Tekur alltaf til áður en hún fer að sofa

Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að fasteignasölur séu oftar en ekki kuldalegar. Hún naut þess því í botn að hanna nýjar skrifstofur fyrir fasteignasöluna Torg sem er í eigu Hafdísar Rafnsdóttur. 

Hvað hafðir þú í huga þegar þú hannaðir þessa skrifstofu?

„Mig langaði að gera vinnustaðinn notalegan og aðlaðandi bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Oftar en ekki finnst mér fasteignasölur vera kuldalegar og alls ekki í takti við það hlutverk þeirra að hjálpa fólki að eignast fallegt heimili fyrir fjölskylduna eða húsnæði fyrir fyrirtæki þar sem starfsfólki og viðskiptavinum á að líða vel,“ segir Rut. 

Hvernig stemningu vildir þú framkalla?

„Lagt var upp með að hönnunin endurspeglaði ímynd fyrirtækisins, sem bæði er framsækið og traust en leggur mikla áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína vel. Stemningin átti að vera hlýleg og notaleg en um leið virðuleg.“

Er fólk farið að sækjast meira í það að skrifstofan sé heillandi? Hvað er það sem fólk sækist eftir í dag?

„Ég held að stjórnendur fyrirtækja séu farnir að átta sig á mikilvægi þess að leggja meira upp úr fallegu og þægilegu umhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi. Þetta hefur margþætt jákvæð áhrif. Starfsfólkinu líður betur og vill frekar vinna á slíkum vinnustað. Þetta getur því verið mikilvægur þáttur til að minnka starfsmannaveltu. Viðskiptavinirnir finna einnig að fyrirtækinu er annt um að þeim líði vel þegar þeir koma á staðinn og verða fyrir jákvæðri upplifun. Þannig getur góð hönnun og fallegt útlit vinnustaðarins einnig hjálpað til við að byggja upp jákvæða ímynd fyrirtækisins.“

Hvernig er vinnuumhverfi að þróast eða er það kannski ekkert að gera það?

„Vinnustaðir eru mjög margbreytilegir og að sjálfsögðu er alltaf einhver þróun í gangi. Skrifstofuhúsnæði hefur til dæmis þróast á síðustu árum úr lokuðum rýmum í opnari vinnusvæði og nú er (líklega) farið að loka þeim meira aftur, eða í það minnsta að búa til aðstöðu þannig að starfsmenn geti komist í „skjól“ ef þannig ber undir. Sum vinnusvæði geta jafnvel minnt meira á kaffihús en hefðbundnar skrifstofur. Mikilvægt er að hvert fyrirtæki finni hvað hentar þess starfsemi og starfsfólki best. Grunnurinn í þessu er samt alltaf að leggja alúð við hönnunina á umhverfinu hvaða leið sem er farin. Grunnskipulagið þarf að vera gott og síðan þarf að byggja ofan á það m.a. með góðri lýsingu, fallegum litum, efnisvali og vönduðum húsgögnum.“

Í hvernig vinnuumhverfi líður þér best?

„Ég gæti aldrei þrifist á vinnustað þar sem ekki er lögð áhersla á fallegt og notalegt umhverfi. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að fá að starfa í fallegu umhverfi rétt eins og að borða góðan hollan mat, drekka gott kaffi og klæðast fallegum og þægilegum fötum. Stjórnendur fyrirtækja eru betur og betur að átta sig á mikilvægi þessa. Mín reynsla er sú að þegar ég hef unnið að hönnun heimila fyrir fólk – sem jafnframt er eigendur fyrirtækja – þá vill það oft ráðast í hönnun og breytingar á vinnustaðnum sínum í kjölfarið. Það hefur þá fundið á eigin skinni hvernig hönnun húsnæðisins getur breytt líðan og stemningu á jákvæða hátt,“ segir Rut. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hafdís Rafnsdóttir, eigandi fasteignasölunnar Torgs, fékk Rut til að hanna skrifstofurnar því hún hafði unnið með henni áður og fannst hún klár. 

„Hún er fagmaður fram í fingurgóma en líka skemmtileg og svo heillast ég líka af stílnum hennar þannig að við náum mjög vel saman. Allar teikningar og plön hennar stóðust 100%,“ segir Hafdís. 

Hvaða óskir varstu með?

„Að skrifstofan yrði umfram allt hlýleg, notaleg og heimilisleg og að fólki liði vel að koma inn til okkar þegar það er oft og tíðum að gera stærstu viðskipti lífs síns.“

Finnst þér vinnuumhverfið skipta máli?

„Já, gríðarlega miklu máli. Útlit vinnustaðarins þarf að endurspegla starfsemina og okkur eigendur og starfsfólk og það sem við stöndum  fyrir. Okkar grunngildi eru kraftur, traust og árangur og mér finnst Rut hafa náð þessu mjög vel fram.“

Er skemmtilegra að vinna þegar umhverfið er fallegt?

„Já, já miklu skemmtilegra að vinna og ég hlakka til að mæta á hverjum morgni og taka fyrsta kaffibollann í nýja eldhúsinu. Það fylgir því viss vellíðan að taka á móti fólki og bjóða velkomið þegar maður er ánægður með vinnustaðinn.“

Hverju hafa þessar breytingar skilað?

„Gullhömrum og svo líður starfsfólkinu betur og það gengur betur um. Við fáum mikil og jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum en heildarárangurinn vegna reksturs skrifstofunnar verður ekki metinn út frá breytingunum enda ekki tilgangurinn, heldur frekar sá að öllum líði vel sem koma á Torgið, bæði viðskiptavinum og starfsfólki,“ segir Hafdís. 

Hefur þú alltaf lagt upp úr því að hafa fallegt í kringum þig?

„Já, mér hefur alltaf fundist það skipta miklu máli að hafa fallegt og hreint í kringum mig. Ég elska afskorin blóm og kerti og er ein af þeim sem fer ekki að sofa fyrr en ég er búin að taka allt til á heimilinu.“

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is

Algengasta lygin á Tinder

Í gær, 23:59 „Ekki í kvöld, það er áliðið og ég er svo þreyttur, þarf að vakna snemma til vinnu á morgun,“ á þennan hátt hafa eflaust margir hætt við eða frestað stefnumótum. Meira »

Þær verst klæddu á Billboard

Í gær, 21:00 Billboard tónlistarverðlaunin voru veitt um helgina í skugga konunglega brúðkaupsins. Á meðan fágun og elegans ríkti í Windsor um helgina var allt annað upp á teningnum í Las Vegas þar sem verðlaunin voru veitt. Meira »

Samfylkingarkonur kunna að skemmta sér

Í gær, 18:00 Samfylkingarkonur í Reykjavík gerðu sér glaðan dag á föstudaginn og slógu upp veislu í kosningamiðstöð XS við Hjartatorgið í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar var gestgjafi kvöldsins. Meira »

Mætti í strigaskóm í brúðkaupsveisluna

Í gær, 15:00 Konunglegt brúðkaup stoppaði Serenu Williams ekki frá því að mæta í strigaskóm í veislu Harry og Meghan á laugardagskvöldið. Williams klæddist einnig strigaskóm í sínu eigin brúðkaupi. Meira »

Ingvar Mar féll fyrir Fossvoginum

Í gær, 12:00 Ingvar Mar Jónsson býr í huggulegu húsi í Fossvogi ásamt Sigríði Nönnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, og fjórum börnum. Ingvar Mar og Sigríður Nanna kynntust árið 1997 og giftu sig ári síðar og eiga því 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Meira »

Svona fór Sigmundur að því að léttast

Í gær, 09:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að létta sig um 20 kíló. Hann segir að þetta sé allt annað líf en í dag lyftir hann lóðum og borðar ekki stöðugt eins og hann gerði áður. Meira »

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

Í gær, 06:00 Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »

Þessu verður þú að fylgjast með!

í fyrradag Það er leit að góðum bröndurum þessa dagana. Eftirfarandi eru 10 Instagrammarar sem þú verður að fylgjast með til að létta þér lífið í sumar. Meira »

Ertu nokkuð að skemma fyrir þér?

í fyrradag Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér ræðir hún nokkra hluti sem geta hindrað fólk í að finna ástina og fara í sambönd. Meira »

Berjarauðar varir og vængjuð augu

í fyrradag Í sumar eru dökkar berjalitaðar varir vinsælar og löng augnlína dregin í vængi. Alicia Vikender tekur útlitið á næsta stig.  Meira »

10 ferskustu sumarilmvötnin

í fyrradag Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi. Meira »

Setur á sig maska og spilar Céline Dion

í fyrradag Ástrós Traustadóttir getur verið einungis 15 mínútur að taka sig til dagsdaglega. Fyrir fínni tækifæri gefur hún sér þó einn til einn og hálfan tíma. Meira »

Hefur áður haldið fram hjá henni óléttri

í fyrradag „Ég frétti það frá „hinni konunni“ að ég hafði haft rétt fyrir mér allan tímann með það að maðurinn minn hélt fram hjá mér þegar ég var ólétt. Nú fjórum árum seinna er ég enn að fylgjast með honum.“ Meira »

Lykillinn að leggjafegurð Mcpherson

20.5. Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er þekkt fyrir langa og guðdómlega fótleggi. Þrátt fyrir að hún geti þakkað móður sinni fyrir leggjalengdina segir hún í nýjum pistli að mataræði og líkamsrækt skipti hana líka máli. Meira »

Besta leiðin til að fá það sem þú vilt í kynlífinu

20.5. Einungis 9% af fólki, samkvæmt rannsóknum, er ánægt með kynlífið sitt án þess að tala um það. 91% er óánægt með kynlífið og getur ekki talað um það heldur. Samskipti eru lykilatriði að mati Áslaugar Kristjánsdóttur kynfræðings til að auka ánægjuna í svefnherberginu. Í þessu viðtali útskýrir hún árangursríkustu leiðirnar til að fá það sem manni langar á þessu sviði. Meira »

Tískutrendin 2018 að mati Söru

20.5. Sara Dögg er 27 ára Eyjamær, búsett í Bryggjuhverfinu. Hún er í sambúð og á einn son. Sara er bloggari á femme.is, starfar sem innanhúsarkitekt og er áhugasamur instagram-ari (@sdgudjons). Meira »

9 brúðkaupsleyndarmál

20.5. Þegar stóri dagurinn hefur verið ákveðinn er í mörgu að snúast. Þeir sem hafa gengið í gegnum þennan viðburð í lífinu eru sammála um að dagurinn sé sérstakur, en það séu hlutir sem þeir hefðu viljað vita áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn. Meira »

Heima er staður fyrir ást

20.5. Eva Dögg Rúnarsdóttir er ein af þeim sem gustar af. Hún er markaðsstjóri Brauðs og Co. Fjölskyldan býr í Skerjafirði, en auk Evu búa í húsinu Gústi, Bassi og Nóra. Eva er fatahönnuður. Meira »

Þegar ég byrjaði að elska vigtina

20.5. Það eru margir með gremju gagnvart húsgagni á heimilinu sem kallast vigt. Greinin fjallar um hvernig þú getur byrjaði að elska vigtina þína. Meira »

8 atriði sem láta heimilið líta ódýrt út

20.5. Gott er að varast nokkur atriði sem geta dregið úr fegurð heimilisins og einfaldlega látið heimilisstílinn líta út fyrir að vera ómerkilegan og jafnvel ódýran Meira »

Héldu upp á daginn með stæl

20.5. Linda Hilmarsdóttir, Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir og Harpa Rut Hilmarsdóttir eru Royal-systurnar og þess vegna héldu þær konunglegt boð í Hafnarfirði í tilefni af brúðkaupi Harrys og Meghan. Meira »