Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

Julia Louis-Dreyfus, Kylie Minogue og Cynthia Nixon hafa allar glímt …
Julia Louis-Dreyfus, Kylie Minogue og Cynthia Nixon hafa allar glímt við brjóstakrabbamein. Samsett mynd

Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað sig um baráttu sína við krabbamein og hvatt fólk til þess að fara í skoðun eins og Prevention fór yfir. Á Íslandi er konum á aldrinum 40-69 ára boðið í brjóstamyndatöku annað hvert ár í leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. 

Rita Wilson

Leik- og söngkonan sem er gift leikaranum Tom Hanks greindi frá því í lok árs 2015 að hún væri laus við krabbameinið en hún fór meðal annars í tvöfalt brjóstnám.

Tom Hanks og Rita Wilson.
Tom Hanks og Rita Wilson. AFP

Maura Tierney

Stjarnan úr Bráðavaktinni var greind með krabbamein árið 2009, þá 42 ára. Í stað þess að taka að sér nýtt hlutverk í sjónvarpsþáttum einbeitti hún sér að því að læknast af brjóstakrabbameininu sem hún hefur háð harða baráttu við. 

Maura Tierney.
Maura Tierney. Fred Prouser

Julia Louis-Dreyfus

Grínleikkonan greindi frá því síðastliðið haust að hún væri með brjóstakrabbamein. Eftir lyfjameðferð í haust greindi hún frá því í febrúar að hún væri í góðum bata. 
Julia Louis-Dreyfus.
Julia Louis-Dreyfus. AFP

Cynthia Nixon

Leikkonan og stjórnmálakonan var greind með brjóstakrabbamein árið 2006, þá fertug. Móðir hennar fékk einnig brjóstakrabbamein og bjóst Nixon alltaf við því að fá það líka. 

Cynthia Nixon.
Cynthia Nixon. AFP

Kylie Minogue

Söngkonan var aðeins 36 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Söngkonan segir mikilvægt að muna að maður sé enn sama manneskjan þrátt fyrir að berjast við krabbamein. 

Kylie Minogue.
Kylie Minogue. AFP

Christina Applegate

Leikkonan greindist með krabbamein árið 2008, þá 36 ára, en hefur síðan þá látið fjárlægja eggjastokkana til að koma í veg fyrir krabbamein í eggjastokkum. 

Christina Applegate.
Christina Applegate. Skjáskot/Instagram

Kathy Bates

Óskarsverðlaunaleikkonan fór í brjóstnám árið 2012, þá 64 ára eftir að hafa verið greind með brjóstakrabbamein. Áratug áður hafði læknir ráðlagt henni að leyna því þegar hún fékk krabbamein í eggjastokkana. 

Kathy Bates.
Kathy Bates. skjáskot/Imdb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál