Tekur alltaf til áður en hún fer að sofa

Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að fasteignasölur séu oftar en ekki kuldalegar. Hún naut þess því í botn að hanna nýjar skrifstofur fyrir fasteignasöluna Torg sem er í eigu Hafdísar Rafnsdóttur. 

Hvað hafðir þú í huga þegar þú hannaðir þessa skrifstofu?

„Mig langaði að gera vinnustaðinn notalegan og aðlaðandi bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Oftar en ekki finnst mér fasteignasölur vera kuldalegar og alls ekki í takti við það hlutverk þeirra að hjálpa fólki að eignast fallegt heimili fyrir fjölskylduna eða húsnæði fyrir fyrirtæki þar sem starfsfólki og viðskiptavinum á að líða vel,“ segir Rut. 

Hvernig stemningu vildir þú framkalla?

„Lagt var upp með að hönnunin endurspeglaði ímynd fyrirtækisins, sem bæði er framsækið og traust en leggur mikla áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína vel. Stemningin átti að vera hlýleg og notaleg en um leið virðuleg.“

Er fólk farið að sækjast meira í það að skrifstofan sé heillandi? Hvað er það sem fólk sækist eftir í dag?

„Ég held að stjórnendur fyrirtækja séu farnir að átta sig á mikilvægi þess að leggja meira upp úr fallegu og þægilegu umhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi. Þetta hefur margþætt jákvæð áhrif. Starfsfólkinu líður betur og vill frekar vinna á slíkum vinnustað. Þetta getur því verið mikilvægur þáttur til að minnka starfsmannaveltu. Viðskiptavinirnir finna einnig að fyrirtækinu er annt um að þeim líði vel þegar þeir koma á staðinn og verða fyrir jákvæðri upplifun. Þannig getur góð hönnun og fallegt útlit vinnustaðarins einnig hjálpað til við að byggja upp jákvæða ímynd fyrirtækisins.“

Hvernig er vinnuumhverfi að þróast eða er það kannski ekkert að gera það?

„Vinnustaðir eru mjög margbreytilegir og að sjálfsögðu er alltaf einhver þróun í gangi. Skrifstofuhúsnæði hefur til dæmis þróast á síðustu árum úr lokuðum rýmum í opnari vinnusvæði og nú er (líklega) farið að loka þeim meira aftur, eða í það minnsta að búa til aðstöðu þannig að starfsmenn geti komist í „skjól“ ef þannig ber undir. Sum vinnusvæði geta jafnvel minnt meira á kaffihús en hefðbundnar skrifstofur. Mikilvægt er að hvert fyrirtæki finni hvað hentar þess starfsemi og starfsfólki best. Grunnurinn í þessu er samt alltaf að leggja alúð við hönnunina á umhverfinu hvaða leið sem er farin. Grunnskipulagið þarf að vera gott og síðan þarf að byggja ofan á það m.a. með góðri lýsingu, fallegum litum, efnisvali og vönduðum húsgögnum.“

Í hvernig vinnuumhverfi líður þér best?

„Ég gæti aldrei þrifist á vinnustað þar sem ekki er lögð áhersla á fallegt og notalegt umhverfi. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að fá að starfa í fallegu umhverfi rétt eins og að borða góðan hollan mat, drekka gott kaffi og klæðast fallegum og þægilegum fötum. Stjórnendur fyrirtækja eru betur og betur að átta sig á mikilvægi þessa. Mín reynsla er sú að þegar ég hef unnið að hönnun heimila fyrir fólk – sem jafnframt er eigendur fyrirtækja – þá vill það oft ráðast í hönnun og breytingar á vinnustaðnum sínum í kjölfarið. Það hefur þá fundið á eigin skinni hvernig hönnun húsnæðisins getur breytt líðan og stemningu á jákvæða hátt,“ segir Rut. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hafdís Rafnsdóttir, eigandi fasteignasölunnar Torgs, fékk Rut til að hanna skrifstofurnar því hún hafði unnið með henni áður og fannst hún klár. 

„Hún er fagmaður fram í fingurgóma en líka skemmtileg og svo heillast ég líka af stílnum hennar þannig að við náum mjög vel saman. Allar teikningar og plön hennar stóðust 100%,“ segir Hafdís. 

Hvaða óskir varstu með?

„Að skrifstofan yrði umfram allt hlýleg, notaleg og heimilisleg og að fólki liði vel að koma inn til okkar þegar það er oft og tíðum að gera stærstu viðskipti lífs síns.“

Finnst þér vinnuumhverfið skipta máli?

„Já, gríðarlega miklu máli. Útlit vinnustaðarins þarf að endurspegla starfsemina og okkur eigendur og starfsfólk og það sem við stöndum  fyrir. Okkar grunngildi eru kraftur, traust og árangur og mér finnst Rut hafa náð þessu mjög vel fram.“

Er skemmtilegra að vinna þegar umhverfið er fallegt?

„Já, já miklu skemmtilegra að vinna og ég hlakka til að mæta á hverjum morgni og taka fyrsta kaffibollann í nýja eldhúsinu. Það fylgir því viss vellíðan að taka á móti fólki og bjóða velkomið þegar maður er ánægður með vinnustaðinn.“

Hverju hafa þessar breytingar skilað?

„Gullhömrum og svo líður starfsfólkinu betur og það gengur betur um. Við fáum mikil og jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum en heildarárangurinn vegna reksturs skrifstofunnar verður ekki metinn út frá breytingunum enda ekki tilgangurinn, heldur frekar sá að öllum líði vel sem koma á Torgið, bæði viðskiptavinum og starfsfólki,“ segir Hafdís. 

Hefur þú alltaf lagt upp úr því að hafa fallegt í kringum þig?

„Já, mér hefur alltaf fundist það skipta miklu máli að hafa fallegt og hreint í kringum mig. Ég elska afskorin blóm og kerti og er ein af þeim sem fer ekki að sofa fyrr en ég er búin að taka allt til á heimilinu.“

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

09:00 Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

06:00 Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

Í gær, 22:00 Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

Í gær, 18:00 Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

Í gær, 16:30 Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

Í gær, 12:30 „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

Í gær, 09:30 Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

í gær „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

í fyrradag „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

í fyrradag „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

í fyrradag Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

í fyrradag Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

13.8. Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn kominn og þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. Meira »

Khloé hannar íþróttafatalínu

12.8. Khloé Kardashian hannar ekki bara gallabuxur undir merkinu „Good American“ því nú hefur hún hannað sjúklega flotta íþróttafatalínu. Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »

Sniðugar og góðar lausnir

12.8. Þeir sem aðhyllast einfaldan og góðan lífstíl vilja vanalega búa í smærra húsnæði á góðum stað en nýta rýmið vel. Eftirfarandi lausnir eru frábærar fyrir þannig hugsandi fólk. Meira »

„Hlutirnir bara gerast“

12.8. Daphne Guinness er einstaklega klassísk á köflum en þeir sem hafa fylgst með stíl hennar þróast undanfarin misseri taka eftir því að hún hefur farið frá því að vera frekar venjuleg í klæðnaði í það að vera tískufyrirbæri sem erfitt er að útskýra. Meira »

Hlébarðamynstur verður enn þá heitt í haust

12.8. Það eru góðar fréttir úr tískuheiminum því hlébarðamynstur mun halda áfram að vera heitt í tískunni í haust.  Meira »

Getur verið að ég hafi fæðst einmana?

12.8. Kona sendir inn spurningu og er að velta fyrir sér hvort það geti verið að hún hafi fæðst einmana. Hún finnur fyrir mikilli fjarlægð á milli sín og annars fólks. Hún er ein í gleði og sorg og stendur utan við allt. Meira »

Franskur barokk-stíll vinsæll

12.8. Hönnun kastalans fræga Vaux le Vicomte hefur verið vinsæl víða um heiminn. Fólk útfærir hönnunina á sinn hátt en það sem einkennir þennan fræga barokk-stíl er meðal annars hvít og svört gólf, marmari, gylltir rammar og ljósir litir. Meira »