Þyngdist um 25 kíló og skilur nú venjulegar konur

Rosie Huntington-Whiteley eignaðist barn fyrir tveimur árum.
Rosie Huntington-Whiteley eignaðist barn fyrir tveimur árum. AFP

Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley átti ekki auðvelt með að komast í sitt fyrra form eftir barnsburð eftir að hún eignaðist son sinn árið 2017. Þegar hún var að reyna að grenna sig fann hún fyrir sektarkennd yfir því að hafa lýst því yfir hversu auðvelt það væri að halda sér í ofurfyrirsætuforminu. 

Huntington-Whiteley segir í nýjum hlaðvarpsþætti að því er fram kemur á vef ET að hún hafi þyngst um 25 kíló á meðgöngunni. Í fyrstu átti hún erfitt með að sætta sig við breytingarnar á líkama sínum en að lokum var hún svo ánægð að hún gekk um heimili sitt nakin. 

Rosie Huntington-Whiteley ólétt í febrúar 2017.
Rosie Huntington-Whiteley ólétt í febrúar 2017. AFP

Það gekk þó ekki eins vel og hún hafði vonað að léttast aftur.

„Ég horfði í spegilinn og hugsaði bara ég þarf að léttast um 15 til 18 kíló,“ segir Huntington-Whiteley sem segist hafa farið aftur og aftur í ræktina og ekki séð mun á sér. „Þau eru ekki að hrynja af, þau eru ekki að fara og það var mjög auðmýkjandi fyrir mig af því að líkami minn hafði stóran hluta lífs míns litið út á ákveðinn hátt.“

„Núna skil ég hversu erfitt þetta er fyrir sumt fólk að fara í ræktina,“ segir fyrirsætan sem leið ansi illa í ræktinni fyrst eftir barnsburð. Hún fékk samviskubit vegna þess að hún hafði lýst því yfir að hún þyrfti bara að fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til þess að halda líkamanum mjóum og löngum. 

Sjö mánuðum eftir að fyrirsætan átti barn sitt var hún bókuð í sundfatamyndatöku á strönd og náðu götuljósmyndarar myndum af henni sem birtust í fjölmiðlum. „Enn einn líkaminn sem eyðileggst eftir barnsburð,“ er meðal þess sem fyrirsætan sá skrifað um sig og tók hún nokkra daga í að jafna sig. Að lokum gerði þetta hana að sterkari manneskju. 

Fyrirsætan segir alla líkama mismunandi og allt fólk vera á sinni eigin vegferð. Hún segir að nýbakaðar mæður muni komast í form með tíð og tíma en það sé mikilvægt að þær njóti sín og tímans með börnum sínum. 

Rosie Huntington-Whiteley.
Rosie Huntington-Whiteley. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál