Kostir þess að sofa nakinn

Það er ekki slæm hugmynd að sofa án fata í …
Það er ekki slæm hugmynd að sofa án fata í nótt. mbl.is/Thinktockphotos

Það er varla hægt að nota veðrið á Íslandi í vetur sem afsökun fyrir að sofa í afagallanum. Það að sofa í guðsgallanum er sagt hafa góð áhrif á kynlífið en kostirnir eru þó fleiri fyrir konur og karla eins og kemur fram á vef Women's Health

Fyrir píkuna

Þröng nærföt á nóttinni eru sögð slæm þar sem þau skapa kjöraðstæður fyrir bakteríur sem geta valdið sýkingum. Gott er að leyfa aðeins að lofta um þarna niðri á nóttunni. 

Betri svefn

Því svalara loft því betri svefn segja rannsóknir. Með því að sleppa þykkum afanáttfötum á nóttinni gæti svefninn batnað. 

Heldur fólki ungu

Ef fólki er annt um að fá sinn fegurðarblund á nóttinni ætti það ekki að sofa í náttfötum og undir mjög hlýrri sæng. Hormón sem hægja á öldrun virka ekki sem skyldi þegar fólki er of heitt. 

Betra kynlíf

Það hefur góð áhrif á líkamann að finna fyrir húð maka á nóttinni en það hjálpar framleiðslu gleðihormóna. Með tímanum er fólk oftar til í tuskið og klæðaleysið því einnig sagt geta leitt til betri fullnæginga. 

Meiri frjósemi

Bent er á rannsókn á frjósemi manna frá árinu 2015. Í henni kom í ljós að gæði sæðis hjá mönnum sem sváfu naktir eða í víðum nærbuxum voru meiri en hjá öðrum. 

Að sofa án fata hefur góð áhrif á kynlífið.
Að sofa án fata hefur góð áhrif á kynlífið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál