Að taka áhugann skrefinu lengra

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður.
Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður er farin af stað með námskeið í innanhússhönnun.
Hún heldur þau heima sér og býður áhugasömum í heimsókn í spjall um heiðarlegt og persónulegt umhverfi. Halla Bára er einn vinsælasti innanhússhönnuður landsins og skrifar pistla um hönnun á Smartlandi Mörtu Maríu.

„Mér finnst gaman að hafa námskeiðin hérna heima, ég er ótrúlega heimakær! Finnst hluti af því að tala um þessa sterku persónulegu nálgun í innanhússhönnun vera að bjóða fólki heim sem sækir námskeiðin. Þá skapast öðruvísi tenging og meiri nálgun. Fólk verður afslappaðra og líður vonandi vel,“ segir Halla Bára þegar hún er spurð út í það hvers vegna námskeiðin séu haldin heima hjá henni.

Þegar Halla Bára er spurð að því hvers vegna hún sé að bjóða upp á námskeið í innnahússhönnun segir hún að þessi hugmynd hafi blundað í henni lengi.

„Ég veit af áhuga fólks á innanhússhönnun og það er mjög auðvelt að taka eftir honum út um allt. En að taka áhugann aðeins lengra hefur ekki verið í boði fyrir fólk og ég ákvað að gera eitthvað í því og setja saman námskeið.“

Hvernig fer námskeiðið fram?

„Ég byggi námskeiðið upp á hugmyndum mínum um að búa sér til áhugavert og persónulegt umhverfi. Það er ávallt útgangspunktur hjá mér. Ég fer í gegnum ýmsa þætti til að koma sköpunargáfunni af stað og hvernig má vinna með eigin stíl. Ég huga að heimilinu í heild og hvet til sjálfstæðrar hugsunar. Fer yfir tíðarandann, tísku og stíl. Og svara spurningum sem allar eru mikilvægt skref í átt að aukinni færni og meira öryggi í að vinna með rými sem vilji
er til að geisli af. Ég vil ekki hafa hópana of fjölmenna til að nái að það skapist skemmtilegar samræður og fólk þori að spyrja spurninga. Sömuleiðis vegna þess að ég held þetta heima og vil að það fari vel um alla.“

Hvað er helst er spurt um?

„Í gegnum tíðina sem starfandi innanhússhönnuður, þá hef ég að sjálfsögðu fengið ótal spurningar. Margar, hins vegar, eru þær sömu og því sömu hlutir sem fólk er að velta fyrir sér þegar það vill bæta umhverfi sitt. Á námskeiðinu fer ég m.a. markvisst í gegnum þessa þætti og spurningar sem ég er mest spurð að. Sömuleiðis þá þætti sem mér finnst skipta máli og þann hugmyndaheim sem ég vil opna hjá fólki til að það finni meira öryggi og dýpri
hugsun þegar kemur að því að breyta og bæta umhverfi sitt.“

Aðspurð hvert markmiðið sé með námskeiðunum segir Halla Bára að það sé fyrst og fremst til að fá fólk til að hugsa öðruvísi. Ekki apa allt upp eftir næsta manni.

„Hjá mér er markmiðið til dæmis að fá fólk til að hugsa út fyrir rammann og þora að brjóta óskráðar reglur þegar kemur að innanhússhönnun. Þær eru lífseigar og halda fólki niðri, setja hömlur, þegar kemur að því að skapa umhverfi sem virkilega gleður okkur og eykur ánægju okkar. Ég vil líka virkja fólk í að sækja innblástur alls staðar að. Horfa með
gagnrýnu en jákvæðu auga á hlutina og vera vandfýsið þegar kemur að því að velja eitthvað til að hafa heima. Sömuleiðis að hugsa út fyrir normið og vinna með og virkja eigin
stíl.“

Námskeiðin eru haldin á laugardögum og fimmtudögum. Á laugardögum mæta gestirnir klukkan 11.00 og tekur námskeiðið um þrjá tíma.

„Á fimmtudögum koma gestir klukkan sex. Ég býð upp á léttar veitingar og drykki og í lokin fara gestir heim með smá gjöf. Námskeiðið er fyrir litla hópa og áhugasama einstaklinga sem vilja koma saman, hlusta, spjalla og læra um það hvernig heimilið verður aldrei fullkomið heldur er hugsað sem eining sem heldur utan um okkur og þróast með breyttum aðstæðum.
Þá býð ég líka upp á það að taka lokaða hópa, sbr. saumaklúbba og hvað annað, hingað heim eða heimsækja aðra. Sem og að sérsníða námskeið að þörfum þeirra,“ segir hún.

Það hefur verið svo góð aðsókn á námskeiðin hjá Höllu Báru að nú ætlar hún að bæta við námskeiði næsta laugardag og síðan 26. og 28. apríl. Auk þess verður hún með nokkur námskeið í maí. Þeir sem vilja fræðast betur geta sent Höllu
Báru póst á hallbara@hallabara.com.

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál