Léttist um 20 kg með aðstoð Lindu Pé

Linda Pét­urs­dótt­ir er menntaður lífsþjálfi með þyngd­artap sem sér­grein.
Linda Pét­urs­dótt­ir er menntaður lífsþjálfi með þyngd­artap sem sér­grein. mbl.is/Á​sta Kristjáns­dótt­ir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur nýtur vinsælda um þessar mundir. Í þættinum er fjall­að um árangur Sigrúnar sem hefur nú þegar losað sig við 20 kg og er einungis rétt að byrja ef marka má spjallið. Sigrún er þátttakandi í Lífið með Lindu Pé. Hún er 62 ára og hefur að eigin sögn alltaf verið of þung. Sigrún hefur prófað alla megrunarkúra sem völ er á og er því mjög ánægð að hafa hitt Lindu á netnámskeiðinu.  

„Sigrún hefur lært nýja langtímaaðferð og segir þá leið auðveldari en alla megrúnakúrana sem hún hefur farið í. Grunnreglurnar fjórar eru nú hluti af hennar daglega lífi og segir Sigrún einfalt að fylgja þeim eftir.

Hvað gerist þegar við fáum okkur pizzuna sem var ekki á matarplaninu? Þá förum við í sjálfsniðurrif og gefumst upp fyrir okkur sjálfum. Sigrún er á því að breytingarnar séu að koma innan frá, í formi hugsana. 

Sigrún talar um hvað hún verður sjaldnar svöng og hversu auðvelt var að gera þessa breytingu. Hún er léttari á sér, liðugri, hreyfir sig meira og er orðin meira meðvituð um eigin hugsanir og er að öllu leyti ferskari. Ég vona að saga Sigrúnar muni veita konum innblástur.“

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

 

 

 

mbl.is