„Ég viðurkenni að ég varð frekar meyr“

Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir

Leikfimisdrottningin Karitas María Lárusdóttir þjálfaði fullan sal af fólki til styrktar Einstökum börnum á miðvikudaginn var. Leikfimistíminn fór fram í Sjálandi og var pláss fyrir 75 manneskjur í tímanum. Það seldist upp í tímann á augabragði. Karitas María þekkir áhrifamátt Einstakra barna því vinkona hennar, Guðrún Nielsen, á son með Dravet heilkenni.

„Ég viðurkenni að ég varð frekar meyr og þetta var extra gott í hjartað,“ segir Karitas María og bætir við:

„Ég vil alltaf reyna leggja mitt af mörkum þegar það kemur að góðum málefnum og þetta var líklega ein besta leiðin. Ein af mínum bestu vinkonum, Guðrún Nielsen, á strák með Dravet heilkenni svo það var extra góð tilfinning að geta gefið aðeins af sér og styrkt Einstök börn,“ segir hún.

Þegar Karitas María er spurð að því hvernig fólk er að hlúa að heilsunni segist hún finna fyrir því að fólk hugsi ekki bara um líkamlega heilsu heldur líka andlega.

„Með bættu heilbrigði má bæði koma í veg fyrir sjúkdóma og auka lífsgæði. Einnig skiptir það miklu máli að fylla á gleði tankana og hafa gaman að lífinu. Það eykur sömuleiðis vellíðan og gerir okkur frekar kleift að verða besta útgáfan af okkur sjálfum.“

Karitas María var uppi á palli að sýna æfingarnar svo …
Karitas María var uppi á palli að sýna æfingarnar svo allir sæju vel. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir

Nú eru sumarfrí framundan. Karitas María segir að það skipti máli að á þessum árstíma og breyta um áherslur en njóta lífsins um leið.

„Það er gott að hafa það i huga að öll hreyfing telur, sama hvaða tegundar hún er og við ættum alltaf að geta komið fyrir smá hreyfingu hvern dag. Mér finnst frábært að auka útiveruna á sumrin og njóta þess að hreyfa mig í fersku lofti. Gönguferðir, golf, hjólatúrar, sund, fjallgöngur með fjölskyldunni og þess vegna stutt stoppa til þess að taka armbeygjur, hnébeygjur eða hvað sem er til að fá enn meira úr ferðinni. Mér finnst alltaf extra skemmtilegt að leyfa öllum að vera með, bæði stórum og smáum. Við erum fyrirmyndir barnanna og þeim finnst mjög gaman að fá að vera þátttakendur,“ segir hún.

H verslun sá um viðburðinn ásamt, Beautyklúbbnum, World Class og Sjáland Event og var ekki bara sviti og líkamsrækt í boði fyrir þá sem mættu heldur fengu allir veglega gjafapoka.

Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál