Magnús leigir út á Airbnb

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrr­ver­andi for­stjóri United Silicon, býður einbýlishús sitt við Huldubraut 28 í Kópavogi til leigu. 

Smartland sagði frá því á dögunum að Magnús hygðist selja húsið sem hann keypti árið 2015 af Ólafi Ólafssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Hann vildi fá í kringum 150 milljónir fyrir húsið. 

Húsið er 304 fm að stærð en það var byggt 1994. Ólaf­ur Ólafs­son, oft kennd­ur við Sam­skip, og Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir eig­in­kona hans festu kaup á hús­inu 11. nóv­em­ber 1996. Þau seldu hins veg­ar Magnúsi Ólafi húsið 22. maí 2015. 

Inni á síðunni Airbnb er hægt að leigja húsið á 294 dollara nóttina eða um 30 þúsund íslenskar á gengi dagsins. Í húsinu er hátt til lofts og vítt til veggja og margir myndu segja þetta hóflegt verð þar sem níu manneskjur geta gist í húsinu í einu. 

Þessi gluggi er með sturluðu útsýni.
Þessi gluggi er með sturluðu útsýni.
mbl.is