Leyfir sér Instagram tvo daga í viku

Hailey Bieber er oftast vel förðuð,
Hailey Bieber er oftast vel förðuð, AFP

Fyrirsætan Hailey Bieber er ein þeirra sem eru meðvitaðir um skaðleg áhrif samfélagsmiðla. Hún segist einungis nota samfélagsmiðla á borð við Instagram nokkra daga í viku. Instagram fóðrar óöruggi hennar eins og annarra. 

„Sannleikurinn er sá að oft sýnir fólk aðeins það besta á samfélagsmiðlum og felur annað,“ sagði Bieber í viðtali við Harper's Bazaar. Hún segir heiminn aðeins fá að sjá lítinn hluta af því hver manneskja er í raun og veru. 

Bieber, sem er gift tónlistarmanninum Justin Bieber, er aðeins 24 ára og segist enn vera að átta sig á hver hún er sem kona, hver starfsferill hennar er og hvernig eiginkona hún er. 

„Það var svo mikið í gangi að ég varð að taka mér hlé frá því að horfa á sjálfa mig og annað fólk. Ég varð að hætta að fara á Instagram frá mánudögum til föstudaga. Ef ég þarf að birta eitthvað læt ég einhvern sem ég vinn með gera það. Ég varð að taka mig út úr myndinni,“ sagði Bieber. Hún segir alla glíma við óöryggi og þó svo að fólk segi að hún sé falleg þá líði henni ekki þannig alltaf.

Hailey Bieber.
Hailey Bieber. AFP
mbl.is