Lóló hefur aldrei verið í betra formi

Lóló er á leið til Alicante með hóp á vegum ...
Lóló er á leið til Alicante með hóp á vegum Úrvals Útsýnar.

Matthildur R. Guðmundsdóttir eða Lóló eins og hún er kölluð er leikfimisdrottning Íslands. Hún verður 70 ára á næsta ári og ekki með það á planinu að minnka við sig vinnu eða neitt slíkt. Hún hefur kennt landsmönnum sund og leikfimi í áraraðir. Hún byrjaði feril sinn sem flugfreyja og á tímabili rak hún líka verslunina Plaza. Í dag starfar hún sem einkaþjálfari og reglulega fer hún með fólk í heilsuferðir. Nú er ein slík á döfinni en í apríl mun Lóló fara með hóp á 5 stjörnu hótelið Asia Garden sem er á Alicante á Spáni á vegum Úrvals Útsýnar. Lóló segir að þessi staður sé magnaður. 

„Þetta er dásamlegt 5 stjörnu hótel með taílensku yfirbragði en það stendur í fjöllunum fyrir ofan Costa Blanca. Við hótelið er stór garður sem býður upp á aðstöðu fyrir alls kyns hreyfingu, slökun og teygjur. Í garðinum eru upphitaðar sundlaugar sem er ekki algengt á Spáni,“ segir Lóló. 

Aðspurð að því hverjir sæki í að koma með henni í heilsuferð til Spánar segir hún að það sé fólk sem þrái að komast úr rútínu hversdagsins.

„Á þessum stað líður fólk um í sæluvímu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu hóteli í orðum, það þarf að upplifa það. Dagarnir í ferðinni bjóða upp á mjög margt. Ég er með Pilates tíma í garðinum á morgnana, teygjur og slökun. Gönguferðir, hjólaferðir, golf fyrir þá sem þess óska, að ógleymdum yndisstundum í sundlauginni þar sem ég lagfæri sundstíl hjá þeim sem það vilja, kenni flotæfingar og fleira í heitu vatninu. Að sjálfsögðu eru svo skemmtilegar samverustundir og góðs matar og drykkja notið. Allir hafa val um hvað þeir nýta sér af því sem í boði er. Engin skyldumæting,“ segir hún. 

Lóló fór í fyrsta skipti með hóp á Asia Garden síðasta haust og heillaðist upp úr skónum. Í ár eru planaðar tvær ferðir, ein 22. apríl og önnur 19. október. Lóló segist fá mjög mikið út úr því að ná árangri með fólki. Þegar ég spyr Lóló að því hver sé lykillinn að því að vera alltaf í toppformi segir hún að það sé ástand sem er eftirsóknarvert.

„Toppform er það ástand að vera líkamlega og ekki síður andlega vel á sig kominn. Til að komast í, og halda sér í toppformi þarf að vera jafnvægi í hreyfingu, mataræði og svefni. Þessi þrenning þarf að haldast í hendur. Við náum aldrei varanlegum árangri með því að taka tímabundin átök í hinu og þessu og hætta svo, af því að við vorum svo dugleg. Við þurfum allt árið um kring að æfa mátulega, borða góða næringu fyrir líkama og sál og sofa vel. Svefninn er oft vanvirtur,“ segir Lóló. 

Þegar ég spyr Lóló hvernig hún æfi sjálf segist hún kenna Pilates tíma í World Class í Laugum og það æfingakerfi henti henni vel. 

„Ég nota líka tækin til styrkingar. Svo geng ég mikið úti. Ég æfi alla virka daga misjafnlega lengi, það fer eftir dagsformi,“ segir hún. 

En hvað um mataræði þitt, hvernig er það?

„Mataræði mitt er gott. Ég lærði snemma sem keppnismanneskja í sundi hvað þurfti til að fá réttu orkuna og vellíðanina, og ég hef aldrei séð ástæðu til að breyta því. Ég er ekki á ströngu mataræði. Ég borða allt sem mig langar í. Er reyndar algjör gourmet manneskja í mat en ég borða ekki skyndibitamat.“

Lóló segir að það virki ekki að taka skorpur í ...
Lóló segir að það virki ekki að taka skorpur í ræktinni heldur þurfi fólk að hreyfa sig stöðugt. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hvernig slakar þú á í amstri dagsins?

„Ég er svo heppin að á hafa Laugardalslaugina við höndina í vinnunni, og sjópotturinn þar er frábær næring fyrir líkama og sál. Þangað fer ég daglega með viðkomu í Baðstofu Lauga með sínum dásamlegu gufuböðum og síðan góður kaffi á Joe and the Juice eftirá.“

Lóló verður sjötug á næsta ári er og er ekkert á leiðinni að setjast í helgan stein.

„Vinnan mín er mitt áhugamál. Það að fá að miðla visku og reynslu til fólks sem vill ná árangri á líkama og sál eru forréttindi.“

Hvernig lífi lifir þú?

„Ég lifi góðu lífi. Á tvo yndislega syni, Orra og Sindra, sem ég er mjög stolt af, tengdadætur og 4 ömmugull. Ég á yndislegan þéttan vinahóp, Jagerana, og fullt af góðu fólki í kringum mig. Það besta í lífinu er að eiga gott fólk til að vera í stuði með.“

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

„Ég elska að fá að sækja ömmugullin á leikskólann og fara með þau í sund eða nostra við þau í einhverju öðru. Ég elska líka að borða góðan mat með fjölskyldunni eða vinum og ekki skemmir gott rauðvín með.“

Lóló nýtur þess að drekka gott kaffi, fara í sund ...
Lóló nýtur þess að drekka gott kaffi, fara í sund og eiga tíma með barnabörnunum sínum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

16:50 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti eða fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

05:39 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

Í gær, 22:00 Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í gær Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í gær Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í gær Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í gær „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í gær Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

í fyrradag „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

16.9. Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »