Arnar Grant byrjaður að þjálfa á ný

Einkaþjálfarinn Arnar Grant er byrjaður að þjálfa aftur.
Einkaþjálfarinn Arnar Grant er byrjaður að þjálfa aftur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einkaþjálfarinn Arnar Grant er byrjaður að þjálfa á ný í stöðinni Pumping Iron. Arnar var áður þjálfari í World Class en honum var sagt upp störfum þar um mitt síðasta ár eftir að hafa verið í leyfi frá störfum síðan í janúar. 

Vítalía Lazareva steig fram á síðasta ári og sakaði þjóðþekkta menn um kynferðislegt ofbeldi. Sagðist hún í sama viðtali hafa átti leynilegu ástarsambandi við kvæntan mann, en Arnar fór í tímabundið leyfi eftir að hún steig fram. 

Var honum svo sagt upp störfum eftir að Ari Edwald, Heggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson sökuðu hann og Vítalíu um tilraun til fjárkúgun, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þau hafa vísað þessum ásökunum á bug.

„Fyrir þá sem eru að leita að mér þá er ég hér,“ skrifar Arnar við mynd af sér á nýja vinnustaðnum, Pumping Iron. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál