Glasagarðar til sýnis í fyrsta sinn á Íslandi

Íslenska hönnunarfyrirtækið VIGT stóð fyrir sýningunni Af jörðu í tengslum við HönnunarMars. Á sýningunni mátti sjá glasagarða frá Vessel, húsgagnahönnun frá VIGT í samvinnu við Granítsmiðjuna ásamt sjónrænni nálgun Graen Studios gagnvart viðfangsefninu. Unnið var með náttúruleg efni þar sem þekking og handbragð leiða af sér falleg húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið.

Áhugi á plöntum og náttúru hefur aukist í íslensku samfélagi og sífellt er verið að leita leiða til að samþætta náttúruna lífi fólks og heimilum. 

Á þessari sýningu voru glasagarðar til sýnis í fyrsta sinn á Íslandi. Samspil glasagarða, húsgagna og fylgihluta sýndu hvernig nýta mætti náttúrulegan efnivið í hönnun og færa náttúruna inn á heimilið.

Vessel er fyrirtæki í eigu Írisar Erlingsdóttur sem hefur um 10 ára skeið sérhæft sig í plöntum og gerð glasagarða (e. Terrarium) fyrir heimili og vinnustaði. VIGT hefur hannað og framleitt húsgögn og heimilismuni frá árinu 2013. Áhersla hefur verið lögð á framleiðslu í heimabyggð þar sem gæði eru tryggð áður en varan leggur leið sína inn í nýtt rými. Granítsmiðjan hefur undanfarin ár verið í fararbroddi í steinsmíði á Íslandi og sérhæft sig í sérsmíði.

Boðið var upp á léttar veitingar og líflega tónlist. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál