Svona hættir Robbie Williams að reykja

Robbie Williams setti sér það áramótaheit að hætta að reykja.
Robbie Williams setti sér það áramótaheit að hætta að reykja. AFP

Líklega eru þó nokkrir sem hafa sett sér það markmið að hætta að reykja um áramótin. Á meðan sumir byrja að tyggja tyggjó byrja aðrir að veipa. Söngvarinn Robbie Williams fer þó enn aðra leið og er byrjaður að lita. 

Independent greinir frá því að söngvarinn hafi tilkynnt á tónleikum fyrir áramót að hann ætlaði að hætta að reykja 1. janúar og spurði hvort einhverjir ætluðu að hætta með sér. Williams hætti að reykja árið 2012 en byrjaði aftur árið 2016. 

„Ég er bara að lita sem er gott af því ég verð að einbeita mér að einhverju,“ sagði Williams á Instagram. „List er góð fyrir huga minn. Allir þeir sem eru að hætta að reykja með mér, haldið áfram. Baráttan er raunveruleg.“

Að lita hefur lengi verið talið gott fyrir hugann og fyrir nokkrum árum voru litabækur vinsælar í tengslum við núvitund. Ef þú ert að hætta að reykja gæti því verið málið að næla sér í eina slíka. 

Robbie Williams er að reyna að hætta að reykja.
Robbie Williams er að reyna að hætta að reykja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál