Tekur alltaf til áður en hún fer að sofa

Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að fasteignasölur séu oftar en ekki kuldalegar. Hún naut þess því í botn að hanna nýjar skrifstofur fyrir fasteignasöluna Torg sem er í eigu Hafdísar Rafnsdóttur. 

Hvað hafðir þú í huga þegar þú hannaðir þessa skrifstofu?

„Mig langaði að gera vinnustaðinn notalegan og aðlaðandi bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Oftar en ekki finnst mér fasteignasölur vera kuldalegar og alls ekki í takti við það hlutverk þeirra að hjálpa fólki að eignast fallegt heimili fyrir fjölskylduna eða húsnæði fyrir fyrirtæki þar sem starfsfólki og viðskiptavinum á að líða vel,“ segir Rut. 

Hvernig stemningu vildir þú framkalla?

„Lagt var upp með að hönnunin endurspeglaði ímynd fyrirtækisins, sem bæði er framsækið og traust en leggur mikla áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína vel. Stemningin átti að vera hlýleg og notaleg en um leið virðuleg.“

Er fólk farið að sækjast meira í það að skrifstofan sé heillandi? Hvað er það sem fólk sækist eftir í dag?

„Ég held að stjórnendur fyrirtækja séu farnir að átta sig á mikilvægi þess að leggja meira upp úr fallegu og þægilegu umhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi. Þetta hefur margþætt jákvæð áhrif. Starfsfólkinu líður betur og vill frekar vinna á slíkum vinnustað. Þetta getur því verið mikilvægur þáttur til að minnka starfsmannaveltu. Viðskiptavinirnir finna einnig að fyrirtækinu er annt um að þeim líði vel þegar þeir koma á staðinn og verða fyrir jákvæðri upplifun. Þannig getur góð hönnun og fallegt útlit vinnustaðarins einnig hjálpað til við að byggja upp jákvæða ímynd fyrirtækisins.“

Hvernig er vinnuumhverfi að þróast eða er það kannski ekkert að gera það?

„Vinnustaðir eru mjög margbreytilegir og að sjálfsögðu er alltaf einhver þróun í gangi. Skrifstofuhúsnæði hefur til dæmis þróast á síðustu árum úr lokuðum rýmum í opnari vinnusvæði og nú er (líklega) farið að loka þeim meira aftur, eða í það minnsta að búa til aðstöðu þannig að starfsmenn geti komist í „skjól“ ef þannig ber undir. Sum vinnusvæði geta jafnvel minnt meira á kaffihús en hefðbundnar skrifstofur. Mikilvægt er að hvert fyrirtæki finni hvað hentar þess starfsemi og starfsfólki best. Grunnurinn í þessu er samt alltaf að leggja alúð við hönnunina á umhverfinu hvaða leið sem er farin. Grunnskipulagið þarf að vera gott og síðan þarf að byggja ofan á það m.a. með góðri lýsingu, fallegum litum, efnisvali og vönduðum húsgögnum.“

Í hvernig vinnuumhverfi líður þér best?

„Ég gæti aldrei þrifist á vinnustað þar sem ekki er lögð áhersla á fallegt og notalegt umhverfi. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að fá að starfa í fallegu umhverfi rétt eins og að borða góðan hollan mat, drekka gott kaffi og klæðast fallegum og þægilegum fötum. Stjórnendur fyrirtækja eru betur og betur að átta sig á mikilvægi þessa. Mín reynsla er sú að þegar ég hef unnið að hönnun heimila fyrir fólk – sem jafnframt er eigendur fyrirtækja – þá vill það oft ráðast í hönnun og breytingar á vinnustaðnum sínum í kjölfarið. Það hefur þá fundið á eigin skinni hvernig hönnun húsnæðisins getur breytt líðan og stemningu á jákvæða hátt,“ segir Rut. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hafdís Rafnsdóttir, eigandi fasteignasölunnar Torgs, fékk Rut til að hanna skrifstofurnar því hún hafði unnið með henni áður og fannst hún klár. 

„Hún er fagmaður fram í fingurgóma en líka skemmtileg og svo heillast ég líka af stílnum hennar þannig að við náum mjög vel saman. Allar teikningar og plön hennar stóðust 100%,“ segir Hafdís. 

Hvaða óskir varstu með?

„Að skrifstofan yrði umfram allt hlýleg, notaleg og heimilisleg og að fólki liði vel að koma inn til okkar þegar það er oft og tíðum að gera stærstu viðskipti lífs síns.“

Finnst þér vinnuumhverfið skipta máli?

„Já, gríðarlega miklu máli. Útlit vinnustaðarins þarf að endurspegla starfsemina og okkur eigendur og starfsfólk og það sem við stöndum  fyrir. Okkar grunngildi eru kraftur, traust og árangur og mér finnst Rut hafa náð þessu mjög vel fram.“

Er skemmtilegra að vinna þegar umhverfið er fallegt?

„Já, já miklu skemmtilegra að vinna og ég hlakka til að mæta á hverjum morgni og taka fyrsta kaffibollann í nýja eldhúsinu. Það fylgir því viss vellíðan að taka á móti fólki og bjóða velkomið þegar maður er ánægður með vinnustaðinn.“

Hverju hafa þessar breytingar skilað?

