„Hún var meira aðlaðandi þegar hún var yngri“

Virði fólks er ekki fólgið í aldri. Þeir sem þroskast …
Virði fólks er ekki fólgið í aldri. Þeir sem þroskast með árunum vita virði þess að vera í góðum samskiptum. mbl.is/Colourbox

„Hann býr í samfélagi sem segir honum að hún hafi verið meira aðlaðandi þegar hún var yngri, hann veit líka að hann var meira aðlaðandi þegar hann var yngri,“ segir dr. Michael Perelman um óraunhæfar kröfur samfélagsins og ástæður þess að fólk fer í kvalafulla hringi með ástarsambönd sín. 

Hringirnir eru þannig að konan upplifir sig eina eða hafnað og verður þá önug. Karlinn fer í virka forðun þegar hún verður þannig. Hringurinn er ekki neinum að kenna, en meðalið inn í aðstæðurnar er að fólk tali saman og leiti allra leiða til að sættast hvort við annað og láta af óeðlilegum kröfum.  

„Enginn er fullkominn og allir að reyna sitt besta. Samfélagið mætti samt standa sig betur í að hlutgera ekki fólk. Eins þarf að leysa úr ágreiningi og aðstoða fólk við að komast út úr því að ásaka hvort annað,“ segir sérfræðingurinn. 

WebMD

mbl.is