Glæsihús á Landssímareitnum

Lindarvatn ehf., sem er í eigu Icelandair Group og Dalsness, sem skipuleggur uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll, hefur látið gera myndband sem sýnir hvernig umhorfs verður á reitnum að framkvæmdum loknum. Óhætt er að segja að glæsilegt sé um að litast.

Icelandair hótel munu starfrækja Iceland Parliament hótel undir merkjum Curio by Hilton í gamla Landssímahúsinu, auk þess sem tónlistarsalurinn NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Einnig verða veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum.

Á  sýningunni „Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur“ sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu má sjá líkön af uppbyggingunni á svæðinu. Markmiðið með sýningunni í ráðhúsinu er að veita borgarbúum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál