Eru þetta svölustu húfurnar?

Guðmundur Úlfarsson annar hönnuðanna í Or Type.
Guðmundur Úlfarsson annar hönnuðanna í Or Type.

Húfurnar frá 66°Norður hafa notið vinsælda upp á síðkastið. Önnur hver sparigugga, ömmur þeirra, frændur, frænkur og skyldmenni hafa varla sést utandyra nema að vera með eina slíka á höfðinu. Nú kynnir 66°Norður og Or Type samstarf sitt í tilefni af HönnunarMars. Um er að ræða nýjar útgáfur af húfukollunni og nýtt letur sem er sérhannað af Or Type fyrir 66°Norður í tengslum við 90 ára afmæli þess en 66°Norður var stofnað árið 1926.

„Við byggðum allar húfurnar á 90 ára afmæli 66°Norður. Gamlar samskiptaleiðir sjómanna koma fyrir í einni og önnur er síðan eitthvað sem við myndum kalla „the original“, húfa sem aldrei var til en hefði með öllu réttu átt að vera upprunalega húfukollan. Þriðja húfan er síðan orðaleikur þar sem við leikum okkur með þessi þrjú atriði í samstarfinu, 66, Or og 90,“ segir Guðmundur Úlfarsson annar hönnuðanna í Or Type.

Or Type er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands. Hún var formlega opnuð með sýningu á HönnunarMars 2013, en það eru Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse sem standa á bak við útgáfuna. Or Type selur letur í gegnum netið á heimasíðunni www.ortype.is.

Húfurnar og letrið verður sýnt í sérstakri opnun milli kl. 17 og 19 á Skólavörðustíg 12 í dag.

Húfurnar eru mjög svalar.
Húfurnar eru mjög svalar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál