Bólur eru miklu algengari hjá körlum fyrir þrítugt

Jenna Huld Eysteindóttir, Arna Björk Kristinsdóttir og Ragna Hlín Þorleifsdóttir …
Jenna Huld Eysteindóttir, Arna Björk Kristinsdóttir og Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknar á Húðlæknastöðinni.

Í nýjasta þættinum af Húðkastinu fjalla húðlæknarnir Arna Björk Kristinsdóttir, Ragna Hlín Þorleifsdóttir og Jenna Huld Eysteinsdóttir um unglingabólur og acne, sem á íslensku kallast þrymlabólur. Þátturinn er fyrri þátturinn af tveimur um acne. 

Allt að 90% fá bólur á unglingsárunum en bólur eru í grunninn bólgusjúkdómur en ekki sýking í húðinni þó að sýking fylgi oft með. Bólur eru miklu algengari hjá körlum fyrir þrítugt en eftir þrítugt eru þær miklu algengari hjá konum.

Þær ræða um að einn algengasti misskilningurinn um bólur og acne sé að það sé manni sjálfum að kenna og hvernig maður hugsar um húðina. Þær segjast oft fá sjúklinga til sín sem séu miður sín yfir bólunum og finnist þeir hafa gert eitthvað rangt. „Orsakir acne eða bóla eru mjög margþættar þó að í grunninn séu þetta erfðir en hormónaójafnvægi spilar stærsta rullu,“ segja þær. 

Þau sem vilja læra allt um bólur, hvernig má fyrirbyggja þær upp að vissu marki og hvernig á að ná stjórn á þeim geta hlustað á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál