Ertu að eitra fyrir þér með fæðuvali?

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég ætla að halda aðeins áfram að fjalla um áhrif glýfósats á umhverfi og fólk, því um fátt er meira fjallað meðal áhugafólks um heilbrigðan lífsstíl og lækna sem stunda heildrænar lækningar en nýlegar niðurstöður sem sýna glýfósat í ýmsu kornmeti,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

En glýfósat stoppar ekki þar, því það heldur áfram út í fæðuna okkar. Við rannsóknir hjá Munich Environmental Institute fannst meðal annars glýfósat í 14 mest seldu þýsku bjórtegundunum.

300 MILLJÓNIR LÍTRA ÁRLEGA

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að 300 milljónir lítra af illsgresiseyðinum Roundup eru notaðir árlega um ALLAN heim. Reglugerðir um notkun hans eru takmarkaðar og þeim ekki framfylgt alls staðar. Það heldur því að öllum líkindum áfram að vera í umhverfi okkar um langan tíma enn og valda heilsufarsskaða.

Því hefur lengi verið haldið fram af framleiðendum að glýfósat skaði ekki mannslíkamann, en eftir að IARC (International Agency for Research on Cancer) skilgreindi glýfósat sem líklegan krabbameinsvald er sú „öryggisímynd“ ekki lengur gild. Glýfósat hefur verið tengt aukinni áhættu á krabbameinum í brjóstum, skjaldkirtli, nýrum, brisi, lifur og þvagblöðru, svo og ákveðinni tegund beinkrabbameina.

ÓERFÐABREYTT FÆÐA LÍKA Í HÆTTU

Því hefur gjarnan verið trúað að óerfðabreytt haframjöl eins og það sem General Mills notar í Cheerios-framleiðslu sína sé ekki mengað af glýfósati. Margir hafi því talið að hægt sé að forðast glýfósat í fæðunni með því að forðast erfðabreytta fæðu.

Í ljós er að koma að óerfðabreytt fæða, eins og Cheerios, getur innihaldið mikið magn (1.125.3 hluta per milljarð skv. rannsókn Food Democracy Now og The Detox Project – sjá myndband) af glýfósati, vegna þess að bændur úða glýfósati á kornið rétt fyrir uppskeru til að þurrka það.

Á norðlægari og kaldari svæðum Bandaríkjanna verða bændur oft að bíða eftir því að kornið þorni, áður en hægt er að hefja uppskeru. Frekar en bíða í eina til tvær vikur eftir því að það gerist á eðlilegan máta, komust bændur að því að með því að úða glýfósati yfir akrana, drápu þeir plönturnar og flýttu fyrir því að þær þornuðu.

EKKI SPYRJA, EKKI SEGJA FRÁ

Þurrkun á hveiti með glýfósati er sérlega algeng á árum þar sem væta er mikil og hefur aukist í Norður-Dakóta og nyrðri Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, svo og í Kanada og Skotlandi, en þar var fyrst byrjað að stunda þessa aðferð.

Enginn fylgist með því hversu mikið af korni er þurrkað með glýfósati, en það er þurrkað rétt fyrir uppskeruna, nokkrum vikum áður en það fer í framleiðslu á morgunkorni, brauði, kexi og öðru slíku.

Ræktendur hafa lýst þessu sem „ekki spyrja, ekki segja frá“ hluta framleiðslunnar, en auk hveitis og hafra, er algengt að úða glýfósati á linsubaunir, baunir, óerfðabreyttar sojabaunir, maís, hörfræ, rúg og bókhveiti, canola (repjur), hirsi, sykurrófur, kartöflur og sólblóm.

VELDUR TRUFLUN Á STARFSEMI ÖRVERA

Glýfósat veldur mikilli truflun á starfsemi örvera og lífkeðja og hefur mest áhrif á góðgerla í þörmum okkar. Þannig fá meinvaldar (sýklar) að vaxa óhindrað og yfirtaka búsvæðin. Samkvæmt rannsókn sem birt var í Entropy, og unnin var af Stephanie Seneff Ph.D., vísindamanni við MIT, og Anthony Samsel Ph.D., vísindamanni og ráðgjafa, geta agnir af glýfósati örvað eyðileggjandi áhrif annarra kemískra efna sem berast með fæðunni og eiturefnum úr umhverfinu og truflað líkamsstarfsemina og valdið sjúkdómum.

Þeir sjúkdómar sem um ræðir (og eru ekki allir upptaldir) eru: Einhverfa - Meltingarsjúkdómar eins og iðraólga, stöðugur niðurgangur, ristilbólga og Crohn’s sjúkdómurinn - Fæðufíkn og offituvandamál - Ofnæmi hvers konar - Hjarta- og æðasjúkdómar – Þunglyndi – Krabbamein – Ófrjósemi - Alzheimer’s sjúkdómurinn - Parkinson’s sjúkdómurinn - MS og fleiri.

ERFÐABREYTTU BÖRNIN Í ARGENTÍNU

Í nýlegri grein á vefsíðu dr. Mercola er að finna myndband sem fjallar um eitrunaráhrif Roundups á heilu héruðin í Argentínu, þar sem búa fátækir tóbaksræktendur.

Þeir framleiða tóbak sem Philip Morris kaupir til að nota í sígarettuframleiðslu sína og hafa gert allt frá árinu 1966, þegar argentínska stjórnin samþykkti að leyfa ræktun á erfðabreyttum tóbaksplöntum, sem yrðu úðaðar með Roundup frá Monsanto.

Hvergi er tíðni krabbameina hærri, börn fæðast með alls konar erfðagalla og hafa verið kölluð "Genetically Modified Children", vegna áhrifa sem foreldrarnir hafa hlotið af umgengni og notkun á Roundup, en þau áhrif berast síðan áfram til þeirra. Hægt er að smella á hlekkinn til að sjá greinina og myndbandið.

Heimildir: M.a. samantekt úr grein eftir dr. Mercola, sem birtist á vefsíðunni RealFarmacy.com.

mbl.is

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

Í gær, 09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í fyrradag Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í fyrradag Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »