Greindist með einhverfu 35 ára

Raunveruleikastjarnan Amber Borzotra fékk nýverið einhverfugreiningu, en hún er 35 …
Raunveruleikastjarnan Amber Borzotra fékk nýverið einhverfugreiningu, en hún er 35 ára gömul. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Amber Borzotra opnaði sig á dögunum um að hafa nýverið fengið einhverfugreiningu. Borzota, sem er 35 ára gömul, segist hafa barist við skakka sjálfsmynd í mörg ár áður en hún fékk loksins greininguna.

Borzota er þátttakandi í nýjustu þáttaröð raunveruleikaþáttanna The Challange: Ride or Die, en í síðasta þætti opnaði hún sig um greininguna. 

„Ég á í erfiðleikum í félagslegum aðstæðum, og þessi mikla pressa hefur reynst mér erfið. Ég hef tekið lyf við þunglyndi og kvíða í þáttunum, og ég hef sagt fólki frá því að ég hafi ekki gert það því mér þótti það vandræðalegt,“ sagði hún. 

Borzotra er ófrísk af sínu fyrsta barni, en hún tilkynnti …
Borzotra er ófrísk af sínu fyrsta barni, en hún tilkynnti óléttuna í janúar síðastliðnum. Skjáskot/Instagram

„Vildi að ég hefði komist að þessu miklu fyrr“

Fram kemur á vef Daily Mail að raunveruleikastjarnan hafi einnig rætt hvernig einhverfan hafi haft áhrif á hennar daglega líf. Hún byrjar á að útskýra að hún hafi speglað sig í öðru fólki til að falla inn í hópinn.

„Þannig að ef ég sé einhvern faðma einhvern, eða að gera eitthvað, þá finnst mér ég þurfa að spegla það,“ sagði Borzotra.

„Ég vildi að ég hefði komist að þessu miklu fyrr því ég hef barist við sjálfsmynd mína í 34 ár. Það er erfitt á mínum aldri að komast að þessu,“ bætti hún við. 

Hins vegar segist Borzota vilja lifa lífinu eins vel og hún gæti, og því væri hún afar ánægð að vera komin með greininguna. „Það er gott að ... vera maður sjálfur. Og ég vil bara að þið vitið: Þetta er ég,“ sagði hún að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál