Ertu að eitra fyrir þér með fæðuvali?

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég ætla að halda aðeins áfram að fjalla um áhrif glýfósats á umhverfi og fólk, því um fátt er meira fjallað meðal áhugafólks um heilbrigðan lífsstíl og lækna sem stunda heildrænar lækningar en nýlegar niðurstöður sem sýna glýfósat í ýmsu kornmeti,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

En glýfósat stoppar ekki þar, því það heldur áfram út í fæðuna okkar. Við rannsóknir hjá Munich Environmental Institute fannst meðal annars glýfósat í 14 mest seldu þýsku bjórtegundunum.

300 MILLJÓNIR LÍTRA ÁRLEGA

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að 300 milljónir lítra af illsgresiseyðinum Roundup eru notaðir árlega um ALLAN heim. Reglugerðir um notkun hans eru takmarkaðar og þeim ekki framfylgt alls staðar. Það heldur því að öllum líkindum áfram að vera í umhverfi okkar um langan tíma enn og valda heilsufarsskaða.

Því hefur lengi verið haldið fram af framleiðendum að glýfósat skaði ekki mannslíkamann, en eftir að IARC (International Agency for Research on Cancer) skilgreindi glýfósat sem líklegan krabbameinsvald er sú „öryggisímynd“ ekki lengur gild. Glýfósat hefur verið tengt aukinni áhættu á krabbameinum í brjóstum, skjaldkirtli, nýrum, brisi, lifur og þvagblöðru, svo og ákveðinni tegund beinkrabbameina.

ÓERFÐABREYTT FÆÐA LÍKA Í HÆTTU

Því hefur gjarnan verið trúað að óerfðabreytt haframjöl eins og það sem General Mills notar í Cheerios-framleiðslu sína sé ekki mengað af glýfósati. Margir hafi því talið að hægt sé að forðast glýfósat í fæðunni með því að forðast erfðabreytta fæðu.

Í ljós er að koma að óerfðabreytt fæða, eins og Cheerios, getur innihaldið mikið magn (1.125.3 hluta per milljarð skv. rannsókn Food Democracy Now og The Detox Project – sjá myndband) af glýfósati, vegna þess að bændur úða glýfósati á kornið rétt fyrir uppskeru til að þurrka það.

Á norðlægari og kaldari svæðum Bandaríkjanna verða bændur oft að bíða eftir því að kornið þorni, áður en hægt er að hefja uppskeru. Frekar en bíða í eina til tvær vikur eftir því að það gerist á eðlilegan máta, komust bændur að því að með því að úða glýfósati yfir akrana, drápu þeir plönturnar og flýttu fyrir því að þær þornuðu.

EKKI SPYRJA, EKKI SEGJA FRÁ

Þurrkun á hveiti með glýfósati er sérlega algeng á árum þar sem væta er mikil og hefur aukist í Norður-Dakóta og nyrðri Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, svo og í Kanada og Skotlandi, en þar var fyrst byrjað að stunda þessa aðferð.

Enginn fylgist með því hversu mikið af korni er þurrkað með glýfósati, en það er þurrkað rétt fyrir uppskeruna, nokkrum vikum áður en það fer í framleiðslu á morgunkorni, brauði, kexi og öðru slíku.

Ræktendur hafa lýst þessu sem „ekki spyrja, ekki segja frá“ hluta framleiðslunnar, en auk hveitis og hafra, er algengt að úða glýfósati á linsubaunir, baunir, óerfðabreyttar sojabaunir, maís, hörfræ, rúg og bókhveiti, canola (repjur), hirsi, sykurrófur, kartöflur og sólblóm.

VELDUR TRUFLUN Á STARFSEMI ÖRVERA

Glýfósat veldur mikilli truflun á starfsemi örvera og lífkeðja og hefur mest áhrif á góðgerla í þörmum okkar. Þannig fá meinvaldar (sýklar) að vaxa óhindrað og yfirtaka búsvæðin. Samkvæmt rannsókn sem birt var í Entropy, og unnin var af Stephanie Seneff Ph.D., vísindamanni við MIT, og Anthony Samsel Ph.D., vísindamanni og ráðgjafa, geta agnir af glýfósati örvað eyðileggjandi áhrif annarra kemískra efna sem berast með fæðunni og eiturefnum úr umhverfinu og truflað líkamsstarfsemina og valdið sjúkdómum.

Þeir sjúkdómar sem um ræðir (og eru ekki allir upptaldir) eru: Einhverfa - Meltingarsjúkdómar eins og iðraólga, stöðugur niðurgangur, ristilbólga og Crohn’s sjúkdómurinn - Fæðufíkn og offituvandamál - Ofnæmi hvers konar - Hjarta- og æðasjúkdómar – Þunglyndi – Krabbamein – Ófrjósemi - Alzheimer’s sjúkdómurinn - Parkinson’s sjúkdómurinn - MS og fleiri.

ERFÐABREYTTU BÖRNIN Í ARGENTÍNU

Í nýlegri grein á vefsíðu dr. Mercola er að finna myndband sem fjallar um eitrunaráhrif Roundups á heilu héruðin í Argentínu, þar sem búa fátækir tóbaksræktendur.

Þeir framleiða tóbak sem Philip Morris kaupir til að nota í sígarettuframleiðslu sína og hafa gert allt frá árinu 1966, þegar argentínska stjórnin samþykkti að leyfa ræktun á erfðabreyttum tóbaksplöntum, sem yrðu úðaðar með Roundup frá Monsanto.

Hvergi er tíðni krabbameina hærri, börn fæðast með alls konar erfðagalla og hafa verið kölluð "Genetically Modified Children", vegna áhrifa sem foreldrarnir hafa hlotið af umgengni og notkun á Roundup, en þau áhrif berast síðan áfram til þeirra. Hægt er að smella á hlekkinn til að sjá greinina og myndbandið.

Heimildir: M.a. samantekt úr grein eftir dr. Mercola, sem birtist á vefsíðunni RealFarmacy.com.

mbl.is

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

Í gær, 21:00 Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

Í gær, 18:00 „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

Í gær, 15:00 Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í gær „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í gær „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í gær Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

í fyrradag Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

í fyrradag Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

í fyrradag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

12.11. „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

12.11. Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

12.11. Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

12.11. Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »