Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

Khloé Kardashian.
Khloé Kardashian. mbl.is/AFP

Í raunveruleikaþáttunum Revenge Body With Khloé Kardashian er fjöldinn allur af þjálfurum sem hafa mismunandi aðferðir til að koma kúnnum sínum í gott form. Þessir þjálfarar eiga það sameiginlegt að vera einnig með fjöldann allan af stjörnum í þjálfun. 

Kardashian sjálf er ekki þjálfari í þáttunum heldur leiðir hún tvær manneskjur í hverjum þætti í gegnum lífstílsbreytingar með hjálp þjálfara og stílista. Hér er samantekt á bestu ráðunum sem nokkrir þjálfarar í þáttunum hafa gefið.

Harley Pasternak: hreyfðu þig utan líkamsræktarstöðvarinnar

Að hreyfa sig almennt meira er fyrsta ráðið sem Pasternak gefur. Hún segir að það sem fólk gerir fyrir utan líkamsræktina skipti mestu máli. Hún hefur þjálfað stjörnur á borð við Lady Gaga og Kim Kardashian. Hún mælir með því að gera litlar lífsstílbreytingar á hversdagslegu lífi til að ná markmiðum. 

Corey Calliet er einn af þjálfurunum í Revenge Body.
Corey Calliet er einn af þjálfurunum í Revenge Body. skjáskot/Instagram

Corey Calliet: Vertu alltaf að vinna að markmiðinu

Calliet segir að það skipti mestu að halda alltaf áfram að vinna að markmiðunum. Hann segir að maður eigi að búa til lífsstíl sem mætir þörfum okkar og hjálpar okkur að ná markmiðunum.

Autumn Calabrese: Einblíndu á mataræðið fyrst

Calabrese segir að það sé ekki hægt að komast neitt nema skoða mataræðið fyrst. Þegar þú blandar saman góðu mataræði og æfingum nærðu góðum árangri. Calabrese segir þó að fólk eigi ekki að festast í megrun, heldur búa til lífsstíl sem hentar því og þess markmiðum. 

Ashley Borden: Ekki vera hrædd/ur við að lyfta þungu

Borden hefur þjálfað stjörnur á borð við Christinu Aguilera og Mandy Moore. Hún segir að maður eigi ekki að vera hræddur við að grípa í lóðin á æfingu. Hún setur fram þá almennu reglu að ef þú ert að gera 10 endurtekingar af einhverri lyftu sem tekur á einhvern af stóru vöðvahópunum þá áttu að vera mjög móður eftir tíundu endurtekinguna.

Gunnar Peterson: skipuleggðu hvaða æfingar þú ætlar að taka

Samkvæmt Peterson áttu ekki bara að skrifa „æfing“ þrisvar í viku á dagatalið þitt. Hann segir að þú náir betri árangri ef þú skilgreinir hvaða æfingu þú ætlar að taka og hvenær. Skrifaðu frekar - mánudagur: Lyftingaæfing klukkan 7 - miðvikudagur: boot camp æfing klukkan 17 - föstudagur: út að hlaupa eftir vinnu. Með þessu sérðu betur hvað þú ert að gera og hvenær. 

mbl.is