Jólamatur fyrir þá sem hugsa um heilsuna

Valentína Björnsdóttir forstjóri Móður náttúru segir að fólk sé farið að borða miklu meira af grænmetismat en áður. Til að mæta þörfum fólks setti fyrirtækið á markað reykta hátíðahnetusteik sem þykir mikið lostæti. Valentína segir að hún henti vel á hátíðarborðið og hægt sé að borða hana með hefðbundnu jólameðlæti og svo geti hún líka komið í staðinn fyrir hangikjöt en þá er uppstúf og baunir haft með. 

„Þessi hnetusteik er allt öðruvísi en við erum búin að vera að gera hingað til. Í grunninn notum við svipað hráefni en bætum baunaprótíni og reykefni út í hana. Þannig verður áferðin á hnetusteikinni þéttari og skemmtilegri,“ segir Valentína.

Hún segir að þessi nýja hátíðahnetusteik sé allt öðruvísi en annar grænmetismatur sem seldur er á Íslandi og markmiðið sé að handverkið og heimalagaða bragðið haldi sér í gegnum alla framleiðsluna. Viðskiptavinir Móður náttúru hafa sannarlega kunnað að meta það enda hefur fyrirtækið verið í fararbroddi á sínu sviði frá því það var stofnað árið 2003.

„Auk baunaprótínsins og reykefnisins er grænmeti, krydd, baunir og bygg í nýju hátíðahnetusteikinni. Fólk fær því góða næringu með því að borða hana. Hún er prótínrík og það eru góðar trefjar í henni svo eitthvað sé nefnt og ég verð nú bara að játa að við erum mjög stolt af þessari nýsköpun hjá okkur,“ segir hún.

Nýja hátíðahnetusteikin verður einungis fáanleg í kringum jól og áramót og mun leysa gömlu hátíðahnetusteikina af hólmi. Valentína segir að þessi nýja hafi orðið til eftir ítarlegar prófanir en þau hafi verið undir mikilli pressu að koma með þessa vöru á markað.

„Við höfum gert margar tilraunir og höfum við leyft mörgum að smakka. Þessi nýja hnetusteik þykir mikið lostæti,“ segir hún.

Aðspurð hvers vegna þau hafi farið út í að gera hnetusteik með reyktu bragði segir hún að það hafi verið mikil spurn eftir því.

„Þeir sem eru hliðhollir grænmetismat hafa saknað þess að fá reyktan mat. Þarna komum við sterk inn með það.“

Hvað borðar fólk með hátíðahnetusteikinni?

„Allt hefðbundið hátíðameðlæti passar vel með hnetusteikinni, þetta klassíska eins og heimagert rauðkál, grænar baunir, sveppasósa og fleira í þeim dúr. Ég hlakka til að borða hana með uppstúfi og grænum baunum en ég ætla að hvíla hangikjötið í ár. Það hefur fylgt mér frá því ég var barn að borða hangikjöt á jóladag en í ár verður það þessi hátíðahnetusteik.“

Er fólk farið að borða meiri grænmetismat en áður?

„Við hjá Móður náttúru höfum upplifað mikla söluaukningu á okkar vörum. Sífellt fleiri kunna að meta grænmetisfæði, sem er gott, því við þurfum að huga meira að því að minnka kolefnissporið og það getum við gert til dæmis með því að borða meira úr jurtaríkinu og hugsað vel um heilsuna í leiðinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »