Náði af sér kórónuveirukílóunum

Penny Lancaster tók mynd af sér þrátt fyrir að það …
Penny Lancaster tók mynd af sér þrátt fyrir að það væri óþægilegt og er nú búin að grennast aftur. Skjáskot/Instagram

Penny Lancaster er töluvert yngri en 75 ára gamli eiginmaður hennar Rod Stewart. Hún byrjaði nýlega á breytingaskeiðinu en því fylgdi töluverð áskorun. Að byrja á breytingaskeiðinu reynist ekki alltaf auðvelt og hvað þá í kórónuveirufaraldri. 

Hin 49 ára gamla Lancaster byrjaði að borða yfir tilfinningar sínar og þyngdist töluvert. Þegar hún var búin að bæta aðeins of mikið á sig tók hún mynd af maganum á sér. Svo fór hún í átak og tók aðra mynd átta vikum síðar. 

„Á meðan útgöngubanni stóð byrjaði ég á breytingaskeiðinu og aukaverkanir voru ýktari vegna kvíða og hræðslu við veiruna og það óþekkta. Ég leitaði huggunar í mat og drykk og bætti á mig meira en sex kílóum,“ skrifaði Lancaser sem tók mynd af sjálfri sér þrátt fyrir það hefði verið óþægilegt. „Það virkaði og með nýju mataræði og hreyfingu er ég búin að missa tæp átta kíló af mittinu á átta vikum.“

Penny Lancaster með eiginmanni sínum Rod Stewart.
Penny Lancaster með eiginmanni sínum Rod Stewart. Reuters
mbl.is