Fórnuðu forstofuskápnum fyrir nýtt bað

Björk Eiðsdóttir og Karl Ægir Karlsson.
Björk Eiðsdóttir og Karl Ægir Karlsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, og Karl Ægir Karlsson, doktor í svefnrannsóknum, breyttu tveimur baðherbergjum á heimili sínu. Þau fjarlægðu forstofuskápinn til að bæta við baðherbergi. 

„Við skoðuðum vel í kringum okkur hvað væri í boði með það markmið að halda í stíl hússins og mynda hlýlega stemningu. Hönnunin og endanleg útfærsla var okkar en auðvitað þurfti fagmenn í allt saman, nema að rífa og skemma. Við stóðum okkur frábærlega í að brjóta upp flísar, rífa upp dúka og taka niður skápa. Uppbyggingin var svo í höndum fagaðila, við erum góð í öðru,“ segir Björk og brosir.

Svona leit rýmið út áður en það varð gestasalerni.
Svona leit rýmið út áður en það varð gestasalerni. Ljósmynd/Úr einkasafni
Hér má sjá forstofuskápinn áður en honum var fórnað fyrir …
Hér má sjá forstofuskápinn áður en honum var fórnað fyrir gestasalerni. Ljósmynd/Úr einkasafni
Hér sést rýmið ögn betur.
Hér sést rýmið ögn betur. Ljósmynd/Úr einkasafni
Svona var umhorfs á baðherberginu áður en það var lagað.
Svona var umhorfs á baðherberginu áður en það var lagað. Ljósmynd/Úr einkasafni
Björk og Kalli ákváðu að halda baðkarinu en máluðu fæturna …
Björk og Kalli ákváðu að halda baðkarinu en máluðu fæturna og skiptu um blöndunartæki. Ljósmynd/Úr einkasafni
Þessi mynd var tekin áður en baðherbergið var lagað.
Þessi mynd var tekin áður en baðherbergið var lagað. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Að taka svona rými í gegn, frá A til Ö, umturnar stemningunni í húsinu. Þegar allt er tekið burt úr ákveðnu rými, hreinsað til og nýtt sett inn breytist andrúmsloftið mikið, líkt og húsið hafi fengið andlitslyftingu eða farið í gegnum bón- og þvottastöð en er þó sama gamla góða húsið. Ég hélt reyndar ekki að ég gæti haft þetta sterkar skoðanir á salerni, handlaug og blöndunartækjum en þegar maður hefur skoðað Burlingtontækin mun maður ekki vilja neitt annað.“

Fallegar og sérstakar flísar setja sterkan svip á herbergin. „Flísarnar frá Harðviðarvali fóru líka á hluta eldhúss og munu síðar fara á þriðju snyrtinguna til að tengja útlit hússins betur saman.“

Hér má sjá gestasalernið sem komið var fyrir í stað …
Hér má sjá gestasalernið sem komið var fyrir í stað forstofuskápsins. Ljósmynd/Úr einkasafni
Hringlaga spegill og hringlaga handklæðastandar koma vel út á baðherberginu.
Hringlaga spegill og hringlaga handklæðastandar koma vel út á baðherberginu. Ljósmynd/Úr einkasafni
Í stað forstofuskápsins settu þau snaga.
Í stað forstofuskápsins settu þau snaga. mbl.is/Kristinn Magnússon
Forstofan fékk nýjan lit.
Forstofan fékk nýjan lit. mbl.is/Kristinn Magnússon

SKÁPUNUM FÓRNAÐ

Björk segir umfang verkefnisins hafa verið stærra en hún taldi í upphafi. „Við vorum lengi að ákveða hvort við ættum að fórna skápunum í forstofunni og því sem nú er gestasnyrting. Af praktískum ástæðum hefði verið gott að hafa þá en við tókum ákvörðun um að minnka frekar við okkur dótið heldur en að fylla skápa með því. Afraksturinn er opnari og léttari
forstofa sem tekur vel á móti okkur og gestum okkar. Við gerðumst svo djörf að mála allt saman í dökkgráum lit, nánar tiltekið Silfurberg frá Slippfélaginu og erum alsæl með útkomuna. Þegar við fluttum inn var aðeins snyrting á neðstu hæðinni svo allir þurftu að nota hana. Það kom aldrei annað til greina í okkar huga en að bæta við fleiri snyrtingum og það eru allir dauðfegnir að þurfa ekki sífellt að hlaupa á milli hæða. Eftir að hafa búið með tveimur unglingum er stærsti kosturinn sá að nú kemst fólk á klósettið þegar náttúran kallar. Svo er líka kostur að hafa baðherbergið sem fjölskyldumeðlimir nota aðallega, svolítið prívat, gestkomandi nota þá frekar gestasnyrtinguna sem verður vonandi alltaf gljáfægð og fín! Fram undan er að útbúa þriðju snyrtinguna fyrir okkur tvö í risinu sem krafðist töluverðrar undirbúningsvinnu þegar kom að tilfærslum pípulagna. Nú skil ég spurninguna sem pípulagningameistarinn bar upp við okkur í upphafi framkvæmda: „Gerið þið ykkur grein fyrir því hvað þið eruð að fara út í?“ Svarið var, og er, klárlega „NEI“.

Á efri hæðinni er allt nýtt enda þurfti að útbúa snyrtingu þar frá grunni. Niðri héldu Björk og Karl baðkarinu en pússuðu það upp að innan og máluðu að utan í sama lit og veggina.

„Við spreyjuðum líka fæturna og settum ný blöndunartæki. Mér fannst baðkarið passa húsinu og þessu fallega Burlington-salerni og handlaug sem er í gömlum stíl. Það skemmtilegasta í ferlinu var sjálfur lokahnykkurinn; þegar hægt var að fara að tengja
þessi fallegu tæki og fínisera útlitið í lokin.“

Baðherbergið var flísalagt og sett voru nýr spegill og vaskur. …
Baðherbergið var flísalagt og sett voru nýr spegill og vaskur. Spegillinn er reyklitaður. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þau skiptu um salerni og vask og settu nýjar flísar, …
Þau skiptu um salerni og vask og settu nýjar flísar, bæði á vegg og gólf. Munstruðu flísarnar koma heldur betur vel út. mbl.is/Kristinn Magnússon
Reyklitaði spegillinn skapar góða stemningu á baðherberginu. Þau settu opnar …
Reyklitaði spegillinn skapar góða stemningu á baðherberginu. Þau settu opnar hillur sem léttir töluvert á rýminu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Flísarnar á gólfinu eru eins og listaverk.
Flísarnar á gólfinu eru eins og listaverk. mbl.is/Kristinn Magnússon
Lýsing skiptir miklu máli á baðherbergi. Hér er búið að …
Lýsing skiptir miklu máli á baðherbergi. Hér er búið að setja fallegt veggljós sem lýsir vel. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál