Tekur alltaf til áður en hún fer að sofa

Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að fasteignasölur séu oftar en ekki kuldalegar. Hún naut þess því í botn að hanna nýjar skrifstofur fyrir fasteignasöluna Torg sem er í eigu Hafdísar Rafnsdóttur. 

Hvað hafðir þú í huga þegar þú hannaðir þessa skrifstofu?

„Mig langaði að gera vinnustaðinn notalegan og aðlaðandi bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Oftar en ekki finnst mér fasteignasölur vera kuldalegar og alls ekki í takti við það hlutverk þeirra að hjálpa fólki að eignast fallegt heimili fyrir fjölskylduna eða húsnæði fyrir fyrirtæki þar sem starfsfólki og viðskiptavinum á að líða vel,“ segir Rut. 

Hvernig stemningu vildir þú framkalla?

„Lagt var upp með að hönnunin endurspeglaði ímynd fyrirtækisins, sem bæði er framsækið og traust en leggur mikla áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína vel. Stemningin átti að vera hlýleg og notaleg en um leið virðuleg.“

Er fólk farið að sækjast meira í það að skrifstofan sé heillandi? Hvað er það sem fólk sækist eftir í dag?

„Ég held að stjórnendur fyrirtækja séu farnir að átta sig á mikilvægi þess að leggja meira upp úr fallegu og þægilegu umhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi. Þetta hefur margþætt jákvæð áhrif. Starfsfólkinu líður betur og vill frekar vinna á slíkum vinnustað. Þetta getur því verið mikilvægur þáttur til að minnka starfsmannaveltu. Viðskiptavinirnir finna einnig að fyrirtækinu er annt um að þeim líði vel þegar þeir koma á staðinn og verða fyrir jákvæðri upplifun. Þannig getur góð hönnun og fallegt útlit vinnustaðarins einnig hjálpað til við að byggja upp jákvæða ímynd fyrirtækisins.“

Hvernig er vinnuumhverfi að þróast eða er það kannski ekkert að gera það?

„Vinnustaðir eru mjög margbreytilegir og að sjálfsögðu er alltaf einhver þróun í gangi. Skrifstofuhúsnæði hefur til dæmis þróast á síðustu árum úr lokuðum rýmum í opnari vinnusvæði og nú er (líklega) farið að loka þeim meira aftur, eða í það minnsta að búa til aðstöðu þannig að starfsmenn geti komist í „skjól“ ef þannig ber undir. Sum vinnusvæði geta jafnvel minnt meira á kaffihús en hefðbundnar skrifstofur. Mikilvægt er að hvert fyrirtæki finni hvað hentar þess starfsemi og starfsfólki best. Grunnurinn í þessu er samt alltaf að leggja alúð við hönnunina á umhverfinu hvaða leið sem er farin. Grunnskipulagið þarf að vera gott og síðan þarf að byggja ofan á það m.a. með góðri lýsingu, fallegum litum, efnisvali og vönduðum húsgögnum.“

Í hvernig vinnuumhverfi líður þér best?

„Ég gæti aldrei þrifist á vinnustað þar sem ekki er lögð áhersla á fallegt og notalegt umhverfi. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að fá að starfa í fallegu umhverfi rétt eins og að borða góðan hollan mat, drekka gott kaffi og klæðast fallegum og þægilegum fötum. Stjórnendur fyrirtækja eru betur og betur að átta sig á mikilvægi þessa. Mín reynsla er sú að þegar ég hef unnið að hönnun heimila fyrir fólk – sem jafnframt er eigendur fyrirtækja – þá vill það oft ráðast í hönnun og breytingar á vinnustaðnum sínum í kjölfarið. Það hefur þá fundið á eigin skinni hvernig hönnun húsnæðisins getur breytt líðan og stemningu á jákvæða hátt,“ segir Rut. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hafdís Rafnsdóttir, eigandi fasteignasölunnar Torgs, fékk Rut til að hanna skrifstofurnar því hún hafði unnið með henni áður og fannst hún klár. 

„Hún er fagmaður fram í fingurgóma en líka skemmtileg og svo heillast ég líka af stílnum hennar þannig að við náum mjög vel saman. Allar teikningar og plön hennar stóðust 100%,“ segir Hafdís. 

Hvaða óskir varstu með?

„Að skrifstofan yrði umfram allt hlýleg, notaleg og heimilisleg og að fólki liði vel að koma inn til okkar þegar það er oft og tíðum að gera stærstu viðskipti lífs síns.“

Finnst þér vinnuumhverfið skipta máli?

„Já, gríðarlega miklu máli. Útlit vinnustaðarins þarf að endurspegla starfsemina og okkur eigendur og starfsfólk og það sem við stöndum  fyrir. Okkar grunngildi eru kraftur, traust og árangur og mér finnst Rut hafa náð þessu mjög vel fram.“

Er skemmtilegra að vinna þegar umhverfið er fallegt?

„Já, já miklu skemmtilegra að vinna og ég hlakka til að mæta á hverjum morgni og taka fyrsta kaffibollann í nýja eldhúsinu. Það fylgir því viss vellíðan að taka á móti fólki og bjóða velkomið þegar maður er ánægður með vinnustaðinn.“

Hverju hafa þessar breytingar skilað?

„Gullhömrum og svo líður starfsfólkinu betur og það gengur betur um. Við fáum mikil og jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum en heildarárangurinn vegna reksturs skrifstofunnar verður ekki metinn út frá breytingunum enda ekki tilgangurinn, heldur frekar sá að öllum líði vel sem koma á Torgið, bæði viðskiptavinum og starfsfólki,“ segir Hafdís. 

Hefur þú alltaf lagt upp úr því að hafa fallegt í kringum þig?

„Já, mér hefur alltaf fundist það skipta miklu máli að hafa fallegt og hreint í kringum mig. Ég elska afskorin blóm og kerti og er ein af þeim sem fer ekki að sofa fyrr en ég er búin að taka allt til á heimilinu.“

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál