Áhrif Roundup og glýfosats á heilsu okkar

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Loks hefur dómstóll í Bandaríkjunum skorið úr um það að glýfosat í Roundup® sé krabbameinsvaldandi efni og gert Monsanto að greiða ótrúlega háar skaðabætur til garðyrkjumanns, sem hefur starfað með efnið í földa ára. Skaðsemi glýfosats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar í Evrópusambandslöndunum má vera 70 sinnum meira magn af því í matvælum samkvæmt bandarískum reglugerðum. Enginn veit svo hvernig reglugerðir eru í Kína, öðrum Asíulöndum eða á Indlandi, þar sem mikil matvælaframleiðsla fer fram,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Í bók minni HREINN LÍFSSSTÍLL sem kom út á síðasta ári fjallaði ég um glýfosat og áhrif þess á heilsuna. Útdráttur úr bókinni fylgir hér á eftir, en ég vitna meðal annars í bandaríska lækninn dr. Zach Bush í þessum kafla bókarinnar.

HEFUR EYÐILAGT LÆKNINGARMÁTT FÆÐUNNAR

Glýfosat, sem er virka efnið í fjölmörgum illgresiseyðum á markaðnum í dag, þar á meðal í Roundup®, kom fyrst á markað árið 1976. Þetta efni drepur þó ekki bara illgresi, því allur gróður sem efninu er úðað á drepst. Monsanto, risinn á eiturefnamarkaðnum, og aðrir framleiðendur illgresiseyða ákváðu þá að búa til erfðabreytt afbrigði af plöntum sem myndu þola illgresiseyði.

En af hverju drepur glýfosat plöntur? Besta skýringin kemur frá Bush sjálfum sem segir: „Glýfosat blokkar ákveðna ensímferla sem kallast shikimate-ferlar. Þessi ensím sjá um að framleiða sum af mikilvægustu efnasamböndum fæðunnar, þar á meðal hringlaga kolefnisform, eins og tryptophan, sem eru uppistaða (backbone) hormóna. Með því að drepa þessa ferla í bakteríum og plöntum hverfur tryptophan úr jurtaríkinu og þá getur plantan ekki framleitt þessi nauðsynlegu mólekúl sem sjá um merkjasendingar. Með því að blokka shikimate-ferlana hverfa fjórar til sex af þessum nauðsynlegu amínósýrum, sem í heildina eru 26 og eru byggingablokkir alls próteins í líkamanum.

Þetta er þó bara hluti af vandanum sem um ræðir í tengslum við næringu, vegna þess að efnasambönd alkalíða (alkaloids – þýtt sem beiskjuefni eða lýtingur í ordabok.is) skortir líka í fæðuna. Þegar þeir hverfa úr henni, magnast þeir sjúkdómar sem við sjáum leggjast á svo mörg kerfi líkamans í dag. Til eru alkalíðklasar sem verja líkamann gegn snýkjudýrum, aðrir sem verja gegn sykursýki, krabbameinum, háþrýstingi, ýmiss konar geðsveiflum, astma og exemi. Sé litið yfir alla alkalíðana er auðvelt að gera sér grein fyrir að ef efnum er bætt í fæðuframleiðsluna sem þurrka út framleiðslu þeirra, þá hefur lækningarmáttur fæðunnar, sem við höfum nýtt okkur í þúsundir ára, horfið. Með notkun á glýfosati höfum við rænt jarðveginn og plönturnar getunni til að framleiða þessi mikilvægu lækningarefni.“

GLÝFOSAT ER MEIRI HÁTTAR HEILSUFARSÓGN

Monsanto hefur lýst því yfir að glýfosat geti ekki haft áhrif á heilsu manna, þar sem þeir hafi ekki shikimate-ferla (pathway = rás, gangvegur). Rétt er að þeir eru ekki í mannfólkinu, en hins vegar hafa bakteríur í meltingarveginum þessa ferla, svo og bakteríur í jarðvegi og plöntum. Þar sem mannslíkaminn getur ekki framleitt þessa alkalíða og nauðsynlegu amínósýrur, þurfa þessi efnasambönd að koma frá jurtum sem nærast á bakteríum í jarðveginum.

Glýfosat eyðileggur ekki bara framleiðslu plantna á amínósýrum og alkalíðum, því það sundrar millifrumnasamskiptum. Til að öðlast betri skilning á mikilvægi þeirra samskipta þurfa menn að gera sér grein fyrir að bakteríur, sveppir og aðrar örverur vinna í samstilltu flæði, þar sem sumar hafa hemil á öðrum. Frá því pensilín var uppgötvað hefur verið stundað stríð gegn bakteríum, þar sem bæði læknar og sjúklingar hafa talið pensilínið geta læknað allt. 

Í dag er áætlað að gefnir séu út lyfseðlar fyrir 7,7 milljónir punda af sýklalyfjum til Bandaríkjamanna árlega, eða um átta hundruð lyfseðlar á hverja þúsund íbúa. Allt frá árinu 1960 hefur sýklalyfjum líka verið bætt í fóður dýra þar í landi (og við suma ræktun hér alla vega hin síðari ár), meðal annars til að hraða þyngdaraukningu þeirra. Gert er ráð fyrir að um 300 milligrömm af sýklalyfjum séu notuð við framleiðslu á hverju kílói af framleiddu nautakjöti, sem þýðir um 30 milljónir punda á ári.

Að auki nota bændur í heiminum 5 billjónir punda (meira en 2 billjónir kílóa) af glýfosati á ári, sem gerir glýfosat illgresiseyði að útbreiddasta sýklalyfi á jörðinni. Í upprunalegu einkaleyfi Monsanto á glýfosati, kom fram að tilgangur þess væri að drepa bakteríur í jarðveginum. Með því að nota glýfosat á gróðurinn, geta hvorki jarðvegurinn né plönturnar framleitt þá heilandi alkalíða, né þær nauðsynlegu amínósýrur sem líkaminn þarf á að halda. Dr. Bush og hans rannsóknarteymi telja það skýra að miklu leyti hvers vegna svona stór hluti fólks er að takast á við króníska sjúkdóma í dag.

Til að auka enn á vandann er glýfosat lífrænt fosfat eða eiturefni sem er því miður vatnsuppleysanlegt. Það hefur skelfilegar afleiðingar, því þegar um vatnsuppleysanlegt eiturefni er að ræða getur það borist út í allt vatnskerfið. Áætlað er að um 75% af regnvatni sé nú mengað af glýfosati, svo jafnvel þegar við erum að borða lífrænt ræktaða fæðu er hún menguð af glýfosati ef það hefur rignt á hana. Allt vistkerfið er því orðið mengað af kemísku efni sem er í raun sýklalyf.

Í nýlegri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjnum kom fram að glýfosat fannst í þvagi 93% þeirra sem þátt tóku.

GLÝFOSAT EYÐILEGGUR ÞARMAVEGGINA

Við komum enn að því sama (innskot: aðalumfjöllunarefni í HREINN LÍFSSTÍLL bókinni), sem er að eitt helsta meltingarvandamál flestra í dag eru lekir eða gegndræpir þarmar – sjá grein á vefsíðunni minni 9 merki um leka þarma. Undir eðlilegum kringumstæðum opna þarmaveggirnar sig til að hleypa mólekúlum í gegn, en þá sér zonulinið um að loka eða þétta bilið milli frumnanna í þarmaveggnum strax aftur. Verði hins vegar offramleiðsla á zonulini, leiðir það til eyðileggingar á þekjuvef þarmanna.

Rannsóknir dr. Bush hafa sýnt fram á að glýfosat eykur framleiðslu á zonulíni, sem gerir það að verkum að þekjuvefirnir opnast mun oftar en þeir eiga að gera. Til að hægt sé að losna við eiturefnið úr líkamanum þarf það að fara í gegnum lifrarfrumurnar og í raun um allt blóðrásarkerfið, þar með talið til heilans.

Einn af þeim sjúkdómum sem virðist mjög tengdur lekum þörmum er einhverfa. Dr. Bush gerir ráð fyrir að haldi þetta ferli áfram megi gera ráð fyrir að einhvern tímann á tímabilinu 2030-2045 eða eftir einungis 13-28 ár héðan í frá muni eitt af hverjum þremur börnum í Bandaríkjunum vera einhverft, sem mun leiða til þess að mannkynið á erfitt með að endurnýja sig. Á hinum enda æviskeiðsins eru svo þeir eldri, en meðal þeirra hefur tíðni Alzheimer’s stóraukist.

Dr. Bush greindi í viðtalinu (sem vísað er til í HREINN LÍFSSTÍLL) meðal annars frá því að í læknamiðstöð sinni takist hann í hverjum mánuði á við sarkmein í beinum eða krónískt beinmergskrabbamein. Þetta voru sjúkdómar sem fólk á aldrinum 70-90 ára fékk hér áður fyrr, en nú eru það börn frá 3 til 5 ára sem hann er að meðhöndla. Jafnframt segir hann að heilaæxli hjá börnum séu að verða eins og faraldur.

Allir þessir sjúkdómar og fleiri til tengjast þeim afdrifaríku breytingum sem orðið hafa á fæðunni okkar, einkum því að hún inniheldur ekki lengur þau næringarefni og býr ekki yfir þeim læknandi eiginleikum sem hún eitt sinn gerði. Eina leiðin til að snúa þessu við er að berjast gegn notkun glýfosats í ræktun korns, grænmetis og ávaxta og notkun sýklalyfja í matvælaframleiðslu.

Frekari tilvísanir í heimildir er a finna í bókinni HREINN LÍFSSTÍLL.

mbl.is

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

Í gær, 22:37 Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

Í gær, 19:00 Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

Í gær, 16:00 Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

Í gær, 12:55 Ragnar Gunnarsson einn af eigendum Brandenburg auglýsingastofunnar hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

Í gær, 11:00 „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

Í gær, 05:00 „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

Í gær, 04:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

í fyrradag Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

í fyrradag Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

í fyrradag Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

í fyrradag Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

í fyrradag Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »