Áhrif Roundup og glýfosats á heilsu okkar

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Loks hefur dómstóll í Bandaríkjunum skorið úr um það að glýfosat í Roundup® sé krabbameinsvaldandi efni og gert Monsanto að greiða ótrúlega háar skaðabætur til garðyrkjumanns, sem hefur starfað með efnið í földa ára. Skaðsemi glýfosats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar í Evrópusambandslöndunum má vera 70 sinnum meira magn af því í matvælum samkvæmt bandarískum reglugerðum. Enginn veit svo hvernig reglugerðir eru í Kína, öðrum Asíulöndum eða á Indlandi, þar sem mikil matvælaframleiðsla fer fram,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Í bók minni HREINN LÍFSSSTÍLL sem kom út á síðasta ári fjallaði ég um glýfosat og áhrif þess á heilsuna. Útdráttur úr bókinni fylgir hér á eftir, en ég vitna meðal annars í bandaríska lækninn dr. Zach Bush í þessum kafla bókarinnar.

HEFUR EYÐILAGT LÆKNINGARMÁTT FÆÐUNNAR

Glýfosat, sem er virka efnið í fjölmörgum illgresiseyðum á markaðnum í dag, þar á meðal í Roundup®, kom fyrst á markað árið 1976. Þetta efni drepur þó ekki bara illgresi, því allur gróður sem efninu er úðað á drepst. Monsanto, risinn á eiturefnamarkaðnum, og aðrir framleiðendur illgresiseyða ákváðu þá að búa til erfðabreytt afbrigði af plöntum sem myndu þola illgresiseyði.

En af hverju drepur glýfosat plöntur? Besta skýringin kemur frá Bush sjálfum sem segir: „Glýfosat blokkar ákveðna ensímferla sem kallast shikimate-ferlar. Þessi ensím sjá um að framleiða sum af mikilvægustu efnasamböndum fæðunnar, þar á meðal hringlaga kolefnisform, eins og tryptophan, sem eru uppistaða (backbone) hormóna. Með því að drepa þessa ferla í bakteríum og plöntum hverfur tryptophan úr jurtaríkinu og þá getur plantan ekki framleitt þessi nauðsynlegu mólekúl sem sjá um merkjasendingar. Með því að blokka shikimate-ferlana hverfa fjórar til sex af þessum nauðsynlegu amínósýrum, sem í heildina eru 26 og eru byggingablokkir alls próteins í líkamanum.

Þetta er þó bara hluti af vandanum sem um ræðir í tengslum við næringu, vegna þess að efnasambönd alkalíða (alkaloids – þýtt sem beiskjuefni eða lýtingur í ordabok.is) skortir líka í fæðuna. Þegar þeir hverfa úr henni, magnast þeir sjúkdómar sem við sjáum leggjast á svo mörg kerfi líkamans í dag. Til eru alkalíðklasar sem verja líkamann gegn snýkjudýrum, aðrir sem verja gegn sykursýki, krabbameinum, háþrýstingi, ýmiss konar geðsveiflum, astma og exemi. Sé litið yfir alla alkalíðana er auðvelt að gera sér grein fyrir að ef efnum er bætt í fæðuframleiðsluna sem þurrka út framleiðslu þeirra, þá hefur lækningarmáttur fæðunnar, sem við höfum nýtt okkur í þúsundir ára, horfið. Með notkun á glýfosati höfum við rænt jarðveginn og plönturnar getunni til að framleiða þessi mikilvægu lækningarefni.“

GLÝFOSAT ER MEIRI HÁTTAR HEILSUFARSÓGN

Monsanto hefur lýst því yfir að glýfosat geti ekki haft áhrif á heilsu manna, þar sem þeir hafi ekki shikimate-ferla (pathway = rás, gangvegur). Rétt er að þeir eru ekki í mannfólkinu, en hins vegar hafa bakteríur í meltingarveginum þessa ferla, svo og bakteríur í jarðvegi og plöntum. Þar sem mannslíkaminn getur ekki framleitt þessa alkalíða og nauðsynlegu amínósýrur, þurfa þessi efnasambönd að koma frá jurtum sem nærast á bakteríum í jarðveginum.

Glýfosat eyðileggur ekki bara framleiðslu plantna á amínósýrum og alkalíðum, því það sundrar millifrumnasamskiptum. Til að öðlast betri skilning á mikilvægi þeirra samskipta þurfa menn að gera sér grein fyrir að bakteríur, sveppir og aðrar örverur vinna í samstilltu flæði, þar sem sumar hafa hemil á öðrum. Frá því pensilín var uppgötvað hefur verið stundað stríð gegn bakteríum, þar sem bæði læknar og sjúklingar hafa talið pensilínið geta læknað allt. 

Í dag er áætlað að gefnir séu út lyfseðlar fyrir 7,7 milljónir punda af sýklalyfjum til Bandaríkjamanna árlega, eða um átta hundruð lyfseðlar á hverja þúsund íbúa. Allt frá árinu 1960 hefur sýklalyfjum líka verið bætt í fóður dýra þar í landi (og við suma ræktun hér alla vega hin síðari ár), meðal annars til að hraða þyngdaraukningu þeirra. Gert er ráð fyrir að um 300 milligrömm af sýklalyfjum séu notuð við framleiðslu á hverju kílói af framleiddu nautakjöti, sem þýðir um 30 milljónir punda á ári.

Að auki nota bændur í heiminum 5 billjónir punda (meira en 2 billjónir kílóa) af glýfosati á ári, sem gerir glýfosat illgresiseyði að útbreiddasta sýklalyfi á jörðinni. Í upprunalegu einkaleyfi Monsanto á glýfosati, kom fram að tilgangur þess væri að drepa bakteríur í jarðveginum. Með því að nota glýfosat á gróðurinn, geta hvorki jarðvegurinn né plönturnar framleitt þá heilandi alkalíða, né þær nauðsynlegu amínósýrur sem líkaminn þarf á að halda. Dr. Bush og hans rannsóknarteymi telja það skýra að miklu leyti hvers vegna svona stór hluti fólks er að takast á við króníska sjúkdóma í dag.

Til að auka enn á vandann er glýfosat lífrænt fosfat eða eiturefni sem er því miður vatnsuppleysanlegt. Það hefur skelfilegar afleiðingar, því þegar um vatnsuppleysanlegt eiturefni er að ræða getur það borist út í allt vatnskerfið. Áætlað er að um 75% af regnvatni sé nú mengað af glýfosati, svo jafnvel þegar við erum að borða lífrænt ræktaða fæðu er hún menguð af glýfosati ef það hefur rignt á hana. Allt vistkerfið er því orðið mengað af kemísku efni sem er í raun sýklalyf.

Í nýlegri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjnum kom fram að glýfosat fannst í þvagi 93% þeirra sem þátt tóku.

GLÝFOSAT EYÐILEGGUR ÞARMAVEGGINA

Við komum enn að því sama (innskot: aðalumfjöllunarefni í HREINN LÍFSSTÍLL bókinni), sem er að eitt helsta meltingarvandamál flestra í dag eru lekir eða gegndræpir þarmar – sjá grein á vefsíðunni minni 9 merki um leka þarma. Undir eðlilegum kringumstæðum opna þarmaveggirnar sig til að hleypa mólekúlum í gegn, en þá sér zonulinið um að loka eða þétta bilið milli frumnanna í þarmaveggnum strax aftur. Verði hins vegar offramleiðsla á zonulini, leiðir það til eyðileggingar á þekjuvef þarmanna.

Rannsóknir dr. Bush hafa sýnt fram á að glýfosat eykur framleiðslu á zonulíni, sem gerir það að verkum að þekjuvefirnir opnast mun oftar en þeir eiga að gera. Til að hægt sé að losna við eiturefnið úr líkamanum þarf það að fara í gegnum lifrarfrumurnar og í raun um allt blóðrásarkerfið, þar með talið til heilans.

Einn af þeim sjúkdómum sem virðist mjög tengdur lekum þörmum er einhverfa. Dr. Bush gerir ráð fyrir að haldi þetta ferli áfram megi gera ráð fyrir að einhvern tímann á tímabilinu 2030-2045 eða eftir einungis 13-28 ár héðan í frá muni eitt af hverjum þremur börnum í Bandaríkjunum vera einhverft, sem mun leiða til þess að mannkynið á erfitt með að endurnýja sig. Á hinum enda æviskeiðsins eru svo þeir eldri, en meðal þeirra hefur tíðni Alzheimer’s stóraukist.

Dr. Bush greindi í viðtalinu (sem vísað er til í HREINN LÍFSSTÍLL) meðal annars frá því að í læknamiðstöð sinni takist hann í hverjum mánuði á við sarkmein í beinum eða krónískt beinmergskrabbamein. Þetta voru sjúkdómar sem fólk á aldrinum 70-90 ára fékk hér áður fyrr, en nú eru það börn frá 3 til 5 ára sem hann er að meðhöndla. Jafnframt segir hann að heilaæxli hjá börnum séu að verða eins og faraldur.

Allir þessir sjúkdómar og fleiri til tengjast þeim afdrifaríku breytingum sem orðið hafa á fæðunni okkar, einkum því að hún inniheldur ekki lengur þau næringarefni og býr ekki yfir þeim læknandi eiginleikum sem hún eitt sinn gerði. Eina leiðin til að snúa þessu við er að berjast gegn notkun glýfosats í ræktun korns, grænmetis og ávaxta og notkun sýklalyfja í matvælaframleiðslu.

Frekari tilvísanir í heimildir er a finna í bókinni HREINN LÍFSSTÍLL.

mbl.is

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

Í gær, 15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

Í gær, 12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

Í gær, 09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í fyrradag Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í fyrradag Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í fyrradag Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »