Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

Íslensk kona finnur til eftir samfarir.
Íslensk kona finnur til eftir samfarir. Ljósmynd/pxhere.com

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er ekki viss hvort hún sé með sveppasýkingu eða þvagfærasýkingu eða hvort skapabarmarnir séu of stórir. 

Sæl.

Ég er búin að vera í sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir. Svíður mjög að pissa ef eitthvað kemur en þarf þess nánast aldrei þó að mér finnist ég vera í spreng. Það virkar stundum að taka 1 stíl en stundum er þetta enn þá eftir það og einhvern tímann stundaði ég svo samfarir degi eftir það og það versnar bara. Er ekki líklegra þetta sé sveppa- eða þvagfærasýking en ekki klamydía? Annars hugsaði ég líka, gæti þetta tengst skapabörmum mínum? Að þeir séu of stórir? Ég veit það ekki en myndi vilja þeir væru minni öðrum megin, ef ég myndi láta minnka þá, heldur þú að þetta yrði öðruvísi?

Bestu kveðjur

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Ég ráðlegg þér í fyrsta lagi að fara til kvensjúkdómalæknis. Hann getur skoðað þig, útilokað kynsjúkdóm og ráðlagt þér einhverja meðferð sem hentar þér. Samkvæmt lýsingu þinni þá hljómar það eins og þú sért með sveppasýkingu. Pevaryl-krem og -stíla er hægt að fá án lyfseðils í apóteki. Ef þú ert með þvagfærasýkingu þá er sárt að pissa, örari þvaglát og yfirleitt ekki útferð eins og við sveppasýkingu. Þá þarft þú sýklalyf. Ég tel mjög ólíklegt að þessi einkenni stafi af of síðum innri skapabörmum.

Fyrst og fremst vil ég ráðleggja þér að fara í skoðun til kvensjúkdómalæknis og eða heimilislæknis þíns og fá ráðleggingar.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum, 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál