Fjölmenni á opnunarhátíð HönnunarMars

Halla Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Erla Dögg Ingjaldsdóttir, …
Halla Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Erla Dögg Ingjaldsdóttir, Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir. Ljósmynd/Samsett

Hönnunarhátíðin HönnunarMars var opnuð með formlegum hætti í Hörpu í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra opnaði hátíðina ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. 

Vel var mætt á opnunarhátíðina sem nú er haldin í 15 sinn. Halldór Eldjárn kom fram ásamt því að sviðslistahópurinn Hringleikur lék listir sínar fyrir gesti í hönnun eftir Ýrúrarí.

Í kjölfarið opnuðu yfir 100 sýningar hátíðarinnar sem breiðir úr sér um alla borg með fjölbreyttum og forvitnilegum hætti. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Hvað nú? þar sem 100 sýningar, 400 þátttakendur og 100 viðburðir endurspegla það sem efst er á baugi á sviði hönnunar og arkitektúrs, veita innsýn inn í nýjar lausnir og hugmyndir og sýna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir samtímans til innblásturs fyrir þátttakendur og gesti.

Hátíðin stendur yfir dagana 3. - 7. maí og skapandi tilraunir, endurvinnsla, nýsköpun, endurnýting, verðmætasköpun og leikur eru rauður þráður í dagskránni þar sem ólíkar hönnunargreinar á borð við arkitektúr, grafíska hönnun, fatahönnun, vöruhönnun og stafræna hönnun varpa ljósi á þá miklu grósku sem á sér stað í hönnun hér á landi.

Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál