Toppform er það ástand að vera líkamlega og ekki síður andlega vel á sig kominn. Til að komast í, og halda sér í toppformi þarf að vera jafnvægi í hreyfingu, mataræði og svefni. Þessi þrenning þarf að haldast í hendur. Við náum aldrei varanlegum árangri með því að taka tímabundin átök í hinu og þessu og hætta svo, af því að við vorum svo dugleg. Við þurfum allt árið um kring að æfa mátulega, borða góða næringu fyrir líkama og sál og sofa vel. Svefninn er oft vanvirtur,“ segir Lóló. 

Þegar ég spyr Lóló hvernig hún æfi sjálf segist hún kenna Pilates tíma í World Class í Laugum og það æfingakerfi henti henni vel. 

„Ég nota líka tækin til styrkingar. Svo geng ég mikið úti. Ég æfi alla virka daga misjafnlega lengi, það fer eftir dagsformi,“ segir hún. 

En hvað um mataræði þitt, hvernig er það?

„Mataræði mitt er gott. Ég lærði snemma sem keppnismanneskja í sundi hvað þurfti til að fá réttu orkuna og vellíðanina, og ég hef aldrei séð ástæðu til að breyta því. Ég er ekki á ströngu mataræði. Ég borða allt sem mig langar í. Er reyndar algjör gourmet manneskja í mat en ég borða ekki skyndibitamat.“

Lóló segir að það virki ekki að taka skorpur í ...
Lóló segir að það virki ekki að taka skorpur í ræktinni heldur þurfi fólk að hreyfa sig stöðugt. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hvernig slakar þú á í amstri dagsins?

„Ég er svo heppin að á hafa Laugardalslaugina við höndina í vinnunni, og sjópotturinn þar er frábær næring fyrir líkama og sál. Þangað fer ég daglega með viðkomu í Baðstofu Lauga með sínum dásamlegu gufuböðum og síðan góður kaffi á Joe and the Juice eftirá.“

Lóló verður sjötug á næsta ári er og er ekkert á leiðinni að setjast í helgan stein.

„Vinnan mín er mitt áhugamál. Það að fá að miðla visku og reynslu til fólks sem vill ná árangri á líkama og sál eru forréttindi.“

Hvernig lífi lifir þú?

„Ég lifi góðu lífi. Á tvo yndislega syni, Orra og Sindra, sem ég er mjög stolt af, tengdadætur og 4 ömmugull. Ég á yndislegan þéttan vinahóp, Jagerana, og fullt af góðu fólki í kringum mig. Það besta í lífinu er að eiga gott fólk til að vera í stuði með.“

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

„Ég elska að fá að sækja ömmugullin á leikskólann og fara með þau í sund eða nostra við þau í einhverju öðru. Ég elska líka að borða góðan mat með fjölskyldunni eða vinum og ekki skemmir gott rauðvín með.“

Lóló nýtur þess að drekka gott kaffi, fara í sund ...
Lóló nýtur þess að drekka gott kaffi, fara í sund og eiga tíma með barnabörnunum sínum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is

„Komdu út úr myrkrinu“

09:01 Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

06:00 „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

Í gær, 23:59 Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

Í gær, 21:00 „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

í gær Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

í gær Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

í gær Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

HönnunarMars í Epal

í gær Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

í gær „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

í gær Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

í fyrradag Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

í fyrradag Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

18.3. Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

18.3. Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

18.3. Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

17.3. Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

18.3. Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

18.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

17.3. Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

17.3. Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »