Hvað ef við verðum aldrei aftur eins?

Gunna Stella heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari.
Gunna Stella heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari.

„„Íslendingar ættu að vera undir það búnir að einhvers konar takmarkanir vegna kórónuveirunnar gætu verið í gildi út þetta ár, sem ráðist þó af þróun faraldursins. Það er þó ekki eins og himinn og jörð farist þó svo að landsmenn lifi fábrotnu lífi út árið, það sé hins vegar vel þess virði,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 

Þetta er svo mikið rétt hjá Þórólfi. Himinn og jörð munu ekki farast þó svo að við lifum fábrotnara lífi. En hvað er fábrotið líf? Þarf fábrotið líf að þýða að lífið sé erfiðara eða getur það hreinlega þýtt að lífið sé einfaldara,“ spyr Gunna Stella í sínum nýjasta pistli: 

„Margir Íslendingar hafa upplifað mikinn hraða í lífi sínu undanfarin ár. Fólk hefur verið í kapphlaupi við tímann og jafnvel ekki náð að sinna sjálfu sér eða sínum nánustu nægilega vel. Nú hefur okkur verið gefið nýtt tækifæri til þess að forgangsraða upp á nýtt. Tími til þess að hugleiða, hugsa og skoða hvert við viljum stefna með líf okkar.

Fyrir nokkrum árum komst ég á þann stað í lífi mínu að ég þráði að forgangsraða á annan hátt. Mér fannst ég ekki hafa tíma fyrir það sem skipti mig mestu máli og fannst dagarnir fljúga frá mér og lítið sitja eftir annað en að sinna vinnu og helstu heimilisstörfum. Þá hóf ég vegferð mína í átt að einfaldara lífi. Ég fór markvisst að skoða hvernig ég gæti einfaldað lífið, hvernig ég gæti einfaldað heimilið, hvernig ég gæti einfaldað dagskrána mína, hvernig ég gæti einfaldað þau verkefni sem ég tók að mér og hvernig líf mitt gæti í heild orðið einfaldara þó svo ég hefði í nógu að snúast.

Þegar ég lít til baka er ég ótrúlega þakklát fyrir að hafa hafið þessa vegferð. Hún hefur haft mótandi áhrif á líf mitt og líf mitt í dag er langt frá því að vera eins og það var áður. En þarf einfalt líf að vera óspennandi? Nei, alls ekki. Því skilgreiningin sem ég hef á einföldu lífi þarf alls ekki að vera sú sama og þín. Það sem ég hvet einstaklinga til að gera á námskeiðinu mínu Einfaldara líf Betra líf er að skoða hvaða ástæður liggja að baki því að fólk vilji einfalda. Skoða svo hvað það vill forðast og setja svo saman yfirlýsingu sem hjálpar þeim að halda áfram að taka skref í átt að einfaldara lífi á hverjum einasta degi.

Svo margir upplifa þessa tíma skrítna, sem þeir svo sannarlega eru. En hvað ef við notum þá til þess að læra eitthvað nýtt. Hvað ef við notum þennan tíma til þess að vaxa sem einstaklingar?

Hvað ef við verðum aldrei aftur eins, heldur betri útgáfa af sjálfum okkur? 

Ég hvet þig til þess að skoða líf þitt á heiðarlegan hátt. Viltu fara aftur í sama hraða eða er kannski gott að fá mörk og þurfa að lifa fábrotnara lífi en áður? Ég held að við getum komið út úr þessum tíma sterkari og heilbrigðari á anda, sál og líkama ef við veljum að fara í þá átt. 

Til þess að hjálpa þér að hefja þína vegferð í átt að einfaldara lífi hef ég ákveðið að bjóða upp á ókeypis aðgang að fyrsta fyrirlestrinum á námskeiðinu mínu Einfaldara líf  Betra líf. Þessi fyrirlestur er grunnurinn sem þarf að byggja á þegar þú byrjar að einfalda líf þitt. Ég hvet þig því til þess að gefa þér tíma til að hlusta og vinna verkefnið sem fylgir með. 

Þú getur smellt hér til að hlusta! 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál