Lykillinn að unglegu útliti Gwen Stefani

Gwen Stefani finnst gott að vera í rútínu.
Gwen Stefani finnst gott að vera í rútínu. AFP

Gwen Stefani talar meðal annars um það hvernig hún hugsar um heilsuna í forsíðuviðtali Shape. Söngkonan sem varð fimmtug á dögunum virðist stundum ekkert eldast og skiptir þá máli hvað hún gerir til þess að halda sér í formi. 

Söngkonan segist ekki búa yfir töfralausn. Hún einfaldlega borðar hreinan mat, kemur fram á tónleikum og mætir í ræktina. 

„Mér líður alltaf betur þegar ég er í rútínu jafnvel þó að ég hati það stundum. Ég spila tennis, illa, með Blake. Svo förum við í ræktina. Mér finnst gott að gera hnébeygjur, framstig og ég lyfti léttum lóðum,“ segir Gwen Stefani og bætir því við að hún hafi slakað aðeins á í ræktinni með aldrinum. Hún segist núna bara gera það sem henni líður vel af. 

Gwen Stefani.
Gwen Stefani. AFP
mbl.is