Yfirgaf níu mánaða gamla dóttur sína

Feðginin Eðvarð Þór og Anna Jóna í miðjunni, þau eru …
Feðginin Eðvarð Þór og Anna Jóna í miðjunni, þau eru gestir Tinnu Guðrúnar og Hlyns í hlaðvarpsþættinum Það er von.

Eðvarð Þór og Anna Jóna eru feðgin að austan, þau eru nýjustu viðmælendur hlaðvarpsins Það er von. Eddi er í bata frá fíknisjúkdómi og hefur verið í sjö ár. Neyslusaga Edda byrjar um 17 ára aldur en þá fer hann að drekka.  Hann var 19 ára þegar flutti hann til Reykjavíkur og prófaði eiturlyf í fyrsta skipti. „Ég bað náinn ættingja að redda mér bara einhverju og byrjaði mína neyslu á kókaíni,“ segir Eddi. 

Eddi eignaðist tvær dætur með fyrrverandi konunni sinni þegar hann flutti austur um tíma. Hann yfirgaf það líf og börnin sín hins vegar þegar yngri dóttir hans, Anna Jóna, var níu mánaða.

Á edrúgöngu hans hafa komið áföll en einnig hefur hann fengið dætur sínar til baka. „Þegar ég varð edrú hafði ég kynnst núverandi konunni minni. Með henni endurheimti ég ekki bara börnin mín heldur fékk ég tvö í kaupbæti,“ segir hann. 

Anna Jóna er 14 ára og tjáir sig opinskátt um það hvernig það var að eiga pabba sem yfirgaf hana og að þekkja hann ekki. „Ég var svo lengi ógeðslega reið og vildi að stjúppabbi minn myndi ættleiða mig,“ segir Anna Jóna um tilfinningarnar sem fylgdu þessu ferli.

Tilfinningaþrungið andrúmsloft myndaðist í stúdíóinu þegar Anna Jóna sagði frá ástæðum þess að hún ætlar ekki að feta sömu braut og pabbi sinn. „Ég ætla að kenna börnunum mínum að hjóla og sparka í bolta. Pabbi minn missti af níu árum og það er rosalega mikið.“

Tjáning Önnu Jónu er einlæg og hún hreinskilin og mikil fyrirmynd. Þessi unga stúlka sem hefur lent í áföllum er opin með þær tilfinningar sem fylgja því sem á undan hefur gengið. Þau feðgin veita þeim sáð sem eru eða hafa verið í samskonar aðstæðum í sínu lífi. „Leyfið barninu að stjórna förinni,“ segja þau. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál