Algjör „game changer“ að fara til sálfræðings

Fyrirsætan Hailey Bieber.
Fyrirsætan Hailey Bieber. AFP

Fyrirsætan Hailey Bieber segir ákvörðun sína að fara til sálfræðings hafa verið algjöran vendipunkt í vegferð sinni að bættri heilsu, en fyrirsætan hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir að tala opinskátt um andlega heilsu sína. 

Í ársbyrjun 2019 opnaði hún sig um ýmsa erfiðleika sem hún væri að upplifa í færslu á Instagram reikningi sínum. Þar talaði hún meðal annars um kvíða, óöryggi og stanslausan samanburð á samfélagsmiðlum. 

Á dögunum deildi Hailey myndbandi á Youtube rás sinni um andlega vegferð sína. Fyrir fjórum árum byrjaði Hailey að mæta í sálfræðitíma og segir það hafa hjálpað sér gífurlega. 

„Það er eitthvað sem ég var ekki svo viss um til að byrja með, en með tímanum hef ég myndað sterk tengsl við sálfræðinginn minn og það hefur verið algjör „game changer“ fyrir mig. Þar er ég í öruggu umhverfi og get talað um það sem ég er að hugsa, sagt hlutina upphátt og fundist ég örugg án þess að vera dæmd,“ segir Hailey. 

Hailey segist einnig fá mikið út úr því að vera úti í náttúrunni, fara í notalegt bað og nota öndunaræfingar, en hún segir slíkar æfingar vera sérlega hjálplegar þegar hún finnur fyrir miklum kvíða. Samfélagsmiðlar hafa tekið sinn toll á andlegri heilsu Hailey, en í myndbandinu ræðir Hailey, sem er með yfir 44 milljónir fylgjenda á Instagram, um óöryggi og samanburð sem hún upplifir á miðlinum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál