Rowling læknaðist með hjálp öndunaræfinga

J.K Rowling var veik í tvær vikur.
J.K Rowling var veik í tvær vikur. AFP

Harry Potter-rithöfundurinn J.K. Rowling telur sig hafa smitast af kórónuveirunni. Rowling, sem var veik í tvær vikur, segir að öndunaræfingar á Youtube hafi hjálpað sér heilmikið að ná bata. 

Rowling býr vel þar sem hún er gift lækni. Hún segir að eiginmaður sinn hafi bent sér á myndbandið. Rithöfundurinn hefur nú náð sér og þakkar hún meðal annars öndunaræfingunum sem hún gerði. Rétt er að leggja áherslu á að Rowling var ekki með staðfest smit af kórónuveirunni.

Æfingin felur sér að anda djúpt inn sex sinnum, í stað þess að anda út í sjötta skiptið er hóstað. Þessi hringur er endurtekinn. Eftir tvo hringi af innönduninni á fólk að leggjast á magann í tíu mínútur og anda aðeins dýpra en venjulega. Mjög mikilvægt er að liggja á maganum.

Hægt er að sjá lækninn útskýra æfinguna í spilaranum hér að neðan. 

„Endilega horfið á þennan lækni frá Queens Hospital útskýra hvernig á að létta á öndunarfæraeinkennum. Síðustu tvær vikur var ég með öll einkenni C19 (var reyndar ekki prófuð) og gerði þetta eftir ráðleggingum eiginmanns míns sem er læknir. Ég náði mér að fullu og tæknin hjálpaði mikið,“ tísti Rowling. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál