Þetta er hægt að læra af því að gera hnébeygjur alla daga

Kirsti Buick gerði hnébeygjur alla daga til að styrkja sig …
Kirsti Buick gerði hnébeygjur alla daga til að styrkja sig eftir Covid veikindi. Skjáskot/Instagram

Rithöfundurinn Kirsti Buick ákvað að ögra sjálfri sér og gera hnébeygjur alla daga. Hún lærði heilmikið af þeirri reynslu. 

„Ég hef alltaf verið hraust og átt sterkan líkama en svo fékk ég Covid veiruna í desember 2021. Ég varð ekki mikið veik og hef í raun ekki glímt við nein eftirköst fyrir utan smá þreytu. En ég ákvað samt að gefa mér mánuð til þess að jafna mig að fullu. Ég fór því hægt af stað aftur hvað hreyfingu varðar og einbeitti mér að göngutúrum, pílates og jóga,“ segir Kirsti Buick hjá Womens Health sem ákvað svo að setja sér markmið um að gera hnébeygjur alla daga.

„Styrkur minn hafði nánast horfið á þessum vikum sem ég var að jafna mig eftir Covid. Þetta var því kjörið tækifæri til að byrja að byggja mig upp aftur og nota til þess eigin líkamsþyngd.“

Afhverju eru hnébeygjur vinsælar?

Hnébeygjur eru vinsælar styrktaræfingar því þar vinna saman margir vöðvar og liðir. Það eru fáar aðrar hreyfingar sem gera jafnmikið gagn,“ segir Sam McGowan einkaþjálfari.

Hvað fær maður út úr hnébeygjum?

„Það er margvíslegur ávinningur af hnébeygjum eins og til dæmis aukinn styrkur og minni hætta á meiðslum. Það hjálpar manni til að takast á við dagleg verkefni eins og að ganga upp og niður stiga, lyfta hlutum og margt fleira sem þarf að gera og erum bara almennt sterkari,“ segir McGowan.

Það sem hún lærði af hnébeygjunum

Buick segist hafa byrjað á að gera tíu hnébeygjur þrisvar sinnum alla daga í tvær vikur eða samtals 420 hnébeygjur. Hún segist hafa lært fjóra hluti í þessu átaki:

1. Harðsperrur ekki alltaf merki um aukinn vöðvamassa

Eftir fyrsta daginn fann Buick mikið fyrir harðsperrum. Hún hélt að hún væri þá á grænni grein en svo þarf ekki endilega að vera. Samkvæmt McGowan einkaþjálfara gætu harðsperrur einfaldlega verið merki um að vöðvarnir hafa verið lítið notaðir og séu því að kvarta. Eftir því sem maður stundar meiri líkamsrækt því færri harðsperrur fær maður. Líkaminn aðlagast. Maður getur fengið aukinn vöðvastyrk án þess að vera með harðsperrur á eftir. Það er ekkert samasem merki á milli harðsperra og vöðvamassa. Á fjórða degi var Buick hætt að finna fyrir strengjum í vöðvunum. 

2. Hefur fórnað tækninni til að komast neðar í beygjuna

„Ég hef alltaf verið stolt af því hversu djúpt ég kemst niður í hnébeygjunum. En sérfæðingar mæla með að fara varlega. Dýptin skiptir minna máli en tæknin. Já það er hægt að pína sig til að rassinn snerti jörðina en þá er líklegt að tæknin sé farin fyrir bí. Líklegt er að neðra mjóbakið sé bogið og mjaðmirnar halla of mikið fram. Ég tek upp myndbönd af mér að gera hnébeygjur og sé að ég er að gera einmitt þessi mistök,“ segir Buick.

3. Tilbreyting er góð

Að gera alltaf sömu hnébeygjurnar verður þreytt mjög fljótlega. Ég reyndi því að breyta til með því að gera súmóglímu-hnébeygjur, þröngar hnébeygjur og afturstigshnébeygjur. Allar gera sitt gagn. Afturstig gerir töluvert mikið gagn þar sem það reynir einnig á jafnvægið.

4. Sterk miðja skiptir máli

Allir sérfræðingar eru sammála um að sterk miðja sé mikilvæg þegar kemur að öflugum hnébeygjum og því sé mælt með að gera magaæfingar einnig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál