Lóló hefur aldrei verið í betra formi

Lóló er á leið til Alicante með hóp á vegum ...
Lóló er á leið til Alicante með hóp á vegum Úrvals Útsýnar.

Matthildur R. Guðmundsdóttir eða Lóló eins og hún er kölluð er leikfimisdrottning Íslands. Hún verður 70 ára á næsta ári og ekki með það á planinu að minnka við sig vinnu eða neitt slíkt. Hún hefur kennt landsmönnum sund og leikfimi í áraraðir. Hún byrjaði feril sinn sem flugfreyja og á tímabili rak hún líka verslunina Plaza. Í dag starfar hún sem einkaþjálfari og reglulega fer hún með fólk í heilsuferðir. Nú er ein slík á döfinni en í apríl mun Lóló fara með hóp á 5 stjörnu hótelið Asia Garden sem er á Alicante á Spáni á vegum Úrvals Útsýnar. Lóló segir að þessi staður sé magnaður. 

„Þetta er dásamlegt 5 stjörnu hótel með taílensku yfirbragði en það stendur í fjöllunum fyrir ofan Costa Blanca. Við hótelið er stór garður sem býður upp á aðstöðu fyrir alls kyns hreyfingu, slökun og teygjur. Í garðinum eru upphitaðar sundlaugar sem er ekki algengt á Spáni,“ segir Lóló. 

Aðspurð að því hverjir sæki í að koma með henni í heilsuferð til Spánar segir hún að það sé fólk sem þrái að komast úr rútínu hversdagsins.

„Á þessum stað líður fólk um í sæluvímu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu hóteli í orðum, það þarf að upplifa það. Dagarnir í ferðinni bjóða upp á mjög margt. Ég er með Pilates tíma í garðinum á morgnana, teygjur og slökun. Gönguferðir, hjólaferðir, golf fyrir þá sem þess óska, að ógleymdum yndisstundum í sundlauginni þar sem ég lagfæri sundstíl hjá þeim sem það vilja, kenni flotæfingar og fleira í heitu vatninu. Að sjálfsögðu eru svo skemmtilegar samverustundir og góðs matar og drykkja notið. Allir hafa val um hvað þeir nýta sér af því sem í boði er. Engin skyldumæting,“ segir hún. 

Lóló fór í fyrsta skipti með hóp á Asia Garden síðasta haust og heillaðist upp úr skónum. Í ár eru planaðar tvær ferðir, ein 22. apríl og önnur 19. október. Lóló segist fá mjög mikið út úr því að ná árangri með fólki. Þegar ég spyr Lóló að því hver sé lykillinn að því að vera alltaf í toppformi segir hún að það sé ástand sem er eftirsóknarvert.

„Toppform er það ástand að vera líkamlega og ekki síður andlega vel á sig kominn. Til að komast í, og halda sér í toppformi þarf að vera jafnvægi í hreyfingu, mataræði og svefni. Þessi þrenning þarf að haldast í hendur. Við náum aldrei varanlegum árangri með því að taka tímabundin átök í hinu og þessu og hætta svo, af því að við vorum svo dugleg. Við þurfum allt árið um kring að æfa mátulega, borða góða næringu fyrir líkama og sál og sofa vel. Svefninn er oft vanvirtur,“ segir Lóló. 

Þegar ég spyr Lóló hvernig hún æfi sjálf segist hún kenna Pilates tíma í World Class í Laugum og það æfingakerfi henti henni vel. 

„Ég nota líka tækin til styrkingar. Svo geng ég mikið úti. Ég æfi alla virka daga misjafnlega lengi, það fer eftir dagsformi,“ segir hún. 

En hvað um mataræði þitt, hvernig er það?

„Mataræði mitt er gott. Ég lærði snemma sem keppnismanneskja í sundi hvað þurfti til að fá réttu orkuna og vellíðanina, og ég hef aldrei séð ástæðu til að breyta því. Ég er ekki á ströngu mataræði. Ég borða allt sem mig langar í. Er reyndar algjör gourmet manneskja í mat en ég borða ekki skyndibitamat.“

Lóló segir að það virki ekki að taka skorpur í ...
Lóló segir að það virki ekki að taka skorpur í ræktinni heldur þurfi fólk að hreyfa sig stöðugt. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hvernig slakar þú á í amstri dagsins?

„Ég er svo heppin að á hafa Laugardalslaugina við höndina í vinnunni, og sjópotturinn þar er frábær næring fyrir líkama og sál. Þangað fer ég daglega með viðkomu í Baðstofu Lauga með sínum dásamlegu gufuböðum og síðan góður kaffi á Joe and the Juice eftirá.“

Lóló verður sjötug á næsta ári er og er ekkert á leiðinni að setjast í helgan stein.

„Vinnan mín er mitt áhugamál. Það að fá að miðla visku og reynslu til fólks sem vill ná árangri á líkama og sál eru forréttindi.“

Hvernig lífi lifir þú?

„Ég lifi góðu lífi. Á tvo yndislega syni, Orra og Sindra, sem ég er mjög stolt af, tengdadætur og 4 ömmugull. Ég á yndislegan þéttan vinahóp, Jagerana, og fullt af góðu fólki í kringum mig. Það besta í lífinu er að eiga gott fólk til að vera í stuði með.“

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

„Ég elska að fá að sækja ömmugullin á leikskólann og fara með þau í sund eða nostra við þau í einhverju öðru. Ég elska líka að borða góðan mat með fjölskyldunni eða vinum og ekki skemmir gott rauðvín með.“

Lóló nýtur þess að drekka gott kaffi, fara í sund ...
Lóló nýtur þess að drekka gott kaffi, fara í sund og eiga tíma með barnabörnunum sínum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Í gær, 22:43 Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

Í gær, 19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

Í gær, 16:30 „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

Í gær, 13:30 Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í gær Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í gær Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

í fyrradag „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

í fyrradag Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

í fyrradag Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »