Þremur kílóum frá markmiðinu

Rebel Wilson í Mónakó fyrir nokkrum vikum.
Rebel Wilson í Mónakó fyrir nokkrum vikum. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson er aðeins þremur kílóum frá því að ná markmiði sínu fyrir árið 2020. Í upphafi árs setti Wilson sér það markmið að verða 75 kíló og setja heilsuna í forgrunn.

Mikið hefur verið að gera hjá Wilson síðastliðnar vikur en hún var meðal annars á ferðalagi um Evrópu í september. Hún passar þó upp á að hreyfingin mæti ekki afgangi. Í færslu á Instagram í gær sagði hún frá því að hún hefði rifið sig upp klukkan sex þrisvar sinnum í síðustu viku til að fara í fjallgöngu. 

Wilson hefur lengi verið í ofþyngd en hún öðlaðist frægð í kvikmyndaseríunni Pitch Perfect. Þar fór hún með hlutverk Fat Amy, eða feitu Amy. Hún sagði í viðtali fyrr á þessu ári að hún hefði fengið greitt aukalega fyrir að halda sér í yfirþyngd. 

Rebel Wilson.
Rebel Wilson. AFP
mbl.is