„Gullhömrum og svo líður starfsfólkinu betur og það gengur betur um. Við fáum mikil og jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum en heildarárangurinn vegna reksturs skrifstofunnar verður ekki metinn út frá breytingunum enda ekki tilgangurinn, heldur frekar sá að öllum líði vel sem koma á Torgið, bæði viðskiptavinum og starfsfólki,“ segir Hafdís. 

Hefur þú alltaf lagt upp úr því að hafa fallegt í kringum þig?

„Já, mér hefur alltaf fundist það skipta miklu máli að hafa fallegt og hreint í kringum mig. Ég elska afskorin blóm og kerti og er ein af þeim sem fer ekki að sofa fyrr en ég er búin að taka allt til á heimilinu.“

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is

Pör sem rífast eru hamingjusamari

Í gær, 21:00 Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

Í gær, 18:00 Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

Í gær, 15:00 Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Umhugað um kaffiheilsu landans

Í gær, 12:00 „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

í gær „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

í gær Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Þetta vilja konur í rúminu

í fyrradag Margt fólk á sér kynlífsdraumóra sem það deilir ekki með neinum, ekki einu sinni maka sínum. Dónalegt tal og að láta binda fyrir augun er meðal þess sem margar konur vilja í rúminu. Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

í fyrradag Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »

Linda Mjöll og Þórunn Antonía mættu

í fyrradag Kvikmyndin Fullir vasar var frumsýnd í gærkvöldi í Smárabíói en það sem vekur athygli er að fjórar Snapchat-stjörnur leika aðalhlutverkin í myndinni. Meira »

Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

í fyrradag Miranda Bond breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu. Meira »

Allt á útopnu í 30 ára afmæli Fjölnis

í fyrradag Það var glatt á hjalla í Egilshöll þegar íþróttafélagið Fjölnir fagnaði 30 ára afmæli. Á afmælinu var ný skrifstofu- og félagsaðstaða vígð og var það Dagur B. Eggertsson sem gerði það. Hann tók svo þátt í gleðinni og skemmti sér með félagsmönnum. Meira »

Ertu sambandsfíkill?

16.2. Ein tegund fíknar sem veldur því að við festumst í slíkum samböndum kallast ástarfíkn og hún er alls ekki eins óalgeng og við stundum viljum halda enda rauðar bókmenntir og bíómyndir duglegar að ýta undir þær tilfinningar sem þar fara af stað, og við erum aldar upp við það (a.m.k stelpur) að svona eigi ástin að vera í allri sinni mynd. Meira »

Klippingin var skyndiákvörðun

16.2. Díana prinsessa lét hárið fjúka árið 1990 eftir myndatöku fyrir Vogue. Fáar konur í bresku konungsfjölskyldunni hafa skartað jafn stuttu hári. Meira »

Kærastinn býr enn þá hjá sinni fyrrverandi

15.2. „Ég stundaði kynlíf með ástmanni mínum í mörg ár áður en kærastan hans vissi. Nú erum við búin að vera kærustpar í næstum því heilt ár en hann býr enn þá heima hjá sinni fyrrverandi.“ Meira »

Ímynd „ofurkonunnar“ stórhættuleg

15.2. „Það má í rauninni segja að ég hafi slysast inn í dagskrágerð þegar Helgi Jóhannesson pródúsent bauð mér að koma í prufur fyrir unglingaþáttinn Ópið. Ég gleymi því seint þegar ég tók fyrsta prufu-viðtalið við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttamann. Ég fékk starfið og unglingaþátturinn Ópið var í loftinu í eitt ár.“ Meira »

Heimilislíf: Ekki handlagin og breytir sjaldan

15.2. Leikkonan María Heba flutti í Hafnarfjörð fyrir níu árum og segist elska bæjarbraginn sem einkennir sveitarfélagið. Í bárujárnshúsinu með rauðu hurðinni gilda ákveðnar reglur en þær eru að fjölskyldumeðlimir séu glaðir og góðir. Meira »

Fyrstu stefnumót stjarnanna

15.2. 50 ljósmyndarar biðu Amal Clooney á fyrsta stefnumóti hennar og George Clooney. Kate Hudson fór hins vegar í fjallgöngu með kærasta sínum á þeirra fyrsta stefnumóti. Meira »

Friðrik og Vigdís selja Sólvallagötuna

15.2. Við Sólvallagötu hafa Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir búið sér fallegt heimili. Nú er íbúðin komin á sölu. Meira »

58 ára og þorir ekki að skipta um vinnu

15.2. „Er ég haldin einhvers konar meðvirkni ef mér finnst erfitt að taka ákvarðanir t.d. varðandi vinnu? Finn að ég er orðin pínu útbrennd og leið í starfinu mínu, sem ég hef sinnt í 11 ár og langar til að breyta um. En vandamálið er að ég er alltaf að humma það af mér.“ Meira »

Hefur ekki alltaf verið í góðu formi

15.2. Stjörnuþjálfarinn Lacey Stone er í hörkuformi í dag en lífið hefur ekki bara verið niður í móti. Eftir erfiðleika í einkalífinu byrjaði hún að borða óhollt og drekka mikið. Meira »
Meira píla