7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Hrotur halda oft vöku fyrir fólki.
Hrotur halda oft vöku fyrir fólki. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er fátt meira pirrandi á næturnar en hrotur. Svo ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Á vef Mirror er hægt að finna nokkur góð ráð. 

Viðhalda réttri þyngd og góðu mataræði

Að reyna að halda sér í kjörþyngd er gott ráð þegar hrotur eru annars vegar.  

Sofa á hliðinni

Það er þekkt að það að sofa á bakinu ýtir undir hrotur. 

Forðast áfengi fyrir svefn

Það er nánast alltaf hægt að kenna áfengi um öll vandamál og það á líka við um hrotur. 

Hætta að reykja

Það hefur slæm áhrif á heilsuna að reykja og því þarf ekki að koma á óvart að reykingar ýti undir hrotur. 

Hrein nefgöng

Þegar við förum að anda meira með munninum í svefni getum við byrjað að hrjóta. 

Nota tennisbolta

Ef þú rúllar alltaf yfir á bakið þegar þú reynir að sofa á hliðinni er sniðugt að sauma tennisbolta við náttfötin þannig að það sé óþægilegt að velta sér yfir á bakið. 

Æfingar með tungunni

Til eru æfingar sem eru sagðar hjálpa fólki að koma í veg fyrir hrotur. Þetta getur til dæmis verið að ýta tungunni upp í efri góminn og renna henni aftur. Sjúga tunguna og ýta upp í efri góminn. Ýta tungunni að framtönnunum og þrýsta henni niður. 

Hrýtur maki þinn þannig að þú getur ekki sofið?
Hrýtur maki þinn þannig að þú getur ekki sofið?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál