Ertu að eitra fyrir þér með fæðuvali?

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég ætla að halda aðeins áfram að fjalla um áhrif glýfósats á umhverfi og fólk, því um fátt er meira fjallað meðal áhugafólks um heilbrigðan lífsstíl og lækna sem stunda heildrænar lækningar en nýlegar niðurstöður sem sýna glýfósat í ýmsu kornmeti,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

En glýfósat stoppar ekki þar, því það heldur áfram út í fæðuna okkar. Við rannsóknir hjá Munich Environmental Institute fannst meðal annars glýfósat í 14 mest seldu þýsku bjórtegundunum.

300 MILLJÓNIR LÍTRA ÁRLEGA

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að 300 milljónir lítra af illsgresiseyðinum Roundup eru notaðir árlega um ALLAN heim. Reglugerðir um notkun hans eru takmarkaðar og þeim ekki framfylgt alls staðar. Það heldur því að öllum líkindum áfram að vera í umhverfi okkar um langan tíma enn og valda heilsufarsskaða.

Því hefur lengi verið haldið fram af framleiðendum að glýfósat skaði ekki mannslíkamann, en eftir að IARC (International Agency for Research on Cancer) skilgreindi glýfósat sem líklegan krabbameinsvald er sú „öryggisímynd“ ekki lengur gild. Glýfósat hefur verið tengt aukinni áhættu á krabbameinum í brjóstum, skjaldkirtli, nýrum, brisi, lifur og þvagblöðru, svo og ákveðinni tegund beinkrabbameina.

ÓERFÐABREYTT FÆÐA LÍKA Í HÆTTU

Því hefur gjarnan verið trúað að óerfðabreytt haframjöl eins og það sem General Mills notar í Cheerios-framleiðslu sína sé ekki mengað af glýfósati. Margir hafi því talið að hægt sé að forðast glýfósat í fæðunni með því að forðast erfðabreytta fæðu.

Í ljós er að koma að óerfðabreytt fæða, eins og Cheerios, getur innihaldið mikið magn (1.125.3 hluta per milljarð skv. rannsókn Food Democracy Now og The Detox Project – sjá myndband) af glýfósati, vegna þess að bændur úða glýfósati á kornið rétt fyrir uppskeru til að þurrka það.

Á norðlægari og kaldari svæðum Bandaríkjanna verða bændur oft að bíða eftir því að kornið þorni, áður en hægt er að hefja uppskeru. Frekar en bíða í eina til tvær vikur eftir því að það gerist á eðlilegan máta, komust bændur að því að með því að úða glýfósati yfir akrana, drápu þeir plönturnar og flýttu fyrir því að þær þornuðu.

EKKI SPYRJA, EKKI SEGJA FRÁ

Þurrkun á hveiti með glýfósati er sérlega algeng á árum þar sem væta er mikil og hefur aukist í Norður-Dakóta og nyrðri Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, svo og í Kanada og Skotlandi, en þar var fyrst byrjað að stunda þessa aðferð.

Enginn fylgist með því hversu mikið af korni er þurrkað með glýfósati, en það er þurrkað rétt fyrir uppskeruna, nokkrum vikum áður en það fer í framleiðslu á morgunkorni, brauði, kexi og öðru slíku.

Ræktendur hafa lýst þessu sem „ekki spyrja, ekki segja frá“ hluta framleiðslunnar, en auk hveitis og hafra, er algengt að úða glýfósati á linsubaunir, baunir, óerfðabreyttar sojabaunir, maís, hörfræ, rúg og bókhveiti, canola (repjur), hirsi, sykurrófur, kartöflur og sólblóm.

VELDUR TRUFLUN Á STARFSEMI ÖRVERA

Glýfósat veldur mikilli truflun á starfsemi örvera og lífkeðja og hefur mest áhrif á góðgerla í þörmum okkar. Þannig fá meinvaldar (sýklar) að vaxa óhindrað og yfirtaka búsvæðin. Samkvæmt rannsókn sem birt var í Entropy, og unnin var af Stephanie Seneff Ph.D., vísindamanni við MIT, og Anthony Samsel Ph.D., vísindamanni og ráðgjafa, geta agnir af glýfósati örvað eyðileggjandi áhrif annarra kemískra efna sem berast með fæðunni og eiturefnum úr umhverfinu og truflað líkamsstarfsemina og valdið sjúkdómum.

Þeir sjúkdómar sem um ræðir (og eru ekki allir upptaldir) eru: Einhverfa - Meltingarsjúkdómar eins og iðraólga, stöðugur niðurgangur, ristilbólga og Crohn’s sjúkdómurinn - Fæðufíkn og offituvandamál - Ofnæmi hvers konar - Hjarta- og æðasjúkdómar – Þunglyndi – Krabbamein – Ófrjósemi - Alzheimer’s sjúkdómurinn - Parkinson’s sjúkdómurinn - MS og fleiri.

ERFÐABREYTTU BÖRNIN Í ARGENTÍNU

Í nýlegri grein á vefsíðu dr. Mercola er að finna myndband sem fjallar um eitrunaráhrif Roundups á heilu héruðin í Argentínu, þar sem búa fátækir tóbaksræktendur.

Þeir framleiða tóbak sem Philip Morris kaupir til að nota í sígarettuframleiðslu sína og hafa gert allt frá árinu 1966, þegar argentínska stjórnin samþykkti að leyfa ræktun á erfðabreyttum tóbaksplöntum, sem yrðu úðaðar með Roundup frá Monsanto.

Hvergi er tíðni krabbameina hærri, börn fæðast með alls konar erfðagalla og hafa verið kölluð "Genetically Modified Children", vegna áhrifa sem foreldrarnir hafa hlotið af umgengni og notkun á Roundup, en þau áhrif berast síðan áfram til þeirra. Hægt er að smella á hlekkinn til að sjá greinina og myndbandið.

Heimildir: M.a. samantekt úr grein eftir dr. Mercola, sem birtist á vefsíðunni RealFarmacy.com.

mbl.is

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

16:11 „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

13:09 Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

05:00 Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

í gær Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

í gær Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í gær Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

í gær Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »