Sigríður losnaði við sykurinn og léttist

Sigríður Jónsdóttir er alsæl með árangurinn sem hún náði á …
Sigríður Jónsdóttir er alsæl með árangurinn sem hún náði á námskeiðinu hjá Júlíu Magnúsdóttur.

„Sigríður Jónsdóttir lauk Frískari og orkumeiri á 30 dögum-námskeiðinu hjá mér fyrir um það bil tveimur mánuðum. Hún hefur alltaf verið svo jákvæð og dugleg að ég gat ekki annað en fengið hana til þess að deila sögunni sinni öðrum til innblásturs,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Stjórnast ekki lengur af sykrinum

„Ástæðan fyrir að ég skráði mig var sú að ég vildi hætta að þurfa að leita í sykurinn til að fá orku. Það helsta sem ég vildi fá út úr þessu var að ná stjórn á sykurlönguninni. Það besta sem ég upplifi eftir Frískari og orkumeiri-námskeiðið er að orkan jókst og ég er ekki sælgætisgrís lengur,“ segir Sigríður. 

Sigríður bætir við að núna tveimur mánuðum eftir að námskeiðinu lauk fylgi hún að mestu sykurleysi en alls ekki í neinum öfgum. 

„Ég læt sykurinn ekki stjórna mér! Ég nota enn þá uppskriftir frá námskeiðinu og keypti mér líka bókina. Annað var að mig langaði að læra á ýmis matvæli sem ég kunni ekkert á sem ég sannarlega gerði með námskeiðinu,“ segir hún. 

Yfirþyrmandi til að byrja með, en orkan tók við eftir fyrstu vikuna

„Mér óx öll matargerðin í augum en það lagaðist eftir fyrstu vikuna,“ segir Sigríður en orka hennar jókst líka strax í fyrstu vikunni. „Ég fann ég þurfti ekki að skella í mig Prins Polo til að fá orku.“

Það er nefnilega besta hvatningin þegar maður byrjar að finna árangur. Það besta við Frískari og orkumeiri-námskeiðið er að árangurinn lætur oft bera á sér á fyrstu dögunum!!

Sigríður hefur öðlast ótrúlega hollt viðhorf gagnvart mat, algjörlega án öfga og nýtur þess að borða. 

„Ég skoða innihaldslýsingar matvæla með öðru hugarfari, er meðvitaðri um það hvað ég borða dags daglega, borða minna en hreinni fæðu sem ég elda frá grunni,“ segir hún.

Hjónakornin léttust án öfga

„Eiginmaðurinn ætlaði ekkert í þetta með mér en naut þess að fá nýja og fjölbreytta fæðu og komst einnig yfir sykurþörfina og léttist,“ segir Sigríður. 

Það kom henni einnig skemmtilega á óvart að losna við óþægindi í munni sem hún hefur haft eftir krabbameinsmeðferð og að hafa unnið í mygluhúsnæði. 

„Auk þess fóru nokkur kíló,“ segir Sigríður hress en það var algjörlega bara plús í hennar augum.

„Ég er sátt við fjárfestinguna því þetta hjálpaði mér að breyta um lífsstíl í mataræði án öfga.“

Sigríður segir að það sé ekki hægt að skýla sér bak við tímaskort því það sé eitthvað sem fólk skapi sjálft. 

„Númer eitt er bara að skrá sig og borga, þá ertu búinn að skuldbinda þig til að taka skref í áfanga að breytingum þér til góðs. Byrja síðan að horfa á undirbúningsmyndböndin, prenta út matseðla og bara yfirstíga hræðsluna að byrja,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál