Ari og Linda keyptu flotta útsýnisíbúð

Ari Eldjárn og Linda Guðrún Karlsdóttir.
Ari Eldjárn og Linda Guðrún Karlsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinsælasti grínari landsins, Ari Eldjárn, og kona hans Linda Guðrún Karlsdóttir, hafa fest kaup á glæsilegri útsýnisíbúð á Seltjarnarnesi. Fasteignamat íbúðarinnar eru rúmlega 58 milljónir en Ari og Linda borguðu rúmlega 90 milljónir fyrir íbúðina. 

Um er að ræða 174 fm íbúð á besta stað á Seltjarnarnesi eða við Tjarnarstíg 14. Útsýnið úr íbúðinni er framúrskarandi og er íbúðin vel skipulögð og heillandi. Auk þess eru nágrannar ekki af verri endanum. Einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar, Arnaldur Indriðason, býr í sömu götu eða við Tjarnarstíg 10 ásamt eiginkonu sinni. 

Í eldhúsinu á Tjarnarstíg er hvít sprautulökkuð innrétting og úr eldhúsinu er gengið út á svalir. Stór rennihurð hleypir hafinu beint inn í eldhús. Ekkert hamlar fallegu útsýninu því á svölunum er glerhandrið. 

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